Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 34

Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 34
32 ÚRVAL dollara sem áttu að vera þeir síðustu. Hún var fimm mánuði að átta sig í það skiptið. Hún sagðist hafa óreglu- legar tíðir sem yrði að koma lagi á áður en hún færi frá Japan. Uppgefinn bað pabbi Nakamura að koma því I kring að nafn hennar væri strikað út af listanum. HANA VAR SNOTUR tvítug stúlka. Pabbi hresstist. Hann sendi peningana. Svar hennar setti Nakamura í klípu og hann eyddi drjúgri stund I að ræskja sig og koma hálsinum í lag. Hann dæsti tvisvar áður en hann las lýsingu Hana á því hve hún hlakkaði til að hitta pabba í bólinu. ,,Ég engist sundur og saman af óþoli hverja nótt eftir að gefast þér,” las Nakamura. Pabbi leit nokkrum sinnum upp áður en augu þeirra mættust. Svo komu kippir í andlitin. Þeir bitu á jaxlinn. En allt kom fyrir ekki. Þeir skellihlógu. Lostafull kona var ekki það sem pabbi sóttist mest eftir núna þegar hann var 43 ára gamail. Þess vegna var nafn Hana strikað út af list- anum og í þetta sinn auglýsti pabbi eftir þroskaðri konu, ekki yngri en 33 ára. Aldur mömmu var innan þess ramma er pabbi óskaði eftir svo að hún svaraði strax. Hún skrifaði að þó hún væri kaupmannsdóttir væri hún viljug að vinna á býli pabba. Hún hefði gaman af að annast um gróður og sjá hann vaxa. Pabbi játaði að hann hefði aðeins verið tvö ár i skóla. Hann sagði ekki að Nakamura semdi bréfin fyrir hann og þess vegna áleit mamma þetta ekki satt. Hún brosti að hæversku hans og varð ástfangin af þessum sjálfmenntaða eiginmanni sínum. Faðir hennar, sem var ánægður með að losna við hana. lagði áhersiu á að hún segði pabba ekki frá fortíð sinni fyrr en hún væri komin til hans. Hann bjóst við að ef hann vissi sann- leikann myndi hann skilja við hana. En leyndarmálið lá þungt á henni. Frá þeim tíma er hún varð ófrísk hafði hún ekki haft frið fyrir aðkasti skólakrakka og kjaftæði húsmæðra hvar sem hún birtist. Hún var farin að halda að allt sitt líf yrði hún að vera eins konar úrhrak í þjóðfélaginu. Nú eygði hún í fyrsta skipti von um að dagdraumar hennar um ást og heimili gætu uppfyllst. Hingað til hafði það ekki verið hlutskipti hennar. í samfélagi sem ekki fáraðist yfir mistökum hennar myndi hún nú hljóta virðingu sem eiginkona auðugs bónda. Síðar myndi hún senda eftir synisínum, 17áragömlum. PABBI FÖR NIÐUR að hafnar- bakka klukkan sex um morguninn. Mamma var meðal þeirra síðustu sem fóru frá borði. Pabbi gekk fram, tók ofan og hneigði sig, með hendur beinar niður með síðum. Mamma hneigði sig ennþá dýpra. Meðan hann spurði hana um ferðina virti hann hana forvitinn fyrir sér. Hún var með bjarta húð og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.