Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 75
INNFL YTJENDUR Á BRETLANDSEYJUM
En það er ekki aðeins að þeldökkir
hírist við þrengsli í lakasta hús-
næðinu heldur njðta þeir líka lakari
menntunar en aðrir; hjá þeim er mest
um atvinnuleysi og kaupið lægst.
Fjölmargir þeldökkir innflytjenda-
unglingar fara mjög ungir að heiman
og „gatan” verður heimkynni þeirra.
Þar ræna þeir því sem þeir þurfa til
lífsviðurværis; þeir ræna frá þjóð-
félagi sem hefur frá upphafi neitað
þeim um full mannréttindi og sóma-
samleg lífskjör. Á stöðum þar sem
blakkir unglingar safnast saman til að
hlusta á tónlist ríkir andrúmsloft
notalegrar samkenndar. En ekki eru
allir jafnhrifnir af þessum stöðum.
Þær raddir verða sífellt háværari sem
segja að þeir séu gróðrarstía fyrir
eiturlyf, glæpi og annan ósóma.
„Þetta fólk vill einfaldlega ekki unna
okkur þess að við séum eins og við
erum,” svara unglingarnir bitrir. En
það sem er kannski skelfilegast af öllu
er það að mestur hluti almennings
lætur sig litlu varða um kjör þessa
fólks: lítur einungis á það sem eitt-
hvert fyrirbrigði, ógnvekjandi og
framandi.
Við núverandi aðstæður hafa Bret-
ar aðeins um þrjá kosti að velja:
1. Reka úr landi alla hörundslit-
aða innflytjendur sem komið hafa á
síðastliðnum 25 árum ásamt afkom-
endum þeirra (alls um það bil 95 pró-
sent af öllum fjöldanum) og á þann
hátt skapa ,,al-hvítt” Bretland. Ekki
eru nein líkindi á því að til svo harka-
legra og ómannúðlegra aðfara muni
73
koma; nema þá að stjórn breska ríkis-
ins falli í hendur einhvers brjálæð-
ings.
2. Leiða í lög að allt þjóðernislegt
misrétti sé ólögmætt en láta mismun-
un viðgangast engu að síður. Fjötrar
fátæktarinnar myndu þá hneppast sí-
fellt þéttar að hörundslituðu fólki og
reiði og bimrleiki í garð hvíta meiri-
hlutans magnast á meðal þeirra. Þessi
hættulega leið hefur í reynd verið
farin af breskum stjórnvöldum (von-
andi ekki gegn betri vitund) á undan-
förnum ámm. Ef framhald verður á
má vel búast við uppþotum og blóð-
ugum átökum*.
3. í rauninni er aðeins um eina
færa leið að ræða. Hún er sú að horf-
ast í augu við þá sagnfræðilegu stað-
reynd að þeldökkir innflytjendur em
þegar sestir að á Bretlandseyjum og
takast síðan á við það verkefni að ná
jafnvægi á milli þeirra aðflutm og
þeirra sem fyrir vom í landinu. Fimm
ára áætlun, sem væri vel útfærð, gæti
hæglega komið húsnæðismálum,
mennmn og atvinnumálum í viðun-
andi horf. En samhliða þessu mætti
ekki auka á vandann með því að leyfa
frekari innflutning fólks í stómm stíl.
Vei gæti verið að afstaða fólks til
þeirra innflytjenda sem þegar em
sestir að í landinu yrði jákvæðari ef
hemill væri hafður á frekari innflutn-
ingi. Útbúa ætti skrá yfir þá ættingja
innflytjenda sem ættu að fá leyfi til
* Það hefúr nú einmitt gerst, samanber óeirð-
irnar í Brixton og víðar á Englandi, fyrr á þessu
ári(þýð).