Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Fjármálaráðuneytið: Heildarúttekt á heilbrigðismál- um í undirbúningi Fjármálaráðuneytið hefur í undirbúningi heildarúttekt á heilbrig'ðismálum og stjórnun heilbrigðiskerfisins með það að meginmarkmiði að finna leiðir til að nýta betur það fé sem þang- að rennur. í því augnamiði hefur verið undirbúið að leita til bandarisks ráðgjafafyrirtækis sem hefur gert álíka úttektir annarsstaðar. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðheira sagði við Morgun- blaðið að eitt ákvæði stjómarsátt- málans væri að við undirbúning fjárlaga hvetju sinni yrðu teknir fyrir til sérstakrar rannsóknar veig- amiklir útgjaldaþættir og þeir veigamestu væru að sjálfsögðu heil- brigðis- og tryggingamál, þamæst skólamál og svo einstakir liðir svo sem millifærslur og styrkir til at- vinnuvega og þá sérstaklega land- búnaðar. Fjármálaráðherra sagði að hvað varðaði heilbrigðismálin væri þegar sérstök nefnd að störfum sem heil- brigðisráðherra hefði skipað til að leita leiða til að lækka lyfjakostnað. Nú væri einnig í undirbúningi að efna til heildarúttektar á heilbrigð- istmálunum og stjómun heilbrigðis- kerfísins með það að meginmark- miði að fínna nýjar leiðir til að nýta féð sem þangað fer, en sú upphæð nam 25 milljörðum á síðustu fjár- lögum. Hann sagði að til stæði að leita til bandarísks ráðgjafafyrir- tækis sem hefði náð miklum áragnri við að lækka tilkostnað og nýta fjár- muni betur í heilbrigðisgeiranum. Ljósmyndafyrirsæta Nýs Lífs og Elite: Unnur Kristjánsdóttir bar signr úr býtum Morgunblaðið/PPJ Eldur í flugrél ÞAÐ óhapp vildi til á Reykjavíkurflugvelli í gær- morgun, að eldur kviknaði i erlendri feijuflugvél við gang- setningu. Brottför vélarinnar tafðist töluvert vegna þess, en engin slys urðu á mönnum. Eldur logaði glatt í hreyfli vél- arinnar og undir henni að framan í örfáar mínútur. Flugmanni ann- arrar feijuvélar tókst með miklu snarræði að kæfa eldinn að mestu, þar til slökkvilið flugvallarins mætti á staðinn og kom í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins. Flugvélin er einshreyfils af gerð- inni Piper PA-28 Archer. Hún var á leiðinni frá Bandaríkjunum til Evrópu og hélt af landi brott til Frakklands síðdegis. Bókagerðarmenn sam- þykkja kjarasamning UNNUR Kristjánsdóttir bar sig- ur úr býtum í keppninni um ljós- myndafyrirsætu Nýs Lífs og Elite. Keppnin fór fram á Hótel Sögu í gærkvöldi og kepptu 10 stúlkur til úrslita. Þetta var í fímmta skipti, sem keppni þessi fer fram hér á landi og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Myndir af þeim voru sendar utan og þær 10, sem kepptu til úrslita, voru valdar af þeim. Unnur verður fulltrúi íslands í lokakeppni Elite „The Look of The Year 1988“, sem haldin verður næsta haust í Japan. í öðru sæti varð Svava Rán Guð- mundsdóttir og jafnar í þriðja sæti þær Agla Egilsdóttir og María Heiga Einarsdóttir. Unnur Kristjánsdóttir FÉLAG bókagerðarmanna sam- þykkti á félagsfundi í gær samn- ing félagsins við Félag íslenska prentiðnaðarins sem undirritað- ur var í fyrrinótt. FÍP afgreiðir samninginn á mánudag. Samkvæmt samningnum hækka laun í samræmi við samninga iðn- verkafólks og verslunarfólks, eða um 14,31% á samningstímanum. Að auki eru lágmarkstaxtar færðir nær greiddum launum í stéttinni. Fastráðnir fá 5.500 króna launa- uppbót í júlí eftir eitt ár í starfí. Bókagerðarmenn með 9 ára starfs- reynslu eiga kost á 10 daga vetrar- orlofí á tímabilinu 27. desember til 1. maí gegn því að stytta sumaror- lof um 5 daga. Orlof á aukavinnu er hækkað í 10,64% miðað við 25 daga orlof og 12,04% miðað við 28 daga. Samningurinn gerir ráð fyrir skipan nefndar félaganna til að gera tiílögur um námskeiðahald og annarrar nefndar til að endurskoða vinnutíma- og vaktavinnuákvæði gildandi kjarasamnings, jafnframt því sem vaktaálög hækka um 2%. Á félagsfundi Félags bókagerð- armanna í gær greiddu 265 at- kvæði. Þar af samþykktu 203 samninginn, 57 voru á móti og 5 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Jafnframt var aflýst yfírvinnubanni félagsins, sem hefjast átti á mið- nætti í nótt. Vinnuveitendur taka samninginn fyrir á félagsfundi í Félagi íslenska prentiðnaðarins klukkan 17 á mánudag. Gunnar M. Magnúss rithöfundur. GunnarM. Magnúss látinn GUNNAR M. Magnúss, rithöfund- ur, er látinn. Gunnar fæddist 2. desember 1898 á Flateyri við Önundarfjörð. Foreldar hans voru Magnús ísleifsson, formaður