Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
Fjármálaráðuneytið:
Heildarúttekt á
heilbrigðismál-
um í undirbúningi
Fjármálaráðuneytið hefur í
undirbúningi heildarúttekt á
heilbrig'ðismálum og stjórnun
heilbrigðiskerfisins með það að
meginmarkmiði að finna leiðir
til að nýta betur það fé sem þang-
að rennur. í því augnamiði hefur
verið undirbúið að leita til
bandarisks ráðgjafafyrirtækis
sem hefur gert álíka úttektir
annarsstaðar.
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðheira sagði við Morgun-
blaðið að eitt ákvæði stjómarsátt-
málans væri að við undirbúning
fjárlaga hvetju sinni yrðu teknir
fyrir til sérstakrar rannsóknar veig-
amiklir útgjaldaþættir og þeir
veigamestu væru að sjálfsögðu heil-
brigðis- og tryggingamál, þamæst
skólamál og svo einstakir liðir svo
sem millifærslur og styrkir til at-
vinnuvega og þá sérstaklega land-
búnaðar.
Fjármálaráðherra sagði að hvað
varðaði heilbrigðismálin væri þegar
sérstök nefnd að störfum sem heil-
brigðisráðherra hefði skipað til að
leita leiða til að lækka lyfjakostnað.
Nú væri einnig í undirbúningi að
efna til heildarúttektar á heilbrigð-
istmálunum og stjómun heilbrigðis-
kerfísins með það að meginmark-
miði að fínna nýjar leiðir til að nýta
féð sem þangað fer, en sú upphæð
nam 25 milljörðum á síðustu fjár-
lögum. Hann sagði að til stæði að
leita til bandarísks ráðgjafafyrir-
tækis sem hefði náð miklum áragnri
við að lækka tilkostnað og nýta fjár-
muni betur í heilbrigðisgeiranum.
Ljósmyndafyrirsæta Nýs Lífs og Elite:
Unnur Kristjánsdóttir
bar signr úr býtum
Morgunblaðið/PPJ
Eldur í flugrél
ÞAÐ óhapp vildi til á
Reykjavíkurflugvelli í gær-
morgun, að eldur kviknaði i
erlendri feijuflugvél við gang-
setningu. Brottför vélarinnar
tafðist töluvert vegna þess, en
engin slys urðu á mönnum.
Eldur logaði glatt í hreyfli vél-
arinnar og undir henni að framan
í örfáar mínútur. Flugmanni ann-
arrar feijuvélar tókst með miklu
snarræði að kæfa eldinn að mestu,
þar til slökkvilið flugvallarins
mætti á staðinn og kom í veg
fyrir frekari útbreiðslu eldsins.
Flugvélin er einshreyfils af gerð-
inni Piper PA-28 Archer. Hún var
á leiðinni frá Bandaríkjunum til
Evrópu og hélt af landi brott til
Frakklands síðdegis.
Bókagerðarmenn sam-
þykkja kjarasamning
UNNUR Kristjánsdóttir bar sig-
ur úr býtum í keppninni um ljós-
myndafyrirsætu Nýs Lífs og
Elite. Keppnin fór fram á Hótel
Sögu í gærkvöldi og kepptu 10
stúlkur til úrslita.
Þetta var í fímmta skipti, sem
keppni þessi fer fram hér á landi
og hafa þátttakendur aldrei verið
fleiri. Myndir af þeim voru sendar
utan og þær 10, sem kepptu til
úrslita, voru valdar af þeim.
Unnur verður fulltrúi íslands í
lokakeppni Elite „The Look of The
Year 1988“, sem haldin verður
næsta haust í Japan.
í öðru sæti varð Svava Rán Guð-
mundsdóttir og jafnar í þriðja sæti
þær Agla Egilsdóttir og María
Heiga Einarsdóttir.
