Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 11
ÞRÍBURAR OG VISSU ÞAÐ EKKI
9
lögfræðingur, , ,veittu mér alla þá ást
og umhyggju sem ég þarfnaðist’ ’.
„Bobby sagði ekki eitt einasta orð
fyrr en hann varð fjögurra ára,” segir
Elsa Shafran, sem nú er komin á eftir-
laun. ,,En þegar hann fór að tala
notaði hann langar setningar og hann
kvað skýrt að. „Morton Shafran læknir
bætir við ánægður: „Annars var hann
bráðger og athafnasamur og kvikur á
fæti.” Þessir eiginleikar skildu hann
dálítið frá öðrum, það var eins og
hann vantaði eitthvað. Síðastliðið
haust fann svo Bobby það sem hann
vantaði.
Þann 3. september innritaðist
Bobby í háskóla í New Yorkfylki í allt
öðrum hluta en hann var alinn upp í.
Eftir að hafa komið sér fyrir á svefn-
stað sínum í skólanum fór hann að
reika um búðirnar. ,,Ég er félags-
lyndur,” segir hann, ,,og ég sagði
halló, hvernig hefurðu það? við
alla.”
Margir nemendur komu og slógu í
bakið á honum og sögðu: „halló,
Eddy, hvernig líður þér? ’ ’
Bobby brosti: „Vel, strákar, en ég
erekki Eddy.”
„Nei, ertu það ekki — prakkarinn
þinn.”
Næsta dag héldu þessar furður
áfram. „Ég varð yflr mig hlessa.
Stelpurnar föðmuðu mig og kölluðu
mig Eddy.” Hann sýndi þeim
ökuskírteinið sitt sem sannaði að
hann var Robert Shafran en þær
trúðu engu. Ein sagði honum meira
að segja hvar hann hefði fæðingar-
blett sem alls ekki var í augsýn
almennt. Hann varsteinhissa.
Vafalaust ég
Annað kvöldið, sem hann var þama,