og smiður, og Gunnvör Árnadótt- ir. Gunnar var kvæntur Kristínu Eiríksdóttur sem lést 11. nóvemb- er 1970. Gunnar tók kennarapróf árið 1927 og var við framhaldsnám við Kenn- araháskólann í Kaupmannahöfn 1936 til 1937. Hann var m.a. kenn- ari við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1930 til 1947, f stjórn Kennarasambands íslands 1930 til 1940, í stjóm Rithöfundafélags ís- lands 1950 til 1960, bóksali í Reykjavík 1954 til 1961, formaður Félags leikritahöfunda 1963 til 1970 og sat á AJþingi frá febrúar tii maí 1955. Útvarpsráð: Tillaga um útleigu rásar 2 að hluta til var felld Útvarpsráð felldi á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að dreifikerfi rásar 2 yrði boðið út til rekstrar nokkrar klukkustund- ir á sólarhring. TiIIöguna fluttu Magnús Erlendsson og Inga Jóna Þórðardóttir, formaður ráðsins. Þau sögðu í samtali við Morgunblaðið, að tillaga þessi miðaði að þvi, að kanna hvort hægt væri að hverfa frá taprekstri rásar 2 með því að leigja hluta dreifikerfisins út. Til þess væri heimild í lögum um Rikisút- varpið og þau væru þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að láta skattborgarana standa undir áframhaldandi taprekstri. Tillaga Ingu Jónu og Magnúsar hannesdóttir. er svohljóðandi: „í samræmi við ákvæði 16. greinar laga um Ríkisútvarpið leggjum við undir- rituð til að dreifíkerfi rásar 2 verði boðið út til rekstrar nokkrar klukkustundir á sólarhring. Útboð þetta miðist við svæðisbundnar útsendingar eða sendingar til landsins alls eftir atvikum og sé miðað við að minnsta kosti 4 tíma á dag. Sendingar þessar verði vel afínarkaðar frá útsendingu dag- skrárefnis rásar 2 og rekstraraðil- ar skulu hafa leyfí frá útvarpsrétt- amefnd til útvarpsrekstrar." Til- lagan var felld með 5 atkvæðum gegn tveimur. Á móti vom Guðni Guðmundsson, Bríet Héðinsdóttir, Markús Á. Einarsson, Magdalena Schram og Ásta Ragnheiður Jó- Inga Jóna Þórðardóttir sagði, að endanlegt uppgjör yfír rekstur Ríkisútvarpsins og þá um leið rásar 2 lægi ekki fyrir fyrr en um miðjan apríl að sögn fjármála- stjóra þess. í íjárhagsáætlun þessa árs væri hins vegar gert ráð fyrir spamaði upp á 10 miiljónir króna og að taprekstur yrði minnkaður sem því næmi. Ljóst væri að hallinn væri talsverður og sér þætti því mjög miður að útvarpsráð hefði fellt þessa til- lögu. Án þess að gera tilraun í þessa átt, gætu menn ekki vitað hvort þama væri einhver hagnað- arvon. Magnús Erlendsson sagðist ekki geta borið ábyrgð á því að skattborgaramir þyrftu að bera tugmilljóna tap af rekstri rásar 2, en íjármálastjóri Rlkisútvarps- ins hefði oft lýst því yfír að stofn- unin hefði farið langt fram úr fjár- lögum. Hann hefði hlustað á rás 2 milli klukkan 14 og 16 á fímmtudag og tekið út fyrir þá ömurlegu dægurvellu, sem upp á var boðið. Á þessum tíma hefðu verið þijár auglýsingar, sem sam- tals hefðu staðið í 1 mínútu og 10 sekúndur. Útsending þennan tíma hlyti því að hafa verið skatt- borgurunum kostnaðarsöm. Við flutning tillögu sinnar vitn- uðu Inga Jóna og Magnús í um- mæli, sem höfð voru eftir fjár- málaráðherra, Jóni Baldvin Hannibalssyni, í Morgunblaðinu á fímmtudag. Þar var haft eftir honum að Ríkisútvarpið hefði far- ið langt fram úr fjárlögum síðasta árs. Þar væri verið að yfírborga menn langt umfram það, sem eðlilegt gæti talizt og tæki þar hefðu verið keypt á kaupleigu án heimildar. Hörður Vilhjálmsson, fjármála- stjóri Ríkisútvarpsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrr- verandi menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, hefði veitt Ríkisútvarpinu heimild til tækja- kaupa með kaupleigu. Hann kannaðist heldur ekki við að hægt væri að tala um yfírborganir sem nokkru næmu. Deildarstjórar hefðu ákveðinn vinnustundaflölda á mánuði til þess að fylgjast með gangi mála og undirbúnings og almennir fréttamenn fengju greidda sérstaka þáttagerð, sem unnin væri utan venjulegs vinnu- tíma. Um afkomu rásar 2 sagði Hörð- ur, að þegar hljóðvarpið hefði flutt f Efstaleitið, hefði rekstur rásanna að miklu leyti runnið saman í eitt. Væri auglýsingatekjum skipt til helminga milli rásanna, væri rekstur rásar 2 nokkum veginn í jafnvægi. Hins vegar væru það miklar búsifí'ar, að með fjölgun ljósvakamiðla hefðu auglýsinga- tekjur Ríkisútvarpsins dregizt saman um tæpar 300 milljónir króna frá haustmánuðum 1986, væri miðað við verðlag í janúar síðastliðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.