Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Gellugleði-hvað er nú það! eftirlðunni Steinsdóttur Hugsið ykkur að félagar úr öllum Rot- ary-, Lions-, Round table-, JC-, Oddfellow- og Kiwanisklúbbum landsins væru saman- komnir i stórum sal til að borða góðan mat og skemmta sér á laugardagskvöldi. Haldið þið að það yrði ekki alveg maka- laus stemmning? Takið svo þessa stemmningu og marg- faldið hana með milljón og þá hafíð þið stemmninguna sem ríkti á Gellugleðinni sem haldin var nýlega norður á Húsavík. Gellugleði! Hvað er nú það? Eins og alkunna er nær íslenska orðið gella yfír tvenns konar fyrirbæri. Fisk- meti sem mörgum þykir ljúffengt en öðrum slepjulegt. Og konur af öllum stærðum og gerðum með eggjandi útlit og hressi- legt viðmót. Á Gellugleði eru báðar þessar gelluteg- undir mættar til leiks og má hvorug án hinnar vera. Þær fyrmefndu liggja á lang- borðum marineraðar og djúpsteiktar í sós- um sem engin orð ná yfír en halda áfram að kitla bragðlaukana löngu eftir að þeim hefur verið skolað niður með hvítvíni eða kóki. Hinar sem ég mun hér eftir skrifa með ' upphafsstaf í virðingarskyni eru komnar til að skemmta sér. A fjórða hundrað kon- ur frá tvítugu og upp úr, sú elsta 85 ára. Allar í sínu stífasta pússi, nýgreiddar og ilmandi af steinkvatni. Kona er alltaf kona, en hún er ekki Gella nema að hún 5é búin að dubba sig upp, öðlast sjálfstraust við að sjá að vara- liturinn passar við sparikjólinn og nýju eymalokkamir passa við allt hitt. Skómir hækka hana um þijá sentimetra og eigin- maðurinn sem hún skilur eftir heima yfír pylsupottinum tautar í barm sér: — Það er naumast þú ert orðin gelluleg. Hér eru saman komnar glæsikonur og þetta kvöld er öðruvísi en öll önnur kvöld í lífí þeirra af því að þær eru í 'fyrsta sinn á Gellugleði. í kvöld þurfa þær ekki að brytja fyrir neinn nema sjálfar sig. Það er búið að skralla kartöflumar. Og ef konan við hlið- ina á þeim er með óþekkt og vill ekki borða matinn sinn þá þurfa þær ekki að mata hana. Þær eru í fríi. Nokkrar eru langt að komnar. Þær þrömmuðu út úr mismunandi margra hæða blokkum suður í Reykjavík með sparispíssið í ferðatöskunni, veifuðu í karl- inn og krakkana og flugu norður yfír heið- ar. Sumar höfðu ekki komið heim á æsku- stöðvamar svo árum skipti. — Gunna mín, ert þetta þú! Það eru orðin þijátíu ár. Þú hefur ekkert breyst! — Manstu árið sem við fermd- umst . . . ? — Hvemig er það með hann Gvend, er hann kominn með skalla? Það er faðmað og kysst, hlegið og skraf- að. — Og þú ert bara komin á mannamót, heillin! — Það var sko tími til kominn, ég hef ekki farið á ball í þijátíu ár. Karlinn vill ekki dansa og maður getur ekki verið að flennast þetta einn. — Ég ákvað að spandera einhveiju á sjálfa mig áður en ég legðist í kör, það er ekki seinna vænna! Marineruðu gellumar hverfa af lang- borðunum í prúðri samfylgd með sjvarrétt- arpaté, indverskri melónusúpu og fleiru og fleiru. Og ekki gleymast þeir sem heima sitja og brytja pylsur ofan í krakkaskarann. Þeir fá umfjöllun í tíu mínútna erindi þar sem þroska- (eða vanþroska) ferill þeirra er rakinn, allt byggt á vísindalegum stað- reyndum. Það er líka vitnað í þá: „Konan var það síðasta sem maðurinn skapaði og það er auðséð að hann var orðinn pínulítið þreyttur! Konan er bara það sem maðurinn hefur gert úr henni — og stundum er eins og það sé ekki nóg!“ Þetta og þvílíkt er haft eftir einhveijum sérvitringum úti í heimi. Hins vegar send- ir húsvískur eiginmaður sem kallar sig „Einn af körlunum" vísu inn í gleðskapinn: Heill sé ykkur á Gellugleði, góður verði ykkur maturinn. Einir heima húka á beði, húsbændur með sorg á kinn. „Kona er alltaf kona, en hún er ekki Gella nema að hún sé búin að dubba sig upp, öðlast sjálfstraust við að sjá að varaliturinn passar við sparikjólinn og nýju eyrna- lokkarnir passa við allt hitt.