Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL
Bob Harvey hafði stöðugt fylgst með
hitabeltislægðinni sem var að mynd-
ast út af Afríku. Eftir síðustu veður-
fréttirnar vissi hann að skútan yrði að
komast að norðausturströnd Jamaíku
áður en veðrið skylli á, annars myndu
þeir lenda í miðjum fellibylnum.
Innan skamms komu sveipar kast-
vinds yfir hafið og öldurnar breyttust
úr bláu yfirí fílabeinslit. Áhöfnin dró
niður öll seglin nema eina fokku.
Mennirnir hættu að ræðast við þegar
nær dró strönd Jamaíku enda ekki
hægt um vik því að allt tal drukknaði
í vindgnauðinu og ölduniðinum.
„Ertu orðinn hræddur?"
Þegar mennirnir sáu fyrst grýtta
strönd Jamaíku voru öldurnar orðnar
20 til 25 feta háar og þilfarið á
Princess minnti á stökknet. Gittel-
man setti sjónaukann fyrir augun og
leit á innsiglinguna í höfnina Port
Antonio en þar var eina hugsanlega
skipalægið á norðurströndinni.
Gegnum rigningarúðann og brim-
löðrið sá hann hvíta hringiðu fyrir
innan þar sem risaöldurnar brotnuðu
á skerjum og klettarifum.
„Öhugsandi,” sagði hann við vini
sína. „Skútan brotnar í spón ef við
reynum að fara þangað inn. Við
verðum að þreyja það af úti á sjó. ”
Þrem klukkustundum síðar, þegar
þeir lentu í útjaðri fellibylsins, höfðu
þeir komist 20 sjómílur frá lífshæt i-
legri ströndinni. Vindhviða skall á
bátnum og reif litla seglið í smátætl-
ur. Vindhraðinn jókst upp í 130 km á
klukkustund, svo 150, svo yfir 170.
Gittelman barðist við að stýra. Öld-
urnar gnæfðu yfir stefnið, féllu inn í
brúna og gegnbleyttu Harvey og
Munroe sem voru að binda líflínur og
festa allt lauslegt á þilfari.
Það var eins og að vera í óðum
rússíbana þegar skútan komst í hæð á
við þriggja hæða hús til þess eins að
hendast strax ofan í öldudal. Svo upp
aftur — hærra nú — og niður. Tré-
bátur sem bundinn var á þilfari losn-
aði og hentist út í bláinn.
Um miðnætti var vindhraðinn 250
km á klukkustund og hann reif topp-
inn af risaöldunum og breytti vatns-
fjöllunum í furðulega hásléttu. Princ-
ess reis upp á risaöldu og fellibylurinn
kom á síðu hennar með öllum sínum
krafti. Á augabragði lagðist 30 tonna
snekkjan á hliðina í ólgandi hafið.
Mennirnir fjórir héldu dauðahaldi í
líflínurnar meðan tíminn leið. Loks
brást Princess við járnkjölfestunni og
rétti sig við eins og uppgefinn hnefa-
leikamaður sem rís upp af gólfinu.
Mike Munroe tók um handlegginn á
Gittelman. ,,Ertu orðinn hræddur,
Barry?” hrópaði hann.
Skipstjórinn brosti veiklulega.
,,Nei! Ekki enn!”
,,Láttu mig vita þegar þú verður
hræddur!”
Átti hann að kalla upp og biðja um
hjálp? spurði Gittelman sjálfan sig.
Nei. Það var vonlaust. Ekkert skip gat
komist til þeirra og engin flugvél
flogiðfyrr en sjó og vindlægði.