Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
kom nemandi, Michael Domintz að
nafni, inní herbergi hans og spurði: ,,Er
þetta 11 C?”
,Já.”
,,Ert þú . . . Bobby sneri sér við
áður en Michael komst lengra og sá
andlit hans verða snjóhvítt. „Hann
bara starði á mig, stjarfur. Svo sagði
hann. „Varsm ætdeiddur?” Þegar ég
kinkaði kolli spurði hann hvenær ég
væri fæddur og ég sagði honum að
það væri 12. júlí 1961. „Hvar?” ,,Á
Long Island, Jewish-Hillside Medical
Center.” Hann þreif í handlegginn á
mér og sagði: „Komdu með mér, ég
ætla að sýna þér nokkrar myndir! ’ ’
Þeir þutu svo í annan svefnskála
þar sem Domintz dró fram mynd af
besta vini sínum, Eddy Galland,
hann hafði verið í skólanum árið
áður en fluttist í annan skóla sem
var nær heimili hans í New Hyde Park
á Long Island. Nú var komið að
Bobby að missa málið. „Það sem ég
sá var mynd af sjálfum mér,” segir
hann og lækkar röddina. „Þetta var
eins og að líta í spegil. Þetta var ég.
Ég vissi ekki hvað ég átti að segja eða
gera.”
Mike Domintz greip símann og
hringdi.
Eddy Galland minnist þess að
þegar síminn hringdi klukkan níu um
kvöldið hafði honum flogið í hug
hvort það væri nú enn eitt klikkað
símtal frá kunningjunum upp frá sem
allan daginn höfðu verið að til-
kynna honum: „Heyrðu, það er
maður hérna sem er alveg eins og
þú.” Svo rétti Mike Bobby símann og
Bobby sagði: „Eddy, ég held að þú
sért tvíburabróðir minn.” Ég sagði
mjög rólega: ,Jæja?” Svo sagði
hann: „Við erum með eins augu,
eins nef, eins hár og við erum
fæddir á sama stað og stundu. ’ ’
Þeir ákváðu að hittast um næstu
helgi. En allt í einu fannst Bobby að
hann gæti ekki beðið. „Ég sagði við
'Mike: „Ég verð að hitta Eddy í
kvöld”.” Svo settumst við báðir upp
í bílinn minn og keyrðum þessa
þriggja tíma leið sem var heim til
hans.
Klukkan tvö um nótdna börðu þeir
upp á heima hjá Eddy. „Það leið heil
eilífð að mér fannst,” segir Bobby,
„áður en opnað var.” Svo sagði ég:
„Guð minn góður” — og sá sjálfan
mig segja „Guð minn góður”. Ég
klóraði mér í kollinum og sá sjálfan
mig gera það sama. Við gerðum allt
samtaka eins og þjálfaðir látbragðs-
leikarar. Við tókumst í hendur og
föðmuðumst. Báðir ungu mennirnir
sögðu að þeim hefði strax þótt vænt
hvorum um annan.
Daginn eftir fundu þeir fleira líkt
með sér. Þeir reyktu sömu tegund af
sígarettum, voru hrifnir af ítölskum
mat og hressilegu rokki. En augna-
blikið, þegar við hittumst fyrst, var
stórkosdegt,” segir Eddy. „Pabbi tók
mynd eftir mynd, foreldrar mínir
ætluðu ekki að trúa sínum eigin
augum. ’ ’
Stundu síðar óku Bobby og Mike
aftur til skólans. Slðar um morguninn