Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 7
ERUHÁKARLAR HÆTTULEGIR?
andstæðingana brott.” Kannski hafa
fórnarlömbin óafvitandi truflað há-
karlinn í ástarlífi hans eða synt yfír á
yfirráðasvæði hans.
Um leið og hákarlinn smakkar
mannakjöt er hann orðinn mannæta.
Þessu trúðu menn eftir margar árásir
við strönd Newjersey 1916. Þá létust
fjórir á tíu dögum og einn var illa
særður. Einhver mesta hákarlsleit í
manna minnum hófst og margir há-
karlar veiddust. Þegar háskerðingur
veiddist með mannabein í maganum
var honum kennt um allt og menn
sannfærðust um að hákarlar væru
mannætur.
Þessi kenning er þó ekki sönn með
öliu. Þrjár árásanna í New Jersey voru
gerðar á slóðum þar sem hákarlar
koma yfírleitt ekki. Samt er það há-
skerðingurinn sem hefur verst orð á
sér og með réttu. Háskerðingurinn
5
hefur lyst á stórum spendýrum eins
og selum og hvölum svo að það er
kannski ekki fráleitt að fá sér manna-
kjötsbita líka. ,,Ég færi aldrei í svart-
an froskmannsbúning og legðist til
sunds þar sem háskerðingar eru,”
segir Baldridge. ,,Það væri eins og að
fara og bjóða sig í mat. ’ ’
Sannleikurinn er hins vegar sá að
þegar háskerðingar eru undanskildir
getur fólk synt í sjónum án þess að
óttast hákarla. Tvær tylftir Banda-
ríkjamanna deyja árlega af völdum
býflugna- og vespustungna. 150 eða
200 verða fyrir eldingu. 140 deyja í
umferðarslysum dag hvern. En aðeins
þrír eða fjórir andast árlega um heim
allan af vöidum hákarlsárásar. ,,Það
er hættulegra að aka til strandarinnar
en leggjast til sunds,” segir Bald-
ridge, ,,og það þó slysin væru helm-
ingi fleiri.”
★
„Stundum kemur það fyrir að ég get ekki sofíð,” segir rithöfundur-
inn Paul Gallico, ,,en mér líður að öðru leyti vel svo ég fer á fætur og
ákveð að vinna úr hugmynd í sögu sem ég er með í smíðum. Þá
bregst það ekki að heili minn fyllist skelfingu og móðgast við að vera
beðinn um að vinna yfirvinnu. Hann verður sljór og ég steinsofna.
-J.B.
Maður nokkur hefur þetta ráð við svefnleysi: ,,Ég hef samið við kon-
una mína að þær nætur sem ég á erfítt með að sofna þá segi hún við
mig: , ,Það er svo margt í heimilishaldinu sem mig langar að þú leggir
á ráðin með.” Ég hef ævinlega verið steinsofnaður áður en fyrsta
atriðið er útrætt.”
— K.L.G.