Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 126
124
URVAL
ungunarvél og í henni gaf að líta þrjú
fálkaegg svo ekki varð um villst. Peter
Robinson drð gluggatjöldin fyrir svo
dimmra yrði í herberginu. Því næst
stakk hann í samband litlum lampa
sem hann hafði haft meðferðis.
Lampi þessi gaf frá sér útfjólublátt
ljós og þegar hann lét það skína á
eggin komu stafir strax í ljós á eggja-
skurnunum; staflrnir sem Sue Harper
hafði skrifað á eggin með ósýnilegu
bleki þegar þau voru í hreiðrinu. Það
þurfti ekki framar vitnanna við og
Peter Robinson tók eggin þegar í sína
vörslu og gerði útungunarvélina upp-
tæka. Hann vafði eggin í bómull og
kom þeim fyrir í sérstakri pappaöskju
sem hann hafði með sér. Hægt var að
halda hita inni í öskjunni um skamm-
an tíma með því að setja mátulega
heitt vatn á glerflöskur sem komið var
fyrir á botninum. Þessu næst var för-
inni heitið til Sandy en þangað var
um fjögurra klukkustunda akstur.
Þar sem eggin höfðu verið burt úr
hreiðrinu i hálfan mánuð, næstum
því helming þeirra 30—32 daga sem
það tekur að unga þeim út, var það
nú gersamlega ómögulegt að setja
þau aftur í hreiður og láta þau ungast
út þar. Það varð að halda áfram með
gerviútungun.
Á daginn hafði Peter Robinson
eggin hjá sér á skrifstofunni (í útung-
unarvéljohn Lunds) svo að hann gæti
fylgst náið með hita- og rakastigi á
þeim. Á hverju kvöldi vafði hann
eggjunum í bómull og hafði þau
síðan í pappaöskjunni góðu á leiðinni
heim. Þegar heim kom setti hann þau
enn á ný í útungunarvél sem hann
hafði þar.
Sá dagur sem áætlað hafði verið að
ungarnir myndu skríða úr eggjunum
leið án þess að nokkuð bólaði á þeim.
Enda þótt Peter Robinson væri dálítið
vonsvikinn var hann samt alls ekkert
undrandi. Taka eggjanna úr hreiðr-
inu og það hnjask sem óhjákvæmi-
lega fylgdi flutningnum gat hafa
skaðað eggin. En svona til vonar og
vara, ef vera kynni að eitthvert líf
leyndist enn í eggjunum, lét hann
þau vera áfram í útungunarvélinni.
Þremur dögum síðar, þann 19.
maí, þóttist Penny Brown, ritari Peter
Robinsons, heyra einhver hljóð frá út-
ungunarvélinni. Hún hætti að vél-
rita, gekk að útungunarvélinni og
laut yfir eggin. Dauft hljóð, ákaflega
líkt því sem fullorðinn fálki gefur frá
sér, kom frá einu eggjanna. Penny
líkti eftir hljóðinu og svar kom úr
egginu. Brátt var allt starfsfólkið á
skrifstofunni komið í hóp 1 kringum
vélina og spennan jókst stöðugt. Um
fimmleytið byrjaði skurnin að brotna.
Andartaki slðar var hraustlegur fálka-
ungi skriðinn út í heiminn. Hann var
þegar skírður Penny í höfuðið á ritar-
anum; og hann var eini unginn sem
kom úr eggjunum.
Næstu daga fóðraði Peter Robinson
Penny á hráum kjöttægjum og notaði
til þess augnaháraplokkara konu
sinnar. Þrem dögum síðar opnuðust
augu Penny ( sem til þessa höfðu