Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 33
PABBI TEKUR SÉR BRÚDI
Pabbi sagði Nakamura að hann
áfelldist ekki Matsu. Þegar á allt væri
litið var það hann sem hafði yfirgefið
hana. En þó hún væri ekki fáanleg
iangaði pabba samt í brúði frá
Kumamoto. Nakamura lofaði að
koma honum í samband við aðila þar
og pabbi borgaði honum 10 dollara.
Tæpum þrem mánuðum síðar kom
svo loks bréf með mynd af Kimi. Hún
var grönn, næstum horuð, en
geðþekk að sjá. Hún skrifaði:
Heiðraði herra Kato.
Krónublöð kirsuberjanna sem
liggja eins og snjókorn á poili eru
kramin af klossum barnanna sem eru
á leið í skólann.
Þar til ég fékk bónorð þitt hafa mín
eigin krónublöð flotið ofan á óhrein-
indunum. Mér finnst sem ill örlög
hafi nú farið hjá. Foreldrum mínum
fínnst þetta léttir og em samþykk.
Þess vegna tek ég hjónabandstilboði
þínu með þökkum.
Virðingarfyllst,
þín Uyeno KimL
Pabbi var ánægður með Kimi og
bað um að nafn hennar væri fært inn
á sína ættarskrá. Það var sama og
hjónaband. Pabbi sendi henni 100
dollara fyrir brúðarfatnaði og fari.
Næsta bréf frá henni var afsakandi og
fullt eftirsjár. I Yokohama hafði
komið í ljós að hún hafði augn-
sjúkdóm og hafði verið bannað að
fara. Pabbi var leiður en sagði henni
að hún mætti eiga peningana sem
eftir væru.
31
Nakamura sneri sér samstundis að
því að sjá um að nafn hennar væri
tekið af ættarskránni. Skilnaðurinn
og annar kostnaður var 10 dollarar.
Svo borgaði hann Nakamura 10
dollara í viðbót fyrir að skrifa eftir
annarri brúði.
TOYO HEILLAÐI PABBA með
glettnum bréfum. Persónuleiki skipti
miklu máli en pabbi vildi fá Toyo
fyrir eiginkonu en ekki pennavin.
Hann sagði henni það í þriðja bréfi
sínu og hún samþykkti að verða
konan hans. Hennar nafn átti að vera
það síðasta sem hann léti skrá á ættar-
skrána og pabbi sendi henni 100
dollara fyrir nýjum fötum og
ferðinni.
Toyo skrifaði að faðir hennar hefði
flengið slæmt gallblöðrutilfelli og
sjúkrakostnaður hefði verið svo mikill
að peningarnir, sem pabbi sendi,
hrukku varla til. Pabbi sendi nýja 100
dollara um hæl.
Toyo skrifaði að hún hlyti að vera
fædd undir óheillastjörnu. Móðir
hennar hefði verið gripin dularfullum
sjúkdómi. Á þessu stigi ákvað pabbi
að reyna hana með því að senda
henni bara 20 dollara.
, ,Ég þurfti að fara í botnlangaskurð
vegna bráðrar botnlangabólgu,”
skrifaði hún, ,,og þessir litlu pening-
ar, sem þú sendir mér, dugðu bara fyrir
lyfjum. Vertu svo vænn að senda mér
50 dollara fyrir lækniskostnaði og 100
dollara fyrir fötum og ferðinni. Pabbi
dró andann djúpt og sendi henni 150