“ Sorginni léttir kannski þegar líður á kvöldið því klukkan ellefu verður húsið opnað fyrir þeim sem langar til að koma og fá sér snúning með Gellunum. En það er langt þangað til klukkan verður ellefu og skemmtiatriðin líða yfír sviðið eitt af öðru. Högni og læða sem greinilega eiga í baráttu við vessana í kroppnum syngja Kattadúettinn við gífur- legan fögnuð áheyrenda sem flestir eiga kött og þekkja vandamálið að heiman. Sýnikennsla í matargerð með kryddi úr mannlífínu heima í héraði og það er hlegið þangað til tárin streyma niður á marglita ábótina á diskunum svo að sós- umar verða saltar og þunnar. Eitt skemmtiatriði, Jazzkór, er að því leyti mislukkað að í því eru líka karl- menn. Að öðru leyti vel lukkað, eins og vindpúst utan úr hinum stóra heimi inn í sálufélag þessara hvunndagshetja sem í kvöld hafa risið úr öskustó og gerst Gellur og glæsikonur. Og síðasta atriðið, hápunktur kvöldsins. Tískusýning! Nei — ekki fötin sem við kaupum í Kringlunni eða á Laugaveginum í dag. Ekki kjólamir sem fást í kaupfélögunum með geimfarapúða í öxlunum. Heldur kjól- amir sem við gengum í allt frá 1930 fram á þennan dag. Að ógleymdum undirfötun- um. Á sínum tíma sagði vís maður eitthvað á þessa leið um breytileika tískunnar: Þegar pilsfaldurinn er í ökkla í París er hann uppi á hnjám í Reykjavík og Guð má vita hvar hann er á Húsavík. Við sannreynum að hann hefur verið á ólíklegustu stöðum á Húsavík í tímans rás. Allt frá nára og niðrúr. Og viðbrögðin í salnum lata ekki á sér standa. — Þau vom nógu pen þessi sokka- bandabelti ef tippin hefðu ekki alltaf verið að slitna úr . . . og saumamir svo skakk- ir að þeir náðu stundum hringinn, heyrist í þeim sem voru á sínum sokkabandsáram upp úr kreppunni miklu. — Maður var spengilegur í teygjubux- unum . . . það vora ekki þessir lærapok- ar sem ég burðast með í dag . . . svo var þetta svo hlýtt, það era stríðsárgan- gamir sem hafa orðið. — Manstu, manstu þegar við voram að beijast í gegnum snjóskaflana í svona dressi, segir módel 1953 við módel 1954 þegar leggjalöng dama sprangar um í stuttbuxum, síðri kápu og uppreimuðum stígvélum. Það er eitthvað fyrir alla og minningam- ar streyma . . . Rétt fyrir ellefu er fyrir alvöra farið að hugsa til karlanna. Nokkrar konur ganga um og selja herrasokka enda viðbúið að menn hafí ekki haft sinnu á að fínna sér hreina sokka heima í einsemdinni. „Ó Jósep, Jósep, bágt á ég að bíða . . .“ — Úúú, við höfum ekkert með þá að gera, heyrist úr einu hominu. En klukkan er orðin ellefu. Gullna hlið- inu hefur verið lokið upp og inn í dýrðina streyma eiginmenn og vonbiðlar brosandi út undir eyri með stöku tómatsósublett á manséttunum eftir pylsuslaginn heima. Enda ekki við öðra að búast þar sem það er vitað mál að spariskyrtumar taka upp á að fela sig á ólíklegustu stöðum þegar húsfreyjan bregður sér af bæ. Dansinn dunar innan þeirra takmarka sem tími og rúm setja honum og menn velja sér dansfélaga öldungis óbundnir af kynferði. Þó dansa aldrei tveir karlar sam- an, það er ekki hægt að spandéra þeim svoleiðis . . . Afgreiðslan á böranum gengur hægt, enda að mestu mannaðir viðvaningum í þetta skipti. —. Æi, ég sleppi þessu bara, það er hvort sem er rannið af mér, segir mið- aldra Gella sem er oðin leið á að bíða. Hún krækir í fermingarsystur sína og snarar sér í dansinn. Þetta er líka allt í lagi því hér era þátt- takendur upptendraðir af innri gleði og þurfa ekki að fara á barinn til að njóta lífsins. Þetta er semsagt það sem kallað er Gellugleði. