Úrval - 01.09.1981, Side 101

Úrval - 01.09.1981, Side 101
HVÍTUR ESKIMÓADRENGUR 99 sneri hann sér við og virti hann fyrir sér með samblandi af gremju og virðingu. Svo sneri hann í áttina að Koksoak. Það var gott að drengnum var batnað. Það sem olli honum áhyggjum var hvernig hann var læknaður. Nokkrar sprautur í mjóan handlegg og svo ekki meir. Það sem fólki hans hafði alltaf brugðist, þrátt fyrir þolinmæði, bænir, umhyggju og eigin lyf, það var hvíta manninum leikurinn einn. Penisillín — það var það sem ,,þeir” höfðu núna, í viðbót við allt annað, til þess að hneppa frjálst fólk í fjötra. Hann festi dökk augun á ís og snjó og varð hugsað til þess er hann missti fyrri konu sína rétt tvítuga, og þeirrar seinni sem hann missti næstum jafn- unga, og til barnanna sem honum hafði ekki lánast að bjarga. Allar þessar minningar herptust nú saman í kökk í hálsinum á honum. Ian bar fyrir sig hendurnar eins og til að losa sig úr neti. Svo rétti hann úr sér og gekk ákveðnum skrefum út á ísinn. SVO KOM AÐ því að Elsa fengi drenginn sinn til sín aftur. Ekki degi of fljótt. Hann sýndi varla nokkur merki ánægju með heimsóknir hennar nú orðið þrátt fyrir allar gjafirnar sem hún færði honum. Um leið og hún tók soninn til sín aftur hófst nýr kafli í lífi hennar — að þessu sinni heils hugar að háttum hvíta mannsins. Roch Beaulieu hafði beðið um að verða fluttur suður á bóginn og fengið það en áður en hann fór gaf hann Elsu saumavél. Kaþólska trúboðs- stöðin hafði beitt áhrifum sínum til að útvega henni eitt af einingahúsum stjórnarinnar. Anglíkanski presturinn útvegaði eitthvað af húsgögnum og kona verslunarstjórans í Hudsonflóa- versluninni gaf henni tvö þykk ullar- teppi. Elsa vissi tæpast hvaðan á hana stóð veðrið því að á einni nóttu varð hún þannig að heita mátti sú eski- móakonan í Fort Chimo sem best hafði húsakynnin og lánið lék hvað mest við. En hvar átti að láta húsið standa? í eskimóaþorpinu? Þá yrði Elsa svo ,,langt frá öllu” og kannski óvinsæl hjá sínu eigin fólki, að búa svo fallega við hliðina á bjöguðum hreysum þess. Húsinu var því komið fyrir á auðu svæði milli kaþólsku trúboðsstöðvar- innar og anglíkönsku kirkjunnar, í miðju þorpi hvítu mannanna, þar sem það vakti minnsta athygli. En á annan hátt varð það þarna jafn „fjarriöllu”. Þetta hús var með alvörugluggum. Við einn þeirra setti Elsa saumavélina sína, alveg í birtuna. Og þaðan í frá sáu allir sem leið áttu hjá, sama á hvaða tíma dags, ávalt andlit Elsu innrammað í gluggann þar sem hún sat frá morgni til kvölds og fram- leiddi minjagripi fyrir ferðamenn. Hún fór snemma á fætur hvern morgun og kom Jimmy af stað í skól- ann, klæddum í sín bestu föt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.