Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
dollara sem áttu að vera þeir síðustu.
Hún var fimm mánuði að átta sig í
það skiptið. Hún sagðist hafa óreglu-
legar tíðir sem yrði að koma lagi á
áður en hún færi frá Japan.
Uppgefinn bað pabbi Nakamura að
koma því I kring að nafn hennar væri
strikað út af listanum.
HANA VAR SNOTUR tvítug
stúlka. Pabbi hresstist. Hann sendi
peningana. Svar hennar setti
Nakamura í klípu og hann eyddi
drjúgri stund I að ræskja sig og koma
hálsinum í lag. Hann dæsti tvisvar
áður en hann las lýsingu Hana á því
hve hún hlakkaði til að hitta pabba í
bólinu. ,,Ég engist sundur og saman
af óþoli hverja nótt eftir að gefast
þér,” las Nakamura.
Pabbi leit nokkrum sinnum upp
áður en augu þeirra mættust. Svo
komu kippir í andlitin. Þeir bitu á
jaxlinn. En allt kom fyrir ekki. Þeir
skellihlógu. Lostafull kona var ekki
það sem pabbi sóttist mest eftir núna
þegar hann var 43 ára gamail. Þess
vegna var nafn Hana strikað út af list-
anum og í þetta sinn auglýsti pabbi
eftir þroskaðri konu, ekki yngri en 33
ára.
Aldur mömmu var innan þess
ramma er pabbi óskaði eftir svo að
hún svaraði strax. Hún skrifaði að þó
hún væri kaupmannsdóttir væri hún
viljug að vinna á býli pabba. Hún
hefði gaman af að annast um gróður
og sjá hann vaxa.
Pabbi játaði að hann hefði aðeins
verið tvö ár i skóla. Hann sagði ekki
að Nakamura semdi bréfin fyrir hann
og þess vegna áleit mamma þetta
ekki satt. Hún brosti að hæversku
hans og varð ástfangin af þessum
sjálfmenntaða eiginmanni sínum.
Faðir hennar, sem var ánægður með
að losna við hana. lagði áhersiu á að
hún segði pabba ekki frá fortíð sinni
fyrr en hún væri komin til hans.
Hann bjóst við að ef hann vissi sann-
leikann myndi hann skilja við hana.
En leyndarmálið lá þungt á henni.
Frá þeim tíma er hún varð ófrísk
hafði hún ekki haft frið fyrir aðkasti
skólakrakka og kjaftæði húsmæðra
hvar sem hún birtist. Hún var farin að
halda að allt sitt líf yrði hún að vera
eins konar úrhrak í þjóðfélaginu.
Nú eygði hún í fyrsta skipti von um
að dagdraumar hennar um ást og
heimili gætu uppfyllst. Hingað til
hafði það ekki verið hlutskipti
hennar. í samfélagi sem ekki fáraðist
yfir mistökum hennar myndi hún nú
hljóta virðingu sem eiginkona auðugs
bónda. Síðar myndi hún senda eftir
synisínum, 17áragömlum.
PABBI FÖR NIÐUR að hafnar-
bakka klukkan sex um morguninn.
Mamma var meðal þeirra síðustu sem
fóru frá borði. Pabbi gekk fram, tók
ofan og hneigði sig, með hendur
beinar niður með síðum. Mamma
hneigði sig ennþá dýpra.
Meðan hann spurði hana um
ferðina virti hann hana forvitinn fyrir
sér. Hún var með bjarta húð og