Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 29
PENSLÍN-OFNÆMI?
Verulegur hópur fólks telur sig
hafa ofnæmi fyrir penslíni án þess að
svo sé í raun og veru, segir í frétta-
bréfi læknaskólans í Harvard. Yfír-
leitt er hér um að ræða fólk sem á
bernskuárum fékk penslín við smit-
næmum sjúkdómum sem eðli sínu
samkvæmt valda útbrotum. Undra-
lyfinu var svo kennt um útbrotin i
staðinn fyrir það sem með réttu olli
þeim — þar sem útbrot eru dæmi-
gerð vísbending um ofnæmi.
Ný próf til að koma upp um pens-
lín-ofnæmi hafa staðfest þetta. í
einni rannsókn voru prófuð 300 börn
sem sagt hafði verið að hefðu ofnæmi
fyrir penslíni. Aðeins 19% þeirra
sýndu raunveruleg ofnæmisviðbrögð.
Þau sem ofnæmi höfðu fengu útbrot,
bóigu í hálsi, liðaverki og andþyngsli.
Hver sá sem fær þessi einkenni með
töku penslínlyfja ætti sannarlega að
sneiða hjá þeim. En þegar penslín er
það sem verulega þarf með ætti ekki
að taka ofurlítil útbrot á liðnum árum
sem síðasta orð í því dæmi.
LJr Chicago Tribune
NÝ TÆKNITIL AÐ
OPNA ÖNDUNARVEG
Ný, einföld og því nær blæðinga-
laus aðferð til að opna barka, þegar
annars er hætta á köfnun, virðist ætla
að taka við af þeirri eldri sem fólgin
var í því að skera verulegan barka-
skurð og krafðist sérfræðingsaðgerðar.
Þessi nýja aðferð er fólgin í því að nál
er rekin í gegnum barkann og gatið
síðan víkkað út í svo sem sentímetra
þvermál og slöngu stungið í það.
Það var Frederic J. Toye, tauga-
skurðlæknir í Kaliforníu, sem lýsti
þessari aðferð í bandaríska skurð-
læknaskólanum og sagði hana svo
einfalda að hvaða slysastofulæknir
sem væri gæti gert hana á minna en
hálfri mínútu. Til samanburðar má
geta þess að hin hefðbundna skurðað-
gerð tekur upp í 45 mínútur og skilur
óhjákvæmilega eftir sig ör sem er að
minnsta kosti tveir og hálfur sentí-
metri að lengd.
Hingað til hefur Toye notað þessa
nýju aðferð á rúmlega 50 sjúklinga og
allt hefur gengið vel.
U.S. News & World Report
HVERNIG MÁ ÞÁ
NOTA TÖBAKIÐ?
Munn- og neftóbak, sem nú er
farið að kalia „reyklaust” tóbak á
flnu máli úti í löndum, kann að valda
munn- og hálskrabba, segir The New
England Journal of Medicine. Þessi
viðvörun er reist á skýrslu frá Norður-
Karólínu, þar sem 30% kvenna á
ákveðnu svæði um mitt ríkið taka
reglubundið t nefíð. Munn- og háls-
krabbi meðal þessara kvenna er fjór-
um til fímmtíu sinnum algengari en
almennt gerist.
Þetta vandamál hefur lengi verið
viðloðandi í löndum eins og Ind-
landi, Kína og Thaílandi þar sem
munn- og neftóbak hefur lengi og
stöðugt verið notað. Á þessum
stöðum eru dauðsföll af völdum ofan-