Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 37
ÞEGAR GÍSLARNIR KOMUHEIM
35
Þetta var óvenjulegt, ógleymanlegt augnablik í sögu
þjóðarinnar: vikulöng hrifning manna sem voru stoltir,
glaðir og fullir þjóðarmetnaðar — milljónir landa þeirra
glöddust, báðu saman, grétu saman.
Hér á eftir kemur úrval úr því sem sagt var og skrifað
þessa tilfinninga-viku — ekki saga gíslanna sjálfra, sagan
um kvalir þeirra og hetjulund — heldur sagan um til-
finningar Bandaríkjamanna þegar þeir endurheimtu
frelsi sitt. Um stolt þeirra og hrifningu, um tárin sem
féllu niður vanga brosandi manna.
Gíslarnir voru komnir heim — og við vorum samein-
aðiraftur.
***** AU ÓKU ísíðasta skiþti
eftir dimmum götum
Teheran. Bílarnir fóru
um lcest hlið á Mehrab-
ad-flugvellinum og þau
*
*
*
*
*
*
*
*
*****
stigu út á malbik baðað í tunglsljósi.
Þau litu út fyrir að vera ringluð og
með matt hár, í margvíslegum galla-
buxum, sandölum og írönskum föt-
um sem fóru þeim illa. Síðasta kvölin
var að ganga frá bílunum að Air
Algéne 127 milli hermanna sem blót-
uðu þeim og spörkuðu til þeirra. Svo
voru þau komin um borð, brottfarar-
Ijósin kviknuðu og — kl. 12:25 EST á
þriðjudegi 20. janúar — hóf þotan
sig á loft með 52 fyrrverandi banda-
ríska gísla innanborðs. Þeir böfðu
hafið leið sína úr myrkrinu inn í Ijós-
ið.
Á næstum sama andartaki stóð
hinn nýkjömi forseti Bandarikjanna á
svölum í höfuðborginni og leit yfir
minnisvarða um Washington, Jeffer-
son og Lincoln í sólskimnu. Um leið
og síðustu tónar þjóðsöngsins dóu út
bað hann þjóðina um að trúa aftur á
sjálfa sig og hæfileika hennar til dáða.
,,Hvers vegna?’’ spurðiRonaldReag-
an og rödd hans var þrungin tilfinn-
ingum, ,,skyldum við ekki trúa
þessu? Við erum Bandaríkjamenn. ' ’
—Newsweek.
STRAX eftir ræðu nýkjörins forseta
fór Jimmy Carter upp í gráa bílinn,
án forsetamerkisins, sem átti að aka
honum til Andrews-herflugvallarins
en þaðan átti hann að fljúga til