Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 89
HVÍTUR ESKIMÓADRENGUR
skipti sem mamma hans lyfti honum
til að láta hann í grindina — sem
raunar var einmitt það sem með
þurfti til þess að alls ekki væri lengur
hægt að komast um litla kofann.
Thaddeus leit undan og lét í ljósi
vanþóknun sína með fýlulegri þögn.
En Winnie sá ekkert athugavert við
að hvetja drenginn hástöfum til að
láta sér þetta ekki lynda.
Einu sinni fékk Elsa að „skjótast”
heim óvænt á öðmm tíma en vant
var. Hún kom að grindinni saman-
brotinni úti þar sem mslið var. Jimmy
var að leika sér, kátur og ánægður,
með hvolpunum yfir diski af þefjandi
fiski, andlitið útatað og kámugt.
Winnie — andlitið hrukkótt
og skorið eins og klettarnir fornu
á túndmnni — sat úti undir kofa-
vegg og reykti í makindum, starandi
út yflr Koksoakána. Thaddeus sat
uppi við stafla af tómum olíu-
tunnum og vermdi sig í sólinni. Litli
bróðir Elsu var að kasta steinum upp í
loftið. Hún gat ekki lengur afneitað
sannleikanum: Þau vom öll miklu
ánægðari þegar hún var hvergi nærri.
Fram að þessu hafði Elsa aldrei sést
gráta. Nú leystist veröld hennar upp í
támm.
Enginn vissi hvað nú var til ráða.
Thaddeus leit kurteislega undan og
starði út í fjarskann eins og hann væri
að spyrja gömlu, veðmðu fjöllin hvað
hann ætti að halda um svona
skefjalausa sorg sem enginn vissi af
hverju stafaði.
Sem betur fór komu sunnudagar.
87
Þeir dugðu alltaf til að gefa Elsu
nýjan þrótt. Snemma á morgnana
lagði hún af stað, fersk og hrein í
bleikum bómullarkjól, með skart-
klæddan drenginn í fanginu. (Hún
bar hann aldrei á bakinu að hætti
eskimóa, kannski svo að hann gæti
betur séð fram á veginn.)
Eftir messu fór hún með hann út á
afskekkta hluta árbakkans, fram hjá
síðasta eskimóakofanum. Þar fór hún
úr góðu skónum sínum og hengdi þá
um hálsinn á reimunum.
Þegar Jimmy var kominn burtu frá
þysnum, ertninni og dekrinu í
eskimóaþorpinu varð hann annar
drengur, blíðari og draumlyndari.
Oft þegar hann hafði hlaupið með
bakkanum og virt fyrir sér vatn og
himin kom hann aftur til mömmu
sinnar og brosti til hennar eins og
hann vildi segja henni að honum
þætti gott að vera þarna með henni.
Hún var ánægð en þó óánægð með að
enginn nema hún skyldi þekkja þessa
hlið á honum.
Þegar Jimmy hafði ríslað sér nóg og
var orðinn svangur gripu þau í nestið
sitt. Þau settust og borðuðu eins
hreinlátlega og kostur var, stmku oft
af fíngrunum með hreinum sandi.
Elsa batt smekk á Jimmy til að hlífa
bláu sunnudagafömnum hans, eins
bláum og augun í honum.
Allt hennar líf beindist að því að
kaupa jafndýr og fín föt og leikföng
og Beaulieubörnin áttu. En hér, þar
sem hún var ein með honum, leið
henni vel eins og hún vissi sig hafa