Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 84
82
ÚRVAL
Litli drengurinn hennar Elsu var henni jafndýrmætur og
lífið sjálft. En hann var ,, hvítur ’ Ijós yfirlitum og blá-
eygur en hún var sjálf dökk með gróft, svart hár, ung
eskimóastúlka með allan þokka sinnar frumstæðu,
ómenguðu fegurðar. Þessi dapurlega, grimma en þó
hugljúfa saga segir frá því hvernig Elsa, sem lenti í
klemmu milli tveggja menningarsamfélaga, barðist fyrir
því að finna einhvern þann lífsmáta sem leyfði henni að
eiga þetta einstæða barn sitt, hvað sem það kostaði hana
sjálfa.
vkvK'vK'MÍvk LSA Kumachuk var á
*
*
*
*
’dí leið heim eitt kvöld með
ip. þremur stallsystrum
vK' sínum. Þær voru að
vKvKv'KvkvK koma af bíói í langvar-
andi ljósaskiptunum. Kaþólska
kristniboðsstöðin í Fort Chimo í
Quebec sýndi kvikmyndir tvisvar í
viku, einu sinni fyrir hvíta, einu sinni
fyrir eskimóana. Það var best að
blanda þessum hópum ekki saman,
allra síst meðan bandaríska setuliðið
hafði aðsetur á þessum fámenna stað
á strönd íshafsins.
Stúlkurnar íjórar gengu saman arm
í arm, eins og þær höfðu séð
stúlkurnar í bíómyndinni gera. Þær
mösuðu saman, stríddu hver annarri
og flissuðu. Þær gengu á miðri,
malbikaðri götunni. Þessi gata, sem
setuliðið hafði lagt milli bragga-
þyrpingarinnar og flugvallarins, var
orðin aðalgöngusvæðið í Fort Chimo
og stúlkunum þótti gaman að spóka
sig þar.
Þótt áliðið væri kvölds var enn
gullinn bjarmi á himninum. Þetta var
hin daglega ljósasýning norðurslóð-
anna, töfrastund þessa harðbýla
lands, stund sem kom næstum hvert
kvöld yfir sumarið.
Stúlkurnar fjórar bar við himin
þegar þær komu upp á lága hæð. Þær
voru allar eins til að sjá, allar fremur
stuttar og sívalar.
Þær voru á leið heim frá borginni,
klæddar í bestu fötin sín: gúmmístíg-
vél (þótt nú væri þurrkatímabil) og