Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 55
EJNS OG HUNDUR OG KÖTTUR
þokaðist virðulega fram eftir mið-
ganginum söng kórinn af fullum
hálsi sálm sem organisiinn okkar
hafði gert lag við. Smekkur dómpró-
fastsins fyrir leikhúsi var ósvikinn eins
og áður. Framúrskarandi í hlutverki
sínu og messuklæðunum þakkaði
hann gjafirnar af einstöku lítillæti og
blessaði gefendurna.
Síðastir í röðinni voru fjórir drengir
frá dómkirkjuskólanum með stóra
silfurskál fulla af hnetum. í þann
mund sem þeir véku til hliðar, tveir
og tveir, þannig að dómprófasturinn var
einn á altariströppunum, skaut
upp skugga við fætur hans sem hvarf
nær samstundis, eiginlega áður en við
sáum hvað var að gerast.
Dómprófasturinn beygði sig niður
og tók upp dauða hagamús og lagði
hana hátíðlega til hliðar eins og aðrar
gjafir. Gefandinn var farinn og þess
vegna engum að þakka. En þegar
dómprófasturinn yfirgaf kirkjuna
eftir guðsþjónustuna stansaði hann
fyrir utan forkirkjuna. Öllum tib
undrunar var hann enn í skrúðanum,
teinréttur og áhugasamur — tákn
kirkjunnar um vald til að vernda og
blessa, jafnvel hinn auðmjúkasta
þjón hennar.
★
Notkun ólöglegra vímugjafa og fíkniefna fer nú greinilega minnk-
andi hjá ungu fólki í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í rannsókn á
þessum málum sem gerð var meðal fólks í framhaldsskólum I Banda-
ríkjunum. Þótt enn sé mjög mikið um notkun fyrrgreindra efna telur
formaður könnunarinnar, Lloyd Johnston hjá University of Michi-
gan, ástæðu til að segja: ,,Hin hrikalega aukning sem átt hefur sér
stað tvo síðustu áratugi I hlutfalli við fjölda ungs fólks, sem flækist í
notkun vímugjafa og fíkniefna, sýnist nú vera I þann veginn að enda
eða enduð.”
I fyrsta sinn síðan könnunin hófst, en hún hefur staðið síðan 1975,
hefur dagleg notkun á maríjúana, sem er langsamlega mest notaða
efnið af þeim sem hér um ræðir, minnkað. Lækkunin nemur 12%.
Notkun á rokefnum (efnum sem neytendur anda að sér) og ofskynj-
unarefnum svo sem PCP hefur einnig minnkað, og sú minnkun sem
áður var orðin á notkun barbítúrata og róandi lyfja heldur áfram.
Notkun á kókaíni, sem nærri tvöfaldaðist milli áranna 1975 og 1979,
virðist hafa stöðvast í því marki.
Vísindamennirnir I Michigan þakka þessa gleðilegu breytingu
fréttum um uggvænlegar niðurstöður rannsókna á neyslu maríjúana
og hass, vaknandi vitund um heilbrigt líferni meðal ungs fólks og
vaxandi andstyggð á notkun fíkniefna og vímugjafa I kjölfar þessa.
Úr New York Times