Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 32

Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 32
30 sætar kartöflur. Regnið var líka fátæk- legt árið eftir. Árið eftir, þegar flestir vinnandi menn voru farnir til borgarinnar til að leita sér að starfi og stúlkurnar höfðu verið seldar á geishuhús, kom sendi- maður sem dásamaði fyrir pabba eiginleika Kaliforníu sem átti að vera land gulls og tækifæra. Pabbi hét Matsu því að hann myndi vinna þar eins og þræll í þrjú ár, í allra mesta lagi fimm, spara saman peningana sína og snúa aftur auðugur maður. Hann myndi varpa ljóma á Kato nafnið og engan í hans fjölskyldu myndi framar skorta hrísgrjón. Matsu grét þegar pabbi fór upp I hestvagninn sem flutti hann á brautarstöðina í Kumamoto City. Hróp hennar: ,,Við sjáumst aftur,” líktist meira bæn en vissu og fylgdi honum þessar þrjár vikur sem sjóferðin til San Francisco tók. PABBI FÓR AÐ vinna við lagningu járnbrautarteina. Hann lét langan vinnudag og mikið erfiði ekki á sig fá. En tvisvar í mánuði næstu sex árin stundaði hann fjárhættuspil, drykkju og kvennafar í borgunum milli San Francisco og Denver og safnaði því engu fé. Áður en samningurinn rann út var komið með nýjan samning til hans sem hann varð að undirrita vegna féleysis. Hann skammaðist sín fyrir að geta ekki sent ÚRVAL neina peninga heim svo að hann skrifaði Matsu ekki. Svo gafst hann upp á þessu líferni og fór að safna peningum. Hann vann við uppskerustörf í Kaliforníu. Fjórum árum síðar hóf hann búskap í Santa Barbara. Ölífulundurinn og grænmetisræktin sem hann kom þar upp voru til sóma en hann þráði félagsskap. Hann vantaði konu. Á fjórum árum heppnaðist pabba að spara saman 1000 dollara vegna þess hve reglusömu lífi hann lifði og jarðyrkjan gaf vel af sér. Þetta var sú upphæð sem japanska innflytjenda þjónustan vildi fá fyrir leyfi sem heimilaði manni að flytja inn brúði frá Japan. Pabbi gat naumlega klórað nafnið sitt eða lagt saman. Það tók hann tvo daga að koma saman bréfi. Hann ók þess vegna vagninum sínum til Santa Barbara til að hitta Nakamura sem var bréfritari að atvinnu. Pabbi sagði honum að hann vildi að Matsu kæmi til Ameríku og gaf honum heimilisfang hennar. Nakamura skrifaði í tíu mínútur. Hann rétti bréfið til pabba sem samþykkti það og borgaði honum 3 dollara. Þrem mánuðum síðar fór hann aftur til Nakamura og hafði með sér svarbréf frá Matsu. Bréfið frá pabba hafði fengið mikið á hana. Þar sem hún hafði haldið að pabbi væri dáinn hafði hún látið þurrka nafn sitt út af ættarskrá Kato fjölskyldunnar og gifst bónda í nágrenninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.