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju á sunnudag: Ann Toril Lindstad kynn- ir Böhm o g Lubeck Á orgeltónleikum í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag 27. mars, verða flutt verk eftir þýsku tónskáldin Georg Böhm og Vincent LUbeck. Ann Toril Lindstad organisti í Laugarneskirkju leikur og kynnir jafnframt tónskáldin og verk þeirra með nokkrum orðum. Orgeltónleikar þessir eru í röð tónleika sem Listvinafélag Hallgrims- kirkju hefur skipulagt þar sem svokallaðir norður-þýskir barokk- meistarar eru kynntir. En hveijir voru Böhm og LUbeck? „Þeir vora samtímamenn og störfuðu í Norður-Þýskalandi, Böhm í Lubeck og Lubeck í Hamborg. Böhm var uppi 1661 til 1733 og Liibeck 1656 til 1740. Tónverk þeirra era á margan hátt nokkuð lík en segja má þó að Böhm hafí farið inn á nýjar brautir, er nýtískulegri, meðan Lubeck fer troðnar slóðir." Nokkuð þekktir Era þeir báðir þekktir í dag? „Meðal organista eru þeir allvel þekktir þó þeir hafí kannski spilað misjafnlega mikið eftir þá. Ég hafði til dæmis ekki kynnst verkum þeirra í námi mínu en mér fínnst líklegt að þeir sem læra í Þýskalandi kynn- ist þeim betur. Þeir vora báðir mjög dugandi tónlistarmenn, störfuðu sem organistar við kirkjur og þurftu að standa fyrir margs konar tónlist- arflutningi sem slíkir. Þeir höfðu hlotið góða menntun og eins og organistar á þeim tíma þurftu þeir einnig að semja talsvert. Margt af því hefur áreiðanlega ekki verið skrifað, þeir hafa leikið nánast af fíngram fram ýmsa kóralforleiki og annað. Talsvert er þó til af verkum þeirra." Ann Toril Lindstad leikur þijú verk eftir hvom þeirra og byijar hún á verkum Böhms. Fyrst er prelúdía og fúga I C-dúr, síðan Capriccio í D-dúr og loks sjö af ell- efu tilbrigðum hans sem samdar era við sálmalagið Jesús þínar opnu undir. Þá leikur hún eftir Lubeck verkið Preambulum í C-dúr, kóral- fantasíu við sálminn „Ich rafe zu dir, Herr Jesu Christ" og prelúdíu í EÍ-dúr. Tekur þessi efnisskrá um klukkustund í flutningi með inn- skotum hennar og umíjöllun um tónskáldin. En hvað segir Ann Tor- il um organista í dag, er sú tíð lið- in að þeir geri allt í senn eins og var, spili, stjómi og semji? „Þeir era að minnsta kosti fáir sem starfa á svona fjölbreyttan hátt og þessir gömlu meistarar gerðu. Sérhæfingin hefur náð tök- um á organistum eins og öðram. Tónlistarmenn era í dag annað- hvort hljóðfæraleikarar eða tón- skáld en sjaldnast hvort tveggja. Menntunin er á margan hátt svip- uð, auk orgelleiks læram við nokkuð í tónsmíði og impróvisasjón eða því að leika af fíngram fram, en þessi atriði era ekki eins nauðsynleg í starfí organistans í dag. Við höfum svo greiðan aðgang að tónlist ann- arra að við þurfum ekki að búa hana til. Gömlu meistaramir urðu hins vegar að semja svo og svo mikið af tónlist þegar þeir þurftu að nota hana við ýmis tækifæri í kirkjum sínum og þess vegna liggur svo mikið eftir þá.“ Endurnýjun Ann Toril hefur í nokkur ár starf- að hérlendis og er nú organisti í Laugameskirkju. Hvað gera organ- istar á íslandi til að halda sér við í starfí sínu? „Það er mjög gott að geta farið á nokkurra ára fresti til annars lands til að endumýja sig. Við þurf- um að geta komist í annað um- hverfi meðal annars til að kynnast nýjum tónskáldum og tónverkum og sækja námskeið til endurmennt- unar. Sjálf vildi ég helst komast á námskeið til að læra betur að sljóma bamakór sem ég hef áhuga á að koma upp við kirkjuna. Ann- ars hef ég verið heppin því ég fékk styrk frá Noregi til að stunda nám við Schweelink konservatorium í Hollandi og þangað hef ég farið og Ann Toríl Lindstad orgeUeikarí. dvalið í nokkrar vikur síðustu vetur til að sækja tíma og æfa,“ segir Ann Toril Lindstad að lokum. Tónleikamir í Hallgrímskirkju á Morgunblaðið/JúlíU8 sunnudaginn hefjast klukkan 17 og era aðgöngumiðar seldir við inn- ganginn en féiagar Listvinafélags Hallgrímskirkju fá ókeypis aðgang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.