Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 101
HVÍTUR ESKIMÓADRENGUR
99
sneri hann sér við og virti hann fyrir
sér með samblandi af gremju og
virðingu. Svo sneri hann í áttina að
Koksoak. Það var gott að drengnum
var batnað. Það sem olli honum
áhyggjum var hvernig hann var
læknaður. Nokkrar sprautur í mjóan
handlegg og svo ekki meir.
Það sem fólki hans hafði alltaf
brugðist, þrátt fyrir þolinmæði,
bænir, umhyggju og eigin lyf, það
var hvíta manninum leikurinn einn.
Penisillín — það var það sem ,,þeir”
höfðu núna, í viðbót við allt annað,
til þess að hneppa frjálst fólk í fjötra.
Hann festi dökk augun á ís og snjó
og varð hugsað til þess er hann missti
fyrri konu sína rétt tvítuga, og þeirrar
seinni sem hann missti næstum jafn-
unga, og til barnanna sem honum
hafði ekki lánast að bjarga. Allar
þessar minningar herptust nú saman í
kökk í hálsinum á honum.
Ian bar fyrir sig hendurnar eins og
til að losa sig úr neti. Svo rétti hann
úr sér og gekk ákveðnum skrefum út
á ísinn.
SVO KOM AÐ því að Elsa fengi
drenginn sinn til sín aftur. Ekki degi
of fljótt. Hann sýndi varla nokkur
merki ánægju með heimsóknir
hennar nú orðið þrátt fyrir allar
gjafirnar sem hún færði honum.
Um leið og hún tók soninn til sín
aftur hófst nýr kafli í lífi hennar — að
þessu sinni heils hugar að háttum
hvíta mannsins.
Roch Beaulieu hafði beðið um að
verða fluttur suður á bóginn og fengið
það en áður en hann fór gaf hann
Elsu saumavél. Kaþólska trúboðs-
stöðin hafði beitt áhrifum sínum til
að útvega henni eitt af einingahúsum
stjórnarinnar. Anglíkanski presturinn
útvegaði eitthvað af húsgögnum og
kona verslunarstjórans í Hudsonflóa-
versluninni gaf henni tvö þykk ullar-
teppi. Elsa vissi tæpast hvaðan á hana
stóð veðrið því að á einni nóttu varð
hún þannig að heita mátti sú eski-
móakonan í Fort Chimo sem best
hafði húsakynnin og lánið lék hvað
mest við.
En hvar átti að láta húsið standa? í
eskimóaþorpinu? Þá yrði Elsa svo
,,langt frá öllu” og kannski óvinsæl
hjá sínu eigin fólki, að búa svo fallega
við hliðina á bjöguðum hreysum
þess.
Húsinu var því komið fyrir á auðu
svæði milli kaþólsku trúboðsstöðvar-
innar og anglíkönsku kirkjunnar, í
miðju þorpi hvítu mannanna, þar
sem það vakti minnsta athygli. En á
annan hátt varð það þarna jafn
„fjarriöllu”.
Þetta hús var með alvörugluggum.
Við einn þeirra setti Elsa saumavélina
sína, alveg í birtuna. Og þaðan í frá
sáu allir sem leið áttu hjá, sama á
hvaða tíma dags, ávalt andlit Elsu
innrammað í gluggann þar sem hún
sat frá morgni til kvölds og fram-
leiddi minjagripi fyrir ferðamenn.
Hún fór snemma á fætur hvern
morgun og kom Jimmy af stað í skól-
ann, klæddum í sín bestu föt