Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 15
ÞRÍBURAR OG VISSU ÞAD EKKI
13
ára og hann langar til að verða hótel-
stjóri. Eddy langar til að verða læknir.
Þeir hringja hver í annan eða hittast
oft á dag og eru oft saman á heimili
einhvers þeirra.
,,Þeir em svo hamingjusamir,”
segir Shafran og brosir. ,,Það er eins
og þeir séu að ná upp þessum nítján
ámm sem þeir hafa verið aðskildir.
Það veldur dálítilli spennu. Ég vona
bara að þeir láti þetta ekki hafa áhrif
á námið og takmörkin sem þeir hafa
sett sér. Það dugar engum til fram-
dráttar að vera þríburi. ’ ’
Drengirnir segjast ekki hafa áhuga
á að vita hverjir raunvemlegir for-
eldrar þeirra em. „Kannski ieynist
forvitni einhvers staðar innst inni en
það kemur málinu ekki við,” segir
Eddy.
Bobby bætir við: ,,Kona ól okkur.
Við þökkum það. Hún sá til þess að
við kæmumst á góð heimili, við
þökkum það einnig. En við eigum
allir greinda foreldra sem önnuðust
okkur og stóðu með okkur í gegnum
þykkt og þunnt. Þeir em okkar raun-
vemlegu foreldrar. ’ ’
Og um það em þríburarnir
sammála. ★
Ég var að ljúka störfum og á leið aftur að bílnum þegar einhver kall-
aði til mín. „Póstur!” var hrópað. Ég leit við og sá mann nálgast með
hund í bandi. Ég gekk til móts við hann en það hann að halda vel
í hundinn.
„Hundurinn,” sagði hann. ,,Það er allt í lagi með hundinn. Hann
gerir ekki flugu mein. ’ ’
,,Það er ekki rétt að ögra þeim,” sagði ég.
,,Nei, það er sagt að hundum sé sérlega uppsigað við póstburðar-
menn,” sagði maðurinn en hundurinn þefaði í ákafa af buxunum
mínum og skónum.
,,Hvað vildirðu mér?” spurði ég eftir nokkra þögn.
,,Svo sem ekkert,” sagði maðurinn. ,,í fyrradag kom maður að lesa
af rafmagnsmælinum og nú hefur hann kært og segir að hundurinn
hafi bitið sig. Mig langaði bara til að sannfærast um hvernig hundur-
inn tekurókunnugum.” A.J.Zubek