Úrval - 01.09.1981, Qupperneq 125

Úrval - 01.09.1981, Qupperneq 125
TÝNDU FÁLKAEGGIN 123 eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Þegar hann sá hreiðrið sauð í honum réttlát reiði og vandlæting. Eitt eggjanna lá brotið utan við hreiðrið og hafði gulleitt innihaldið slest á steinana í kring. Hin þrjú voru horfin. „Óþokkinn hefur verið hársbreidd á undan okkur,” muldraði Colin biturlega. ,,Hann hefur vitað að við gátum ekki vaktað staðinn alla vik- una.” Og með sjálfum sér sór hann að reyna að koma þessum eggjaræn- ingja í hendur réttvísinnar og fá hann dæmdan (samkvæmt lögum um fuglafriðun liggja þungar sektir við því í Englandi að ræna fálkaungum eða eggjum — mun þyngri en á Is- landi (þýð.)). Colin var svo viss í sinni sök að maðurinn í appelsínugula Míníinum væri eitthvað við málið riðinn að hann sneri sér til lögreglunnar og fékk hana til að rekja hver eigandi Míníins væri. Eigandinn reyndist vera maður að nafni John Lund, búsettur í smáborginni Oldham, nærri Man- chester. Þessi vitneskja nægði Ian Arm- strong í Newcastle samt ekki til þess að hann gæti hafist handa. „Yfírvöld krefjast ákveðnari sannana í svona tilfellum áður en þau gefa út hús- rannsóknarheimild. Því miður sýnist mér maðurinn ætla að komast upp með þetta.” Vika leið en þá fékk Ian Armstrong allt í einu einkennilega upphringingu frá manni sem ekki vildi láta nafns síns getið. ,,Ég veit allt um fálkaegg- in sem stolið var í síðustu viku,” sagði röddin dularfulla. „Þau eru í húsi í Hollins Road í Oldham. Maður að nafni John Lund er að klekja þeim útþar.” Ian Armstrong sendi nú þegar skýrslu um málið til Peter Robinson í höfuðstöðvum fuglafriðunarfélagsins I Sandy í Bedfordshire en hann sér um að ákveða hvert hina fjölmörgu þjófnaðartilfella sem tilkynnt er um á ári hverju skuli hljóta sérstaka rann- sóknarmeðferð. „Þetta er vænlegt,” sagði Peter Robinson þegar hann hafði lesið skýrsluna. Því næst ók hann til Old- ham þar sem staðaryfirvöld veittu fús- lega leyfi til húsrannsóknar hjá John Lund. Áður en Peter Robinson hélt af stað til Hollins Road fékk hann tvo lögregluþjóna í fylgd með sér. John Lund reyndist vera deildar- stjóri hjá borgarskrifstofunni í Old- ham, miðaldra, bústinn og hárið tekið að þynnast. Hann sat að te- drykkju á veröndinni fyrir framan fremur ríkmannlegt einbýlishús sitt þegar gestina bar að garði. Hann viðurkenndi þegar í stað að hafa eggin undir höndum. „Vinur minn lét mig fá þau, ’ ’ staðhæfði hann. John Lund fylgdi mönnunum þremur upp á loft og inn í lítið svefn- herbergi sem þar var. Á miðju gólf- inu var borð og ofan á því ferhyrndur kassi, um það bil 45 cm á hvern kant. Frá kassanum lá rafmagnsleiðsla í innstungu í veggnum. Þetta var út-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.