Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 105
HVÍTUR ESKIMÓADRENGUR
103
spyrjandi á hana flýtti hún sér í burtu
og drúpti höfði með sektarsvip.
Eftir aðra vökunótt herti hún sig
upp og spurði verkstjórann í flugskýl-
inu. Einhvern rámaði í að hafa séð
Jimmy í fyrrakvöld við vélina sem var
að fara.
Það var vel líklegt að hann hefði
falið sig í flutningnum sem settur var
um borð. Ef svo var hefðu yfirvöld í
áfangastað flugvélarinnar átt að finna
hann. Og einmitt þetta kvöld fékk
lögreglumaðurinn boð um að Jimmy
hefði fundist í Roberval, meira en
þúsund kílómetrum sunnar, þar sem
hann hafði vakið á sér athygli með
sérstakri ákefð í spilavélar og tilraunir
til að komast inn í hópa ungs fólks.
Hann hafði meira að segja elt fólkið á
götum úti.
Elsa var komin út á flugvöll
nokkrum klukkustundum áður en
vélin sem fluttijimmy til baka átti að
lenda. Svo kom Jimmy út úr flug-
vélinni. Það var eins og hann hefði
elst um tíu ár. Ennið var hrukkað,
munnurinn samanbitinn og það
leyndi sér ekki að honum þótti Elsa
hafa svikið hann, það væri henni að
kenna að hann var nú fluttur hingað
aftur með valdi. Þá vissi hún að hann
var henni glataður og það væri aðeins
tímaspurning hvenær honum tækist
til fulls að flýja.
Næsta ár stóð hann sig betur.
Hann hlýtur að hafa farið beint til
stórrar borgar, kannski Montreal, þar
sem hann blandaðist meira í fjöld-
ann. Mánuðir liðu og ekkert spurðist
til piltsins. Jimmy hafði látið kvisast
að hann ætlaði sér að komast til
Bandaríkjanna.
Og Elsa ímyndaði sér að hann
hefði loks náð til lands hermannanna
úr setuliðinu og fundið jafningja sína
— menn sem allir voru hávaxnir,
sterkir og hamingjusamir. Seinna var
hún handviss um að hann hefði
gengið í herinn og orðið hermaður
eins og pabbi hans.
SMÁM SAMAN TÖK lífsmynstur
Elsu að rakna í sundur. Hún
hafði glatað tilganginum í lífi sínu,
því sem gaf því þýðingu. Hún hafðist'
ekkert að langtímum saman og
dreymdi endalausa dagdrauma sem
sennilega voru hennar upprunalega
eðli þótt skefjalaus móðurástin hefði
knúið hana til annars.
Hún hætti næstum alveg að
sauma. Eftir nokkra mánuði, þegar
hún átti ekki lengur málungi matar,
seldi hún saumavélina sína, síðan
fínu ullarteppin og gluggatjöldin.
Loks flutti hún úr húsinu. Hún
fann í eskimóaþorpinu kofa sem
staðið hafði auður í nokkur ár. Hún
lappaði lítið eitt upp á hann og flutti
inn. Hún þurfti ekki að taka tillit til
annarra. Thaddeus var allur. Winnie
var öll. Ian var horfinn án þess
nokkur vissi hvort hann hefði komist
til Baffinseyjar eða ekki. Archibald og
Lawrence létu sjaldan til sín heyra.
Það var aðeins þegar hún var alveg
orðin uppiskroppa með mat að hún