Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
sviplaust, hálfpartinn úti á þekju eftir
að hafa starað lengi út á ána.
Hún hafði líka séð flugvélina. Hún
hafði komið æðandi yfir hana og hún
hafði grúft sig upp að klettinum með
handleggina fyrir eymnum til að
deyfa hávaðann.
Nú fannst henni að hún hefði
skynjað vinsamlega návist í þessari
flugvél. Og það var ekki aðeins að
hún tryði því sem nágrannarnir sögðu
henni heldur taldi hún að sannleikur-
inn tæki langt fram því sem þeir
hefðu rifjað upp. Þessi undursamlegi
atburður kom henni engan veginn á
óvart. Drengurinn hennar sem hafði
borist henni svo að segja af himnum
og himinninn hafði hrifið frá henni
afrnr hafði afmr átt leið um á
himnum. Þetta var allt í samhengi.
Þaðan í frá lifði hún að kalla ein-
göngu til að láta segja sér frá þessu
atviki. Hún kom inn í einn kofann
eftir annan og hungraði í söguna
aftur í von um að eitthvert áður
gleymt smáatriði kynni að koma fram
í dagsljósið.
Einn daginn minnti einhvern að
röddin hefði sagt: „Þetta er Jimmy
Kumachuk og ég er að tala við Elsu
Kumachuck.” Hún hljóp á dyr til að
njóta þessara tíðinda í friði, gekk með
ánni svo klukkustundum skipti og
ætlaði aldrei að róast aftur.
Ein var sú spurning sem hún bar
þráfaldlega fram, aftur og aftur:
, ,Heyrðist ykkur að honum liði vel?”
Sumir lém vonir hennar ef til vill
hafa áhrif á sig og sögðu já, yflrleitt
hafði röddin virst rödd ungs manns
sem enn væri hamingjusamur. Og
þeim fannst svarið réttlætt þegar þeir
sáu andlitið á Elsu sléttast og minna
dálítið á þá Elsu sem var.
En faðir Eugéne hristi höfuðið. í
hans huga var röddin grobbin og
benti til þess að ungi maðurinn væri
tilfinningakaldur og harðlyndur. Elsa
spurði hann aldrei framar. Hún
hélt áfram að spyrja hina. Vom þeir
vissir um að þetta hefði verið Jimmy?
Hafði hann nokkuð sagt um það
hvort hann myndi koma þessa leið
aftur? Hvort hann myndi lenda ein-
hvern tíma? Smám saman fór fólk að
svara hverju sem því sýndist bara til
að hugnast Elsu.
En henni var nauðsynlegt að vita
hverju hún átti að trúa. Ef drengur-
inn hennar ætlaði að koma aftur
mátti hún engan tíma missa til að
búast undir komu hans. Hún yrði að
flytja aftur í stjórnarhúsið, sem enn
stóð autt, mála það og afla húsgagna
og eignast frambærilegan kjól. Þegar
henni var hugsað til þessa átaks starði
hún örmagna á fólkið eins og hún
vildi spyrja það hvort ekki væri betra
að drengurinn hennar vitjaði móður
sinnar aðeins í draumum hennar.
Fleiri mánuðir liðu og síðan árin.
Loks minntist enginn á þetta lengur.
HELMINGURINN AF TÖNNUN-
UM var horfínn, bakið eins og
beygður bogi, hægra augað klemmt
aftur. Dálítill hjúpur af sígarettureyk
umlukti hana ævinlega. Hún eigraði