Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 106
104
URVAL
fékkst til að vinna í tvo eða þrjá daga.
Það eina sem hún vildi var að fá að
kaupa sér frið til að gera ekkert, bara
vera við ána og fínnast hún eitt með
henni, frjáls og óhindruð . . .
Rödd af himnum
Til þess að skilja það sem gerðist
dag einn undir 1970, þegar Elsa var
fertug, verður lesandinn að vita að
fólkið í Fort Chimo hlustar oft á
raddir þeirra sem ferðast um himin-
inn. Þar er mikil umferð flugvéla yfír.
Stundum þekkir einhver í áhöfninni
einhvern 1 þorpinu eða einmana flug-
maður ávarpar í leiðindum sínum
húsaþyrpinguna sem hann sér fyrir
neðan sig. Svo það sem gerðist var út
af fyrir sig ekkert undur. Það sem
vakti athygli var að heyra svo marga
einstaklinga ávarpaða með nafni með
röddu með amerískum hreim.
,,Halló, Fort Chimo,” byrjaði
röddin. Svo kom nafnaruna, gegnum
truflanaskellina.
„Thaddeus, gamli, góði
Thaddeus! Ertu enn á lífi, að gera
litlar og sætar steinmyndir?
Ian, ég heilsa þér, Ian frændi. Líka
ykkur hjá Hudsonflóafélaginu, þér,
lögga, lög og regla — að ógleymdum
kennaranum.”
Fólkinu fannst það lítið og ómerki-
legt þvl það var eins og röddin væri að
gera gys að því. En svo þóttist það
heyra undirhyggjulausan hlátur, eins
og einhver ungur maður væri einfald-
lega að skemmta sér.
Meðan þessu fór fram flaug banda-
rísk könnunarflugvél frá hernum lágt
yfír þorpinu eins og flugmaðurinn
væri að hafa uppi á kennileitum.
Sumir hvítu mannanna áttu sjálfír
talstöðvar, ekki bara móttökutæki.
Einn þeirra var faðir Eugéne í
kaþólsku trúboðsstöðinni. Nú greip
hann fram í: ,,Hver ert þú sem lætur
eins og þú þekkir alla hér? ’ ’
Það varð aðeins þögn, fyrir utan
truflanirnar, en svo kom eins og úr
fjarska: ,,Er þetta ekki faðir Eugéne?
Hvernig gengur hjá þér, padre?”
„Ágætlega, þakka þér fyrir,”
svaraði presturinn. ,,En þú getur
ekki verið annar en . . .”
. . . „bandarískur herflugmaður
sem fer með friði,” svaraði röddin.
, .Hvaðan? Ég er rétt að koma úr
stríðinu í Víetnam þar sem ég fékk
nægju mína af stríði, trú mér til.
Hvert ég sé að fara? Þessa stundina í
ferð út yfír heimskautasvæðið og þess
vegna er ég á leið yfír þennan
athyglisverða stað. ”
Þeir sem hlustuðu heyrðu tvö and-
vörp mætast í miðju lofti. Svo sagði
faðir Eugéne: „Dauðinn hefur haft
sína uppskeru hér líka. Thaddeus er
dáinn fyrir allmörgum árum. Ian er
talinn látinn. Hinir eru að deyja úr
einmanaleika. Hefur þú nokkurn
tíma hugleitt það hve dapurt og
fánýtt lífið hér getur orðið? ’ ’
Flugvélin hafði geyst upp í loftið
eins og til að fljúga burtu. Nú kom
hún æðandi niður eina ferðina enn,
yfír gamla einingahúsið.