Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
selurinn: þegar fólk horfir á sjónvarp-
ið sér það fólk sem kyssist óhindrað,
eða, eins og söngkonan Linda Ron-
stadt segir: ,,Við erum öll umhverfis-
eiturlyfjaneytendur’ ’.
Sumir em hrifnir af þessari
,,kysstu-náunga-þinn” tísku. Það er
hlýlegt og vingjarnlegt, segir fólk.
Aðrir kvarta yfir að kossinn verði þýð-
ingarlaus — því ef maður kyssir þann
sem maður þekkir varla, hvað á
maður þá eftir handa vinum sínum?
Tvær athugasemdir að lokum —
með og móti. Rithöfundurinn
Jonathan Swift, kossaandstæðingur,
fær fyrst orðið: ,,Bara að ég vissi
hvaða fífl það var sem fann upp koss-
inn.” En kossafylgjandinn, hljóm-
sveitarstjórinn Arturo Toscanini,
hefur síðasta orðið: ,,Ég kyssti fyrstu
stúlkuna sama daginn og ég reykti
fyrstu sígarettuna. Síðan hef ég ekki
haft tíma til að reykja. ’ ’
★
Á hverjum degi í 35 ár hélt maður að nafni Tsahó Úenjín til banda-
ríska konsúlatsins í Xíamen á strönd Kína. Þar sinnti hann starfi sínu:
hélt garðinum snyrtilegum og hefur eflaust sópað gólfin líka, ef ekki
skúrað þau. Hann hóf störf sem fjölhagi og sendill fyrir bandaríska
sendiráðið í Xíamen árið 1926 og þegar sendiráðinu var lokað 1945
var hann settur í stöðu húsvarðar. 1950 kom breskur stjórnarstarfs-
maður þarna við og bað Úenjín að halda áfram dyggu starfi sínu,
hvað hann og gerði.
Ómerkilegri maður kynni einhvern tíma að hafa sagt við sjálfan sig:
„Skrattakornið! Hver ætli viti af því þótt ég taki mér nokkurra daga
frí? Ekki kjafta laufin 1 garðinum frá.” En Uenjín hélt áfram að raka,
sópa og skúra og loks kom opinber, bandarískur starfsmaður í heim-
sókn í maí árið 1980 til að gá að ryki og föllnum laufum.
Nú er Úenjín orðinn 75 ára og enn rakar hann laufið. Utanríkis-
ráðuneyti Bandaríkjanna hefur til athugunar hvort til greina komi að
hann þiggi eftirlaun sem starfsmaður bandaríska ríkisins. Já, segir
þjóðin, og kannski heiðursmerki líka.
Frétt þessi, eins og hún er hér sögð, er fengin úr New York Times.
Engum sögum fer af því hvernig Tsahó Úenjín fékk launin sín greidd
þau 34 ár sem Bandaríkin og Kína höfðu engin samskipti.
Beverly Sills, forstjóri borgaróperunnar í New York, lét eitt sinn svo
um mælt: ,,Ég er ekki hamingjusöm. Ég er glöð. Á því er talsverður
munur. Hamingjusöm kona hefur engar áhyggjur, ekkert að hugsa
um. Glöð kona hefur áhyggjuefni en hefur gert upp við sig hvernig
hún á að fást við þau. Úr Cosmopolitan