Unnur Kristjánsdóttir
FÉLAG bókagerðarmanna sam-
þykkti á félagsfundi í gær samn-
ing félagsins við Félag íslenska
prentiðnaðarins sem undirritað-
ur var í fyrrinótt. FÍP afgreiðir
samninginn á mánudag.
Samkvæmt samningnum hækka
laun í samræmi við samninga iðn-
verkafólks og verslunarfólks, eða
um 14,31% á samningstímanum.
Að auki eru lágmarkstaxtar færðir
nær greiddum launum í stéttinni.
Fastráðnir fá 5.500 króna launa-
uppbót í júlí eftir eitt ár í starfí.
Bókagerðarmenn með 9 ára starfs-
reynslu eiga kost á 10 daga vetrar-
orlofí á tímabilinu 27. desember til
1. maí gegn því að stytta sumaror-
lof um 5 daga. Orlof á aukavinnu
er hækkað í 10,64% miðað við 25
daga orlof og 12,04% miðað við 28
daga.
Samningurinn gerir ráð fyrir
skipan nefndar félaganna til að
gera tiílögur um námskeiðahald og
annarrar nefndar til að endurskoða
vinnutíma- og vaktavinnuákvæði
gildandi kjarasamnings, jafnframt
því sem vaktaálög hækka um 2%.
Á félagsfundi Félags bókagerð-
armanna í gær greiddu 265 at-
kvæði. Þar af samþykktu 203
samninginn, 57 voru á móti og 5
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Jafnframt var aflýst yfírvinnubanni
félagsins, sem hefjast átti á mið-
nætti í nótt. Vinnuveitendur taka
samninginn fyrir á félagsfundi í
Félagi íslenska prentiðnaðarins
klukkan 17 á mánudag.
Gunnar M. Magnúss rithöfundur.
GunnarM.
Magnúss
látinn
GUNNAR M. Magnúss, rithöfund-
ur, er látinn. Gunnar fæddist 2.
desember 1898 á Flateyri við
Önundarfjörð. Foreldar hans
voru Magnús ísleifsson, formaður
og smiður, og Gunnvör Árnadótt-
ir. Gunnar var kvæntur Kristínu
Eiríksdóttur sem lést 11. nóvemb-
er 1970.
Gunnar tók kennarapróf árið 1927
og var við framhaldsnám við Kenn-
araháskólann í Kaupmannahöfn
1936 til 1937. Hann var m.a. kenn-
ari við Austurbæjarskólann í
Reykjavík 1930 til 1947, f stjórn
Kennarasambands íslands 1930 til
1940, í stjóm Rithöfundafélags ís-
lands 1950 til 1960, bóksali í
Reykjavík 1954 til 1961, formaður
Félags leikritahöfunda 1963 til 1970
og sat á AJþingi frá febrúar tii maí
1955.
Útvarpsráð:
Tillaga um útleigu rásar
2 að hluta til var felld
Útvarpsráð felldi á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að
dreifikerfi rásar 2 yrði boðið út til rekstrar nokkrar klukkustund-
ir á sólarhring. TiIIöguna fluttu Magnús Erlendsson og Inga
Jóna Þórðardóttir, formaður ráðsins. Þau sögðu í samtali við
Morgunblaðið, að tillaga þessi miðaði að þvi, að kanna hvort
hægt væri að hverfa frá taprekstri rásar 2 með því að leigja
hluta dreifikerfisins út. Til þess væri heimild í lögum um Rikisút-
varpið og þau væru þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að láta
skattborgarana standa undir áframhaldandi taprekstri.
