Saga - 2013, Blaðsíða 202
minningum“ (Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 199). Fátt við samfélagsgreina-
kaflann í seinustu aðalnámskrá hefur vakið miklar pólitískar deilur eða
ramakvein í fjölmiðlum, síst af öllu sá hluti hans sem snýr að sögukennslu.
Líklega er ástæðan sú að þær hugmyndir „samfélagsfræðihópsins“ sem
þóttu róttækar á níundu áratugnum þykja meira eða minna sjálfsagðar og
eðlilegar nú á dögum. Hér má því hafa eftir það sem segir í Brennu-Njáls
sögu: „Brjánn féll ok hélt velli“.
ef til vill kann einhverjum að finnast of miklu púðri eytt í að gagnrýna
forsendur þessarar útgáfu, sem að mörgu leyti er hin gagnlegasta. Það er
hins vegar full ástæða til þess, því að það sjónarhorn sem útgefendur hafa
valið sér er að ýmsu leyti villandi. Að hluta til má útskýra það með því að
efni bókarinnar er allt frá mjög skömmu tímabili. „eftirmæli“ Gunnars
karlssonar frá 1984 og Wolfgangs edel steins frá 1988 eru ekki rituð af
sjónarhóli fjarlægðarinnar heldur eftir að skammdegisrimmunni er nýlokið
og höfundum því eðlilega starsýnt á það mótlæti sem nýjustu viðhorf í
menntunarfræðum hafi mætt. Á hinn bóginn hefði mátt nýta innganginn
betur en gert er til þess að afbyggja þennan takmarkaða sjónarhól og sýna
hvernig ýmsar af hugmyndum samfélagshópsins reyndust eiga sér fram-
haldslíf eftir allt saman og mun fremur en sjónarmið þeirra sem gagnrýndu
þær.
Það er fengur að þessu riti þar sem rifjuð er upp umræða um sögu-
kennslu á 9. áratug 20. aldar og öll helstu skrif um það efni eru nú orðin
aðgengileg á einum stað. vandaður inngangur bókarinnar dregur saman
meginþræði umræðunnar og skýrir hana fyrir almennum lesendum. Á hinn
bóginn hefði þurft meiri fróðleik um framhaldslíf hugmynda „sam-
félagsfræðihópsins“ og ekki síst saknar lesandi þess að gerð sé grein fyrir
því hvers vegna sögukennsluskammdegið reyndist einungis tímabundinn
þröskuldur á langri sigurgöngu þeirra hugmynda.
Sverrir Jakobsson
URBANIZATION IN THe OLDeNBURG MONARCHy 1500–1800.
Ritstj. Thomas Riis. kiel: Ludwig 2012. 176 bls. Tilvísana- og heimilda-
skrár, höfundalisti, myndir, kort og töflur.
Höfundar: Ole Degn, Finn-einar eliassen, Martin krieger, Jesper kurt-
Nielsen, Thomas Riis, Anna Agnarsdóttir, elin Súsanna Jacobsen og
Thorkild kjærgaard.
viðfangsefni þessa greinasafns, Urbanization in the Oldenburg Monarchy
1500–1800, er, eins og nafnið bendir til, þéttbýlisþróun í hinu stóra ríki
Danakonungs á árnýöld. Höfundar eru átta og koma víða að, frá Dan -
ritdómar200
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 200