Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 45
43
Vinirnir fjórir vissu að þeir voru í miklum vanda staddir
því œðandifellibylur stefndi beint á skútu þeirra.
IMIÐJUM
EELLIBYLNUM
— Frank Sargeant —
*****
*
*
*
ELLIB YL URINN ALLEN
hefur breytt um stefnu
og er nú á norðurleið. Á
vj}[____-jjj þriðjudaginn fer hann
***** milli Jamaíku og Kúbu.
Vindhraði hefur mælst allt að 300
ktlómetrar á klukkustund'. Skipumog
bátum á þessum slóðum er ráðlagt að
halda s ig í höfn.
Bob Harvey, 47 ára, slökkti á út-
varpinu í Island Princess. Ja, þá var
veðurspáin í gær vitlaus. Fellibylur-
inn var ekki á suðurleið frá Jamaíku
heldur stefndi hann beint á 48 feta
skútuna sem hann var um bcrð í.
Hann fór upp í brúna. ,,Við eigum
von á góðu,” sagði Harvey við skip-
stjórann, Barry Gittelman, 39 ára.
Harvey, Gittelman og binum
tveim í áhöfninni — Matthew , ,Doc”
St. Clair, 36 ára, og Mike Munroe, 34
ára, hafði fundist ferðin byrja vel.
Eftir að þeir höfðu gert tvímöstruðu
skútuna upp í Key West á Flórída
höfðu þeir siglt yfír Flórídasund og
fram hjá Bahama-eyjum á leið sinni
til Belize en þar átti að setja mahóni-
innréttingar í bátinn áður en hanr
yrði afhentur nýja eigandanum.
Það voru þrír dagar síðan Princess
hafði lagt upp í ferðalagið. Það var
þriðjudagsmorgunn, 5. ágúst 1980.