Úrval - 01.09.1981, Side 90

Úrval - 01.09.1981, Side 90
88 URVAL innt af hcndi einhverja óljósa en dásamlega skyldu. Á eftir sat hún og starði út á Koksoak og fann þá hvíld og endur- næringu sem hún þarfnaðist. Stundum varð Jimmy þreyttur líka og kom og kúrði sig hjá henni. Hún tók hann í fangið og reri með hann, hægt og tilbreytingarlaust. Svo horfði hún rannsakandi í augu drengsins, nú óskýr og örugg og í þann veginn að lokast, eins og hún væri að leita þar að vísbendingu um einhvern — einu stundirnar í lífi hennar sem henni varð aðeins liugsað til hermannsins sem hafði gefið henni þetta barn. Smám saman átti hún líka bágt með að verjast svefnin- um og myndir úr lífi hennar losnuðu og flugu fyrir, ein og ein, eins og stóru hvítu sumarskýin. ANNAÐ ÁR LEIÐ. Einn sunnudaginn kom presturinn þangað sem Elsa og drengurinn voru á sínum stað við ána. Hann settist hjá henni og saman virtu þau Jimmy fyrir sér þar sem hann hljóp um og hoppaði. Presturinn las ekki aðeins stolt Elsu yfir drengnum og ást til hans úr augum hennar heldur líka þreytu hennar og einmanaleika. ,,Hann er að stækka, hann Jimmy þinn,” sagði presturinn. ,,í dag er hann þriggja ára, fimm mánaða og tveggja daga,” svaraði hún að bragði og brosti. „Hefur þér aldrei dottið í hug að gifta þig?” spurði presturinn umhyggjusamlega. „Giftast ein- hverjum vænum pilti af þínu eigin fólki sem gæti alið önn fyrir þér og drengnum?” Hann hrökk við þegar hann sá hörkuna færast yfir svip Elsu. ,,Nei,” svaraði hún. „Aldrei.” Hún fylgdi drengnum með augunum — svo liprum, ánægðum og einstökum — og vissi ekki hvernig hún átti að skýra það, nema hvað sál hennar var svo gagntekin af drengn- um að þar rúmaðist ekkert annað. Frá morgni til kvölds, allt síðan Jimmy fæddist, hafði aldrei verið nógur tími fyrir hann. „Einmitt,” sagði presturinn. ,,Þú lifír of mikið fyrir hann einan. Hvað ætlar þú að gera þegar hann fer frá þér, einhvern tíma í framtíðinni?” Framtíðinni! Hún reyndi að skilja og einbeitingin meitlaði andlit hennar en það var tilgangslaust. Hún hafði lært margt af hvítu mönnunum en hún gat enn ekki fylgt þeim í þessum framandi áhyggjum yfir dögum sem enn vom ekki komnir. En samt fann hún einhvern óljósan beyg og fór að leika sér að smástein- unum í kringum sig. Presturinn hélt áfram að benda á erfiðleikana sem hún myndi bráðlega standa frammi fyrir ef hún ætlaði að ala barnið upp alein og ávítaði hana um leið hógværiega fyrir að leggja of mikið á sig. ,,Ég er hræddur um að þú hafir lagt út á þá endalausu braut að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.