Tillaga Ingu Jónu og Magnúsar hannesdóttir.
er svohljóðandi: „í samræmi við
ákvæði 16. greinar laga um
Ríkisútvarpið leggjum við undir-
rituð til að dreifíkerfi rásar 2 verði
boðið út til rekstrar nokkrar
klukkustundir á sólarhring. Útboð
þetta miðist við svæðisbundnar
útsendingar eða sendingar til
landsins alls eftir atvikum og sé
miðað við að minnsta kosti 4 tíma
á dag. Sendingar þessar verði vel
afínarkaðar frá útsendingu dag-
skrárefnis rásar 2 og rekstraraðil-
ar skulu hafa leyfí frá útvarpsrétt-
amefnd til útvarpsrekstrar." Til-
lagan var felld með 5 atkvæðum
gegn tveimur. Á móti vom Guðni
Guðmundsson, Bríet Héðinsdóttir,
Markús Á. Einarsson, Magdalena
Schram og Ásta Ragnheiður Jó-
Inga Jóna Þórðardóttir sagði,
að endanlegt uppgjör yfír rekstur
Ríkisútvarpsins og þá um leið
rásar 2 lægi ekki fyrir fyrr en um
miðjan apríl að sögn fjármála-
stjóra þess. í íjárhagsáætlun
þessa árs væri hins vegar gert ráð
fyrir spamaði upp á 10 miiljónir
króna og að taprekstur yrði
minnkaður sem því næmi. Ljóst
væri að hallinn væri talsverður
og sér þætti því mjög miður að
útvarpsráð hefði fellt þessa til-
lögu. Án þess að gera tilraun í
þessa átt, gætu menn ekki vitað
hvort þama væri einhver hagnað-
arvon.
Magnús Erlendsson sagðist
ekki geta borið ábyrgð á því að
skattborgaramir þyrftu að bera
tugmilljóna tap af rekstri rásar
2, en íjármálastjóri Rlkisútvarps-
ins hefði oft lýst því yfír að stofn-
unin hefði farið langt fram úr fjár-
lögum. Hann hefði hlustað á rás
2 milli klukkan 14 og 16 á
fímmtudag og tekið út fyrir þá
ömurlegu dægurvellu, sem upp á
var boðið. Á þessum tíma hefðu
verið þijár auglýsingar, sem sam-
tals hefðu staðið í 1 mínútu og
10 sekúndur. Útsending þennan
tíma hlyti því að hafa verið skatt-
borgurunum kostnaðarsöm.
Við flutning tillögu sinnar vitn-
uðu Inga Jóna og Magnús í um-
mæli, sem höfð voru eftir fjár-
málaráðherra, Jóni Baldvin
Hannibalssyni, í Morgunblaðinu á
fímmtudag. Þar var haft eftir
honum að Ríkisútvarpið hefði far-
ið langt fram úr fjárlögum síðasta
árs. Þar væri verið að yfírborga
menn langt umfram það, sem
eðlilegt gæti talizt og tæki þar
hefðu verið keypt á kaupleigu án
heimildar.
Hörður Vilhjálmsson, fjármála-
stjóri Ríkisútvarpsins, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að fyrr-
verandi menntamálaráðherra,
Sverrir Hermannsson, hefði veitt
Ríkisútvarpinu heimild til tækja-
kaupa með kaupleigu. Hann
kannaðist heldur ekki við að hægt
væri að tala um yfírborganir sem
nokkru næmu. Deildarstjórar
hefðu ákveðinn vinnustundaflölda
á mánuði til þess að fylgjast með
gangi mála og undirbúnings og
almennir fréttamenn fengju
greidda sérstaka þáttagerð, sem
unnin væri utan venjulegs vinnu-
tíma.
Um afkomu rásar 2 sagði Hörð-
ur, að þegar hljóðvarpið hefði flutt
f Efstaleitið, hefði rekstur rásanna
að miklu leyti runnið saman í eitt.
Væri auglýsingatekjum skipt til
helminga milli rásanna, væri
rekstur rásar 2 nokkum veginn í
jafnvægi. Hins vegar væru það
miklar búsifí'ar, að með fjölgun
ljósvakamiðla hefðu auglýsinga-
tekjur Ríkisútvarpsins dregizt
saman um tæpar 300 milljónir
króna frá haustmánuðum 1986,
væri miðað við verðlag í janúar
síðastliðnum.