Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 86
84
URVAL
henni líkaði betur eða verr. Þetta var
gerður hlutur. Að það skyldi gerast
fyrir brúðkaup þótti ekkert
tiltökumál hér.
„Svona fallegur strákur"
Yfir veturinn lokaðist Kumachuk
fjölskyldan inni í litla kofanum sín-
um. Faðir Elsu, Archibald, hafði eytt
löngum tíma í að taka sundur gamla
og slitna mótorinn úr fiskibátnum
sínum. Nú lagði hann mótorinn til
hliðar og tók að bæta netin. Winnie,
mamma hennar, hafði verið svo
heppin að ná í stranga af marglitu
bómullarefni og var að gera sér kjól
til að skrýðast á skemmtunum vetrar-
ins.
Hún þóttist góð að búa í alvöru-
húsi frekar en tjaldi eða snjóhúsi og
litaðist um hvað eftir annað. Svo sló
hún sér á lær með ánægjusvip. Lánið
lék við hana. Litli bróðir Elsu,
Lawrence, sat við kassa á hvolfí og
lærði lexíurnar sínar, endurtók búta
úr undarlegum fræðum sem kennd
voru í skólanum.
Thaddeus gamli afi sást aldrei
öðruvísi en hann væri að tálga litlar
eftirmyndir þess sem var í gamla daga
í mjúkan stein, eins og hann yrði að
bjarga minningunni um horfna tíð
frá glötun. Stundum var hann lang-
timum saman djúpt hugsi og sagði
engum frá því sem hann hugsaði, og
að þessu leyti tók Elsa nú að líkjast
honum meir og meir. Hún sat hljóð,
eins og lítið dýr í híði, og sýndist ekki
hafa áhuga á nokkrum sköpuðum
hlut.
Þegar tími hennar kom gekk hún
inn í þorpið og þar, á litla spítalanum
sem Mademoiselle Bourgoin rak,
fæddi hún án þess að gefa frá sér
hljóð. Hún var með undarlegan svip á
andlitinu og starði stöðugt upp í
loftið. Svo, allt í einu, breyttist allt
fyrir henni.
,,Sjáðu hann,” sagði Mademoi-
selle Bourgoin og rak drenginn næst-
um með valdi upp í fangið á henni.
, ,Svona fallegur, lítill strákur!
Elsa leit á hann. Svipurinn á henni
minnti á himininn yfír heimkynni
hennar þegar hann hefur lengi verið
auður og enginn vindblær og svo, eins
og þegar fyrstu maríutásurnar koma
og andvarinn gerir vart við sig, komu
fyrstu farfuglarnir úr suðri. Sálin, sem
svo lengi hafði verið í burtu, skein nú
aftur úr augunum — enn stærri, ást-
ríkari og full af aðdáun.
Um leið og hún sá þennan dreng,
með ljósu augun og föla hárið sem
hafði komið úr henni sjálfri, svona
dökkri, fann hún hvernig ástin
hvolfdist yfir hana. Og engin orð fá
lýst aðdáun hennar þegar hann um
sex mánaða aldur náði fullri fegurð
sléttrar spékoppabernsku.
Augun voru blá eins og himinninn
sem stundum glittir í milli snjó-
þrunginna aprílskýja. Hárið, silki-
mjúkt og fíngert eins og dúnn á
andarunga, var farið að síkka. Elsa
undi tímum saman við þann unað að
vefja það um fíngur sér eins og