Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 48

Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 48
46 URVAL „Mayday” inn í sendinn en fór svo upp á þiljur. Þegar þangað kom gat hann varla trúað eigin augum. Hvert sem litið var var ekkert að sjá nema gullrauðar eldingar. Regndroparnir skullu framan í hann eins og högl. Þrum- urnar, vindgnauðið og sjórokið rugl- uðu hann. Sjór og loft virtust ekki aðskilin lengur. Allt var hvít froða. „Yfirgefið skipið" Aftur rétti Princess sig við, en nú var hún orðin sigin og seig æ meira. Gittelman öskraði til að yfirgnæfa storminn: „Verið reiðubúnir að yfir- gefa skipið!” Þessa skipun óttast allir skipstjórar. St. Clair skar með vasahnífnum lausan björgunarbátinn sem eftir var á þiljum. Um leið greip vindurinn í bátinn og slengdi honum utan í hann. Hann fann eitthvað bresta. Brotin rif! Sársaukinn nisti hann innan en hann mátti ekki vera að því að hugsa um hann. St. Clair neyddi sig til að rísa á fætur og tók I túðuna sem blés bátinn upp. Appelsínuguia og svarta nælon- ið belgdist út og varð að smábát sem hentist strax fyrir borð. Hann lenti á hvolfl í sjónum en var enn fastur við skipið með líflínunni. „Komið!” hrópaði Gittelman. Þá sá hann að Bob Harvey hafði flækst í einhverjar línur frá miðmastrinu. , ,Ekki bíða eftir mér! ’ ’ kallaði Harvey þegar skipsfélagar hans þrír skriðu til hans. „Égkem bráðum!” Gittelman vissi að þeir máttu ekki hika. „Yfirgefið skipið!” öskraði hann aftur og einn af öðrum létu mennirnir þrír sig falla í ólgandi hafið. Þeir sneru bátnum við og skriðu upp í hann. Um leið og skútan sökk undir fótum Harveys tókst honum að losa sig og stökkva frá borði. Það glamp- aði á skutljósin undir yflrborðinu. Hann litaðist um eftir björgunarbátn- um en hann var lengra undan en hann hafði haldið og fjarlægðist sí- fellt. Munroe sá að Harvey var í vanda staddur. Hann tók líflínu úr bátnum, stökk í sjóinn og synti til mannsins sem barðist um. Um leið og straurn- urinn var að bera Harvey á brott tókst Munroe að ná í flngurgóma hans, fá betra tak og draga vin sinn um borð. Mennirnir fjórir sátu í hnipri undir yflrbreiðslu bátsins og sáu ljósin á Princess hverfa. ,,Úr öskunni í eld- inn, ” tautaði Gittelman. í hjarta fellibylsins Nú fannst þeim vindhraðinn meiri og öldugangurinn verri. Næionbátur- inn svignaði í miðjunni af völdum vindsins og lokaðist um mennina eins og risaskel. Öldurnar færðu bátinn í kaf og um leið hvarf andrúmsloftið undir yfirbreiðslunni. Mennirnir urðu að halda niðri í sér andanum í allt að 30 sekúndur uns bátnum skaut aftur upp á yfirborðið. Skyndilega lægði vindinn, öldu gangurinn minnkaði og báturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.