Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 „ Ég heyr'i db jpuUri feriiaA C& Waldc*. ruirnsKeiS i vcuntcwraeXb. " Ast er ... HEALTH STORE J-/3 að nærast á heilsufæði. TM Reg U.S. P*l Otl. —»11 hghtt /wirvtd * 1987 Lo« AngatM T«n«s Syndic«t« Með morgunkafijnu Hvar stendur að bannað sé að vera með þá? Fjölmiðlar o g brotin bein Tumi skrifar: Við skerbúar höfum ekki þurft að kvarta undan skorti á umræðu- efni í fjölmiðlunum undanfamar vikur. Um ráðhúsið verður rifizt þartil það hefur risið — einhvers staðar. Bjórinn er að verða eilífð- arpex, séríslenzkt fyrirbrigði, vegna þess að engum öðrum í heiminum — nema „frændum okkar“ Svíum — dettur í hug að þrasa um svo sjálfsagðan hlut. Við erum þó greinilega að þreytast á þessum umræðuefnum, því að við höfum tekið lögregluna fyrir á ný. Þessum skrifara dettur í hug, að íslendingar séu ekki allir jafnvel ættaðir og konungbomir og þeir hafa talið sér trú um gegnum ald- imar. Kannski þrælamir hafi líka átt afkomendur eða hvað annað skýrir ræfladýrkun okkar og andúð á lögum og rétti? Skrifari telur, að varlega eigi að fjalla um mál, sem em í rannsókn. Ut úr slíkri athugun kemur oft annað en búið er að blása upp í fréttum. Þó ætti að mega minnast á handleggsbrot (að jafnaði kallað limlesting í fjölmiðlunum) sem ung- ur maður hlaut í átökum við lögregl- una, þar sem hann hefur sjálfur verið óspar á að lýsa reynslu sinni fyrir alþjóð og raunar komið, ásamt móður sinni, alla leið inn í stofu til þessa skrifara á skerminum. í einhvetjum furðulegasta sjón- varpsþætti, sem skrifari hefur séð í ríkisreknu sjónvarpi, var rauna- saga hans rakin. Ekki er deilt um handleggsbrotið og vonandi grær það eins og flest brot gera og bæt- ur koma fyrir. Varla er nokkur manneskja svo illkvittin að telja það annað en óviljaver. En hvers vegna hafði hann lent í átökum við lög- regluna? Allur almenningur stendur a.m.k. ekki í slíkum slagsmálum og er að jafnaði ekki espaður svo upp af lögreglunni að ástæða sé til að ráðast á hana eða veita henni mótþróa. Síðan þetta gerðist, hefur smám saman komið í ljós, að um- ræddur maður hefur raunar tekið til hendi í fleiri skipti, m.a. í skemmtistaðnum Hollywood, og virðist sækjast eftir því að eiga í útistöðum við lögregluna. Móður áflogamannsins var svo flogið hing- að á kostnað þessa skrifara og ann- arra skattborgara til þess að lýsa því yfir, að hún sæi enga framtíð fyrir son sinn! Hvað skyldu vera mörg handleggsbrot á íslandi á ári? Eða lærbrot? Varla er öll von úti fyrir allt það fólk. Svo erum við afgreidd með því, af umsjónar- manni þáttarins, að þessi flugferð hafi verið til þess að spara okkur peninga því annars hefðum við mátt borga þrefalt — fyrir hann og hjálparkokka — til að fljúga austur á land í viðtalið. Hverskonar vinnubrögð eru þetta eiginlega? Nú hafa ríkisíjölmiðlamir og svo- kallað félagshyggjufólk haldið uppi stífum áróðri fyrir því, að því að- eins verði okkur skattræflunum tryggður heiðarlegur og menning- arlegur fréttaflutningur, að „fijáls- ir“ fjölmiðlar með „gróðasjónármið" og „peningavaldið" á bak við sig sjái ekki einir um upplýsingaflæðið. Því undraði skrifara ekki þótt DV velti sér uppúr þessum atburði dag eftir dag og átti von á svipuðum sjónvarpsþætti og þessum frá Stöð 2 en ekki ríkissjónvarpinu. Skrifari sér ástæðu til að vekja athygli á þessu vegna þess, að um sama leyti vöktu tvær aðrar lög- reglufréttir athygli hans, þótt minna færi fyrir þeim. Fyrri fréttin var sú, að lögreglu- manni voru dæmdar bætur fyrir meiri háttar meiðsli er hann hlaut á heimili, sem hann hafði verið kallaður á til að stilla til friðar. Samkvæmt fréttinni tók það hann mörg ár að ná rétti sínum. Ekki minnist skrifari þess, að lögreglu- maðurinn hafí verið talinn nógu fréttnæmur til þess að vera kjörinn „maður vikunnar" eða að ríkisfjöl- miðlar hafí minnst þessa atviks sérstaklega, hvorki er hann slasað- ist eða nú. Hefði þó ekki þurft að sækja hann lengra en út á Seltjarn- ames. Það er ekki mikil frétt þótt lögreglumaður slasist við skyldu- störf. Og ekki er vitað til þess, að þeim, sem misþyrmdu honum hafi verið vikið úr starfí. Síðari fréttin birtist í DV um síbrotamann, sem virtist ætla að nota sér gamalt meiðsli á hnéskel til að kría peninga útúr samborgur- um sínum. Það er ástæða til að staldra hér við. Þessi skrifari er hvorki í lögregl- unni