Úrval - 01.09.1981, Qupperneq 106

Úrval - 01.09.1981, Qupperneq 106
104 URVAL fékkst til að vinna í tvo eða þrjá daga. Það eina sem hún vildi var að fá að kaupa sér frið til að gera ekkert, bara vera við ána og fínnast hún eitt með henni, frjáls og óhindruð . . . Rödd af himnum Til þess að skilja það sem gerðist dag einn undir 1970, þegar Elsa var fertug, verður lesandinn að vita að fólkið í Fort Chimo hlustar oft á raddir þeirra sem ferðast um himin- inn. Þar er mikil umferð flugvéla yfír. Stundum þekkir einhver í áhöfninni einhvern 1 þorpinu eða einmana flug- maður ávarpar í leiðindum sínum húsaþyrpinguna sem hann sér fyrir neðan sig. Svo það sem gerðist var út af fyrir sig ekkert undur. Það sem vakti athygli var að heyra svo marga einstaklinga ávarpaða með nafni með röddu með amerískum hreim. ,,Halló, Fort Chimo,” byrjaði röddin. Svo kom nafnaruna, gegnum truflanaskellina. „Thaddeus, gamli, góði Thaddeus! Ertu enn á lífi, að gera litlar og sætar steinmyndir? Ian, ég heilsa þér, Ian frændi. Líka ykkur hjá Hudsonflóafélaginu, þér, lögga, lög og regla — að ógleymdum kennaranum.” Fólkinu fannst það lítið og ómerki- legt þvl það var eins og röddin væri að gera gys að því. En svo þóttist það heyra undirhyggjulausan hlátur, eins og einhver ungur maður væri einfald- lega að skemmta sér. Meðan þessu fór fram flaug banda- rísk könnunarflugvél frá hernum lágt yfír þorpinu eins og flugmaðurinn væri að hafa uppi á kennileitum. Sumir hvítu mannanna áttu sjálfír talstöðvar, ekki bara móttökutæki. Einn þeirra var faðir Eugéne í kaþólsku trúboðsstöðinni. Nú greip hann fram í: ,,Hver ert þú sem lætur eins og þú þekkir alla hér? ’ ’ Það varð aðeins þögn, fyrir utan truflanirnar, en svo kom eins og úr fjarska: ,,Er þetta ekki faðir Eugéne? Hvernig gengur hjá þér, padre?” „Ágætlega, þakka þér fyrir,” svaraði presturinn. ,,En þú getur ekki verið annar en . . .” . . . „bandarískur herflugmaður sem fer með friði,” svaraði röddin. , .Hvaðan? Ég er rétt að koma úr stríðinu í Víetnam þar sem ég fékk nægju mína af stríði, trú mér til. Hvert ég sé að fara? Þessa stundina í ferð út yfír heimskautasvæðið og þess vegna er ég á leið yfír þennan athyglisverða stað. ” Þeir sem hlustuðu heyrðu tvö and- vörp mætast í miðju lofti. Svo sagði faðir Eugéne: „Dauðinn hefur haft sína uppskeru hér líka. Thaddeus er dáinn fyrir allmörgum árum. Ian er talinn látinn. Hinir eru að deyja úr einmanaleika. Hefur þú nokkurn tíma hugleitt það hve dapurt og fánýtt lífið hér getur orðið? ’ ’ Flugvélin hafði geyst upp í loftið eins og til að fljúga burtu. Nú kom hún æðandi niður eina ferðina enn, yfír gamla einingahúsið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.