Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
að flytjast til landsins. Engir aðrir
ættu að koma, nema þá stúdentar
sem væru að sækja sér menntun til
Bretlands, menntun sem myndi
hjálpa til við uppbyggingu í heima-
landi þeirra.
En hversu umfangsmikið er það
vandamál sem hér um ræðir? Hör-
undsdökkir innflytjendur eru aðeins
um 3,5 prösent alls fólksfjöldans á
Bretlandseyjum. 40 af hundraði eru
ættaðir úr Vestur-Indíum, hinir eru
flestir frá Asíu (Indlandi, Pakistan og
fleiri löndum). Nærri 3/4 hlutar þess-
ara innflytjenda búa í London og þar
um kring. Þetta eru allt þéttbýlis-
svæði þar sem húsnæðisvandræði eru
aðalhöfuðverkurinn. Innflytjendur
hafa alls ekki fengið sinn skerf af því
húsnæði sem bæjar- og sveitarstjórnir
hafa yfir að ráða. Það sem innflytj-
endur fá af slíku húsnæði er venju-
lega það lakasta. Að vísu hefur
mörgum innflytjendum af asískum
uppruna tekist, með ráðdeild og elju-
semi, að koma eigin þaki yflr höfuðið
en allt of margir innflytjendur borga
samt okurleigu — og það oft á tíðum
fyrir óboðlegt húsnæði.
Áætlanir stjórnvalda um umbætur
í húsnæðismálum virðast ekki ná til
litaðs fólks, sumpart vegna þess að
það virðist ekki kunna að bera sig
eftir björginni. Það þarf því að koma
á fót sérstökum miðstöðvum þar sem
húsnæðisráðgjöf færi fram — ekki
miðstöðvum þar sem starfsfólkið
bíður eftir því að einhver banki upp á
með vandamál sín heldur mið-
stöðvum þar sem starfsfólkið bankar
sjálft upp á hjá fjölskyldum innflytj-
enda og gefur ráð um það hvernig
fjölskyldurnar geti best bætt sinn hlut
hvað húsnæði varðar. Sumum yrði
ráðlagt að sækja um sérstaka styrki
sem ætlaðir væru til að ráða bót á hús-
næðisvandræðum, öðrum að taka lán
sem fáanleg væru til kaupa á eigin
húsnæði (allt að 100 prósent kaup-
i verðs). Starfsfólkið myndi ennfremur
uppfræða sérhverja fjölskyldu um
lögmæta lækkun og/eða niðurfell-
ingu leigugjalds og önnur slík rétt-
indi samkvæmt húsaleigulögum.
Jafnframt yrði það tryggt að fjöl-
skyldur væru rétt skráðar á lista yfir
húsnæði, sem bæjar- og sveitarfélög
ættu að úthluta, og að farið yrði eftir
röð.
Það er einnig ákaflega mikilvægt
að fjölga atvinnutækifærum. Blása
verður nýju lífi í atvinnulífið á þeim
svæðum þar sem innflytjendur eru
hvað flestir og örva athafnamenn úr
þeirra hópi til dáða. Ef takast á að
vinna bug á atvinnuleysisdraugnum
meðal ungs fólks verður að fjölga
áhugavekjandi störfum sem það getur
sótt um. Sérstaklega á þetta við um
miðborg Lundúna þar sem sam-
keppnin um störf er ákaflega hörð og
innflytjendur bera þar oftast skarðan
hlut frá borði.
Menntunarmál verða líka að hafa
forgang. Það verður að tryggja að
börn innflytjenda geti látið mennt-
unardrauma sína rætast. í grein sem
Linda Dove hefur ritað í tímaritið