Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 97
HVÍTUR ESKIMÓADRENGUR
95
Jimmy varð á undan niður að
ströndinni og heilsaði hvíta mannin-
um með eftirvæntingu. Seinna, þegar
Elsa og Roch höfðu horft út á ána
um skeið, fóru þau að tala saman.
Elsa spurði hvernig Madame
Beaulieu liði, var hún alltaf jafn-
döpur? Það hafði hresst hana mikið
að heimsækja borgina í suðri, þar sem
hún var fædd, en þegar hún kom
aftur sótti fljótlega í sama farið. Það
hlaut að vera þetta land sem fór svona
illa í hana, eyðileikinn, kuldinn . . .
í augum Elsu sá lögreglumaðurinn
þessa skilningsvana samúð sem
stundum má sjá í augum hunda.
Hann hristi sig og sagði Elsu að
hann væri nú kominn yfir ána í
ákveðnum erindum. Renndi hún
ekki gmn í hvað það var?
Hún brosti rólega og sjálfsömgg.
,,Nei.” ,,Það er út afjimmy.”
,,Hann hefur þó ekki brotið neitt
af sér,” svaraði hún næstum hlæj-
andi.
, ,Hefur það ekki hvarflað að þér að
það verði að senda Jimmy í skóla?
En það var séð um hann, sagði
Elsa. Hún hafði nú í meira en ár
haldið skóla fyrir hann, kennt honum
sem best hún mátti það sem henni
hafði sjálfri verið kennt — að lesa
skrifa, reikna, um sögu landsins og
um önnur lönd. Langaði Roch að
prófa drenginn? Hann vissi bara svo
heilmargt.
Áhyggjusvipurinn hvarf ekki af
andliti lögreglumannsins. Hann
skýrði fyrir henni að þetta væm lög,
að enginn gæti komist undan því að
sækja skóla þegar hann væri kominn á
þann aldur sem Jimmy væri nú
kominn á. Hún yrði að flytja aftur
yfir Koksoak og senda drenginn í
skóla.
Andlit Elsu, sem andartaki áður
hafði lýst vinsemd og alúð, varð eins
og af steini.
Hann reyndi að telja um fyrir
henni. „Viltu ekki aðjimmy fái góða
menntun svo hann geti einhvern tíma
komistí góðastöðu?” Svo bætti hann
við, vingjarnlega og blíðlega: ,,Elsa,
ég skal hjápa þér að komast í vinnu
og finna þér stað að búa á. Hvers
konar líf er svo sem hér, fyrir konu á
þínum aldri?” Og loks: ,,Ég get í
mesta lagi gefið þér þrjár eða fjórar
vikur til að búa þig til ferðar. Ef þú
hefur ekki skráð Jimmy í skóla að,
þeim tíma liðnum verð ég að koma
og sækjaykkur.”
Elsa svaraði engu heldur stóð og
horfði á hann hverfa. í fyrsta sinn á
ævinni var hún með þrjóskusvip.
Þegar Jimmy lá á bekknum sínum
um kvöldið, með loðskinn undir sér
og loðskinn ofan á sér, heyrði hann
samræður sem snertu hann og fann
nýtt andrúmsloft í kofanum. Móðir
hans gekk fram og aftur um gólfið og
var æst.
,,Hann sagðist myndu koma og
taka hann með valdi,” endurtók hún
hvað eftir annað.
,,Við skulum nú sjá til með það,”
sagði Ian. ,,Þegar við höfum þriggja,
fjögurra daga forskot á þá, með