Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 125
TÝNDU FÁLKAEGGIN
123
eitthvað var ekki eins og það átti að
vera. Þegar hann sá hreiðrið sauð í
honum réttlát reiði og vandlæting.
Eitt eggjanna lá brotið utan við
hreiðrið og hafði gulleitt innihaldið
slest á steinana í kring. Hin þrjú voru
horfin.
„Óþokkinn hefur verið hársbreidd
á undan okkur,” muldraði Colin
biturlega. ,,Hann hefur vitað að við
gátum ekki vaktað staðinn alla vik-
una.” Og með sjálfum sér sór hann
að reyna að koma þessum eggjaræn-
ingja í hendur réttvísinnar og fá hann
dæmdan (samkvæmt lögum um
fuglafriðun liggja þungar sektir við
því í Englandi að ræna fálkaungum
eða eggjum — mun þyngri en á Is-
landi (þýð.)).
Colin var svo viss í sinni sök að
maðurinn í appelsínugula Míníinum
væri eitthvað við málið riðinn að
hann sneri sér til lögreglunnar og
fékk hana til að rekja hver eigandi
Míníins væri. Eigandinn reyndist vera
maður að nafni John Lund, búsettur í
smáborginni Oldham, nærri Man-
chester.
Þessi vitneskja nægði Ian Arm-
strong í Newcastle samt ekki til þess
að hann gæti hafist handa. „Yfírvöld
krefjast ákveðnari sannana í svona
tilfellum áður en þau gefa út hús-
rannsóknarheimild. Því miður sýnist
mér maðurinn ætla að komast upp
með þetta.”
Vika leið en þá fékk Ian Armstrong
allt í einu einkennilega upphringingu
frá manni sem ekki vildi láta nafns
síns getið. ,,Ég veit allt um fálkaegg-
in sem stolið var í síðustu viku,”
sagði röddin dularfulla. „Þau eru í
húsi í Hollins Road í Oldham. Maður
að nafni John Lund er að klekja þeim
útþar.”
Ian Armstrong sendi nú þegar
skýrslu um málið til Peter Robinson í
höfuðstöðvum fuglafriðunarfélagsins
I Sandy í Bedfordshire en hann sér
um að ákveða hvert hina fjölmörgu
þjófnaðartilfella sem tilkynnt er um á
ári hverju skuli hljóta sérstaka rann-
sóknarmeðferð.
„Þetta er vænlegt,” sagði Peter
Robinson þegar hann hafði lesið
skýrsluna. Því næst ók hann til Old-
ham þar sem staðaryfirvöld veittu fús-
lega leyfi til húsrannsóknar hjá John
Lund. Áður en Peter Robinson hélt af
stað til Hollins Road fékk hann tvo
lögregluþjóna í fylgd með sér.
John Lund reyndist vera deildar-
stjóri hjá borgarskrifstofunni í Old-
ham, miðaldra, bústinn og hárið
tekið að þynnast. Hann sat að te-
drykkju á veröndinni fyrir framan
fremur ríkmannlegt einbýlishús sitt
þegar gestina bar að garði. Hann
viðurkenndi þegar í stað að hafa
eggin undir höndum. „Vinur minn
lét mig fá þau, ’ ’ staðhæfði hann.
John Lund fylgdi mönnunum
þremur upp á loft og inn í lítið svefn-
herbergi sem þar var. Á miðju gólf-
inu var borð og ofan á því ferhyrndur
kassi, um það bil 45 cm á hvern kant.
Frá kassanum lá rafmagnsleiðsla í
innstungu í veggnum. Þetta var út-