Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 40

Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 40
38 ÚRVAL veldinu — sprenging skefjalausrar húrra-bandarískrar-föðurlandsástar. Þar var dáðst að tveim hetjum, tveim forsetum, og í þeirri hrifningu tók næstum öll þjóðin þátt. Móðir eins gíslsins, Bruce German, hljóp út á götu í Edwardsville í Pennsylvaniu þegar hún fékk fréttirnar frá Teheran. Þar lét hún glymja í stórri kúabjöllu og hrópaði: ,,Bruce minn er frjáls! Bruce minn er frjáls! —Newsweek BANDARÍKJAMENN sýndu gleði sína með því að klingja kirkjuklukk- um, láta flögg blakta á fánastöngum og alls staðar sáust gulir borðar — þeim var vafið um tré, um bílaloft- net, jafnvel um hinn 32 hæða Foshay Tower í Minneapolis. Barbara Deff- ley, eiginkona meþódistaprestsins í Homerí Illionis, hringdi kirkjuklukk- um 444 sinnum, einu sinni fyrir hvern dag gíslingarinnar. ,,Þegar ég var búin að hringja 200 sinnum,” stundi hún, ,,datt mér ekki í hug að ég myndi geta lokið þessu. Þegar ég var búin að hringja 300 sinnum náði ég mér svo aftur á strik og lauk því. ’ ’ Bandaríski fáninn fyrir utan Massa- chusetts State House í Boston hafði blakt í hálfa stöng frá því skömmu eftir að Bandaríkjamennirnir voru teknir. Nú var Thomas W. McGee, 56 ára, of óþolinmóður til að bíða eftir stiga svo að hann kleif þrjá metra upp flaggstöngina til að ná í fána- taugina og draga stjörnufánann að hún. í Mountain Home í Idaho fóru um 200 borgarbúar í ökuferð, þrír og þrír saman hlið við hlið, og óku um með ljós á fullu og þeyttu flauturnar. Joseph Mc.Dermott lögregluþjónn lagði btlnum sínum við gangstéttar- brún í Rochester, N.H., og barðist við að halda aftur af tárunum. ,,Ég er yfir mig hrifinn,” sagði hann. ,,Nú er ég aftur stoltur maður. ’ ’ —Ttme ÞETTA VAR síðasti spölurinn á hinni löngu leið frá íran til Þýska- lands þar sem gíslarnir áttu að hvílast og læknar að skoða þá. Þriggja klukkustunda flug yfir Miðjarðar- hafið frá Alsír — nægilega langur spölur til að snæða kalkún, drekka appelsínusafa og fá sér rjómakaffi. Þegar þoturnar óku eftir flugbraut- inni að flugstöðinni á Rhine-Main flugvellinum blikuðu sjónvarpsljósin og tekið fólk leit út um gluggana. Það var fullt tungl á himni og liðið að dögun. Það var svo kalt að andar- drátturinn lá eins og gufa í loftinu. Börn, sem höfðu vakað alla nóttina, sátu á herðum feðra sinna með bandaríska fánann í hendinni. Þetta var sigurstund. Gíslunum hlýtur að hafa fundist þeir komnir til himna. —John Edwards í Daily Mirror, London ÞÝSKIR FJÖLMIÐLAR fjölluðu um málið eins og Bandaríkjamenn- irnir væru þýskir borgarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.