né heldur á hann í útistöðum við hana. Hann hefur hinsvegar nasasjón af því, að ekki eru allir landar okkar meinlaus gæðablóð. Hér, eins og í öðrum löndum, eru til ósvífnir fantar og glæpamenn, eða hvað á að kalla þá innbrots- þjófa, sem ganga með barefli á híbýli manna og bijóta þar allt og bramla af skemmdarfysn einni sam- an, hvort sem þeir hafa fundið fjár- muni eða ekki. Þetta eru engir hungraðir menn að stela brauði. Og ekki ætla þeir sér að kaupa bjór — varla einu sinni brennivín fyrir þýfíð. Ætli önnur fíkniefni séu ekki líklegri? Hvað viljum við nú, lesendur góðir, sem höldum lögreglunni úti til þess að vemda eigur okkar og híbýli, að hún geri, þegar hún stend- ur andspænis þessum kúbeins- mönnum? Á hún að spyija hvort þeir hafí einhvem tíma meitt sig í hnénu? Eða handlegg? Halda menn að þeir breytist skyndilega í frið- sama borgara og komi sjálfviljugir með henni? Þessi skrifari furðar sig á að beinbrot og alvarleg meiðsli skuli ekki vera miklu algengari en raun ber vitni, bæði á áflogahundum og lögreglumönnum, og telur að lög- reglumenn séu oftar — og daglega — í meiri hættu af samborgurum sínum en samborgaramir af þeim. Mega þeir haga sér svona? Til Velvakanda. í íslenska listanum sem kynntur var sl. laugardag á Stöð 2 voru nokkur vinsælustu lög vikunnar kynnt. Þar á meðal var lag með söngvaranum Rick Astley. I kynn- ingunni á undan því lagi lét annar umsjónarmanna fylgja persónulega skoðun sína á söngvaranum. Þar sagði hann að sér fyndist undarlegt hvernig fólk gæti haldið upp á þenn- an söngvara. Þess vegna vil ég beina þeim tilmælum til allra þeirra sem geta svarað, hvort að sjón- varpsmenn megi láta sínar skoðanir í ljós. Anný Lára Emilsdóttir HÖGNI HREKKVÍSI 5ÉRFRÆ©/N<aS." Víkverji skrifar Imáli manna er gjaman talað um dagana eða vikuna fyrir páska sem páskaviku. Þetta mun vera gamaít í málinu og sagðist guð- fræðingur, sem Víkveiji ræddi við, hafa sé(ð í bóícum frá 18. öld talað um fyrmefnda daga sem páskaviku. Hann sagðist þó telja réttara og upprunalegra að tala um vikuna á eftir, sem hefst með páskadegi, sem páskaviku. I orðabók Menningarsjóðs em tvær skýringar gefnar á páskaviku: „1 dymbilvika. 2 vikan sem hefst með páskum." Samkvæmt þessum skýringum er jafn rétt að tala um hvora vikuna sem er sem páska- viku. I skýringum sömu orðabókar er dymbilvika skýrð á eftirfarandi hátt: „Efsta vika, kyrra vika, vikan er hefst á pálmasunnudag og endar laugardag fyrir páska (þá var sett- ur dymbill í kirkjuklukkur),“ Dymb- illinn eða trékólfurinn mun hafa verið settur í klukkumar til að fá dimmari hljóm eh venjulega. Víkveiji vill benda á að ef orð eins og dymbilvika, kyrra vika og efsta vika hverfa alveg úr málinu er að þeim mikil eftirsjá. Fyrmefnd- ur guðfræðingur sagðist telja þessi orð eldri í málinu en páskaviku. Víkveija finnst einnig rökréttara að tala um páskavikuna, sem þá vikuna er hefst með páskasunnu- degi. Þá má nefna að það býður heim ónákvæmni ef orðið páskavika getur átt við tvær vikur á árinu. xxx Aðeins meira um orð og orða- notkun. Nú orðið má ekki taka nokkum skapaðan hlut í notkun án þess að talað sé um vígslu. Vissu- lega gefur orðabókin ýmsar skýr- ingar á orðinu að vígja, t.d. að helga, vígja prest til starfa, gefa í hjónaband og loks að nota í fyrsta skipti. Þessi skýring breytir þó ekki þeirri skoðun Víkveija að orðið sé ofnotað þegar átt er við þá athöfn að taka í notkun eða að nota í fyrsta skipti. Eitt dæmi þessu til áréttingar. Víkveiji rakst nýverið á eftirfarandi fyrirsögn í héraðs- fréttablaði: „Lausullarbúnaður vígður." Hefði ekki verið eðlilegra að tala um að taka þennan búnað í notkun? xxx * Iflugvél á heimleið frá Noregi á dögunum sat Víkveiji meðal Norðmanna á leið í ódýra helgar- ferð til íslands. Hluti hópsins mætti vígreifur um borð með hjálma á höfði og plastsverð í höndum, engu líkara en að afkomendur víking- anna, sem urðu eftir í Noregi á sínum tíma og sættu sig við skatt- píninguna, væm nú loks á leið yfír hafið. Þessi flokkur starfaði hjá raf- eindafyrirtæki í Ósló og höfðu eig- endur fyrirtækisins boðið starfs- mönnunum í ferðina. Víkveiji spurði sessunaut sinn, einn úr víkinga- hópnum, hvort engar konur væru með í ferðinni. Maðurinn svaraði að bragði: „Nei, að sjálfsögðu ekki, þetta eru bara yfírmennimir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.