Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 23
NIDUR YANGTZE
21
40 kílómetra langt og liggur fram hjá
skógi vöxnum fjallstindum og síðast
er það Hsiling-gljúfur en þar eru
flúðir sem sjómenn óttast mikið.
Nú er straumurinn orðinn meiri en
áður. Hávaðinn eykst, beljandinn í
ánni er ógnvekjandi þegar hún brýst
yfir flúðir og grynningar. East Is Red
þeytist áfram, líkast korktappa, þótt
skipið sé 1490 tonn, og hraðinn
kemst í níu hnúta.
Við förum fram hjá Þrepum Meng
Liangs en þau draga nafn sitt af
ættingja hershöfðingja af Sung-
ættinni sem með leynd lét höggva
þrep í 500 feta háan klett í þeim
tilgangi að reyna að ná niður af klett-
inum líki liðsforingja sem svikráður
embættismaður hafði myrt. Skammt frá
þrepunum sjáum við fyrstu Yangtze-
slóðana. Eftir þessum mjóu slóðum,
sem grópaðir em í hlíðamar, gengu
endur fyrir löngu óteljandi menn —
naktir, ættsmáir dráttarmenn sem
bundnir voru við kaðla er lágu út í
junkur sem þeir drógu upp eftir ánni
fram hjá grynningum og flúðum.
Eftir því sem fjölgað hefúr
vélknúnum förum hefur drátt-
armönnum þessum fækkað en
samt sem áður stunda enn um 2000
menn þetta starf sitt. Það tekur þá
mánuð að draga junku sömu leið og
East Is Red siglir á tveimur dögum.
Þrátt fyrir það að árstjórnin hafi
Forn pagóða hangir utan í klettunum
á norðurbakka Yangtze í nánd við
Wan-hsien,
látið fara fram ýmsar lagfæringar við
Yangtze á síðustu árum er þetta
mjög hættuleg siglingaleið. og
hættulegasti hlutinn er gljúfrin
þrjú. Þegar við nálgumst síðasta
gljúfrið er mér boðið að koma upp í
brú. Á meðan áhöfnin siglir East Is
Red fram hjá grynningunum ríkir
Hliðdjöfulsins íHsiling-gljúfrinu.
mikil spenna. Einn fjögurra skip-
stjóra um borð víkur ekki frá stýrinu.
Stundum krýpur hann á kné,
stundum stendur hann á tánum, allt
eftir því hvernig hann greinir best
siglingamerkin sem hann þarf að
stýra eftir. Við snúum á stjórnborða
til þess að komast fram hjá grynning-
um og svo í næstum 90 gráður til
þess að komast aftur út á fljótið sjálft.