Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 104

Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL Síðan vinir hans fóru var skólinn ekki lengur skóli. Þegar hún bar fram kvöldmatinn þetta kvöld hélt hún gætilega áfram. Hvers vegna ekki að blanda geði við eskimóana? Þeim þótti vænt um hann. Þeir tóku hann sem einn af þeim. En um leið fann hún tilgangs- leysið í þessu. Þessi flmmtán ára sonur hennar starði á hana kuldalega íhugull. Hann horfði á hana eins og ókunnuga manneskju. Og hún fann að hann skammaðist sín svo fyrir að eiga hana að móður að hann hafði ákveðið með sjálfum sér að hún væri ekki raunveruleg móðir hans. Hún tók þá ákvörðun að best væri að segja honum allt af létta. Hún settist við saumavélina, lagði hendurí kjöltu sér og byrjaði söguna: unaðs- legt norðurkvöldið, litla stúlkna- hópinn á leið heim úr bíói, fund hennar við unga hermanninn. Út undan sér sá hún áfjáð, kvíðafull augu Jimmys og án þess að hún tæki beinlínis eftir því sjálf fór hún að skálda — hvað ungi maðurinn hefði sagt, hvernig þau hefðu hlegið saman og gengið hönd í hönd. En herinn leyfði ekki hjónaband milli hermanna og eskimóastúlkna . . . Jimmy greip snöggt fram í fyrir henni og vildi fá að vita hvað hermaðurinn hefði heitið. Hula dróst fyrir augun og herðarn- ar sigu. Hún vissi það ekki lengur, sagði hún. Það var erfítt nafn að muna. Þegar hún leit upp aftur eftir að minningarnar höfðu sótt að henni var Jimmy farinn út. Hún sá hann út um gluggann hjóla á mikilli ferð út gamla setuliðsveginn eins og hann lægi eitthvað. Um nóttina heyrði hún hann gráta. Hana langaði svo mikið að fara og hugga hann og segja honum að tím- inn læknaði öll sár. En hún þorði það ekki og fannst að hún myndi aldrei þora það framar. Flóttamaður Jimmy laðaðist mjög að flugvélum og var ævinlega úti á flugvellinum þegar von var á flugvélinni sem kom þrisvar í viku til Fort Chimo. Hann var laginn við vélar og þegar hann hafði lengi fylgst með starfsmönnum flugvallarins leiddi af sjálfu sér að hann yrði eins konar óopinber aðstoðarmaður. Það var eins og hann ætlaði að feta í fótspor Archibalds afa síns og Lawrence frænda síns sem báðir voru eftirsóttir vélamenn. Nú leið honum best í flugskýlinu. Hann kom ekki heim nema til að þvo sér, hafa fataskipti og sofa. Eitt kvöldið kom hann ekki heim. Bráðum voru allir gengnir til náða og ekki fleira fólk á ferli. Elsa beið kvíða- full í húsi sínu og hélt stundum niðri í sér andanum þegar hún þóttist heyra einhver hljóð eða dauft fótatak. Um morguninn fór hún og ráfaði í kringum flugvöllinn. En hún fann ekki Jimmy og þegar mennirnir litu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.