Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Ævar R. Kvaran: Þijú hundruð ár írá fæðingu hins mikla Swedenborgs Hugsið ykkur mann, sem í senn var doktor í heimspeki, stærðfræðingur, eðlisfræðingur, stjömufræðingur, steinafræðingur, líffærafræð- ingur, líffræðingur og sérfræðingur í málm- vinnslu. Auk þess var hann uppfinningamaður * og hafði hugboð um margar nútímauppgötvanir. í einu rita sinna, sem heitir Principia, kom hann fram með kenningar um stjömuþoku sextíu og tveim árum á undan La Place og tuttugu og einu ári áður en þeir, hann og Kant, birtu skoðan- ir sínar. Nægir það raunar eitt til þess að tryggja Swed- enborg tignarsæti í ríki vísinda og heimspeki. Og þó er enn ekki allt upptalið. Þessi maður var einnig ófreskur. Árið 1759 var hann staddur í Gautaborg og sá fyrir sér stórbruna, sem á sama tíma fór fram í Stokkhólmi í 450 km fjarlægð. Hann lýsti brana þessum í smáatriðum, hveiju húsi sem brann fyrir sig og sendi þegar borgarstjóra Gautaborg- ar skýrslu um atburðinn. Þótti þetta eins og nærri má geta allkynlegt, en þó óx undran manna enn meir, þegar í ljós kom við rannsókn síðar, að lýsing hans var al- gjörlega sannleikanum samkvæm. Maður þessi sá m.ö.o. í gegn um holt og hæðir, þegar því var að skipta. í nýjustu útgáfu ensku alfræðibókarinnar er Swedenborg ekki veitt minna rúm en sjálfum Einstéin, svo sjá má af því, að hér fer enginn meðalmaður; enda var hann, sökum ótrúlegrar þekkingar oft nefndur „Aristoteles Norður- landa". Emanuel Swedenborg 1734. Maður þessi var Svíinn Emanuel Swedenborg, sem uppi var 1688— 1772. I janúarmánuði sl. voru 300 ár liðin frá fæðingu hans. Hann fæddist í góðum efnum. Faðir hans var bisk- up, vinur sænsku konungsfjölskyl- dunnar, stórgáfaður og mikilsmetinn maður. Móðir hans var hins vegar ósköp venjuleg kona, hyggin og heið- arleg dóttir námuforstjóra ríkisins. Við fæðingu drengsins varð föður hans litið til himins og ákvað að hann skildi heita Emanuel, sem þýð- ir „Guð er með oss“. En hin hagsýna móðir hafði meiri áhuga á að vita hve mikið sveinninn vó. Að sið kirkjunnar manna var hon- um veitt strangt uppeldi, sem lagði, honum þungar skyldur á herðar. Snemma fór að bera á óvenjulegum gáfum hans og sterkum persónuleik. Um æsku sína segir hann hæversk- lega einhvers staðar: „Ég lét í ljós hugsanir, sem ullu furðu foreldra minna og sögðu þau stundum, að vissulega töluðu englar af munni mínum." Aðeins 22 ára er hann orðinn fulln- uma doktor í heimspeki við Uppsala- háskóla. Vildi stundum bregða fyrir hroka hins óþroskaða snillings á þessum árum í setningum, eins og þessum: „Þetta er staður lítilla tæki- færa; nám mitt og rannsóknir eru alls ekki metnar af þeim, sem ættu að hvetja mig.“ Hann pakkaði því að lokum saman bókum sínum og lagði í reisu vestur yfir meginlandið um Holland, Frakk- land og til Englands. Frá Lundúnum skrifar hann foreldrum sínum m.a.: „Ég stúdera Newton á hverjum degi og mig langar mjög til að sjá hann og heyra." Og nokkrum vikum síðar skrifar hann: „Hvað viðvíkur stjömu- fræðinni, þá hef ég tekið í henni þeim framföruih, að ég hef upp- götvað ýmislegt, sem ég hygg að geti verið til mikilla nota við það nám. Ég hef þannig uppgötvað óbrigðula aðferð til þess að ákvarða lengdargráðu á jörðinni með stoð tunglsins...“ Omettanleg fróðleiksfýsn hans kenndi honum að færa sér allt í nyt, jafnvel það hvar hann valdi sér hús- næði. Hann sagði: „Ég færi mér húsnæðið í nyt. Fyrst bjó ég hjá úr- smiði, síðan trésmiði og nú er svo komið, að ég er sjálfur farinn að smiða stærðfræðileg verkfæri." Emanuel kynntist brátt lærðustu mönnum Bretlands og var af þeim mikils metinn. En öðru máli gegndi um föður hans, herra biskupinn, sem taldi að þetta vísindafikt hans leiddi ekki til neins góðs. Nú steðjaði vandi að hinum verðandi snillingi, því herra biskupinn, faðir hans, ákvað að lokka hann aftur heim til Svíþjóðar, svo hann gæti snúið sér að einhveiju „heiðarlegu starfi". Og gamli Swedenborg var ekki í vandræðum með aðferðina. Hann hætti blátt áfram að senda stráknum peninga. „Heimastyrkurinn er á þrot- um,“ skrifar Emanuel. „Námið er gert mér ókleift, sökum fjárskorts. Mig furðar að faðir minn skuli ekki hirða meira um hag minn en svo, að Iáta mig lifa, eins og undanfarið í meira en sextán mánuði á tæpum fímmtíu pundum ... Það er hart að lifa án matar og drykkjar, eins og einhver umrenningur — jaftivel fyrir mann, sem er að uppgötva leiðir til þess að mæla tunglið." Þótt Emanuel sárnaði skiljanlega skilningsleysi föður síns, þá hélt hann ótrauður áfram mælingum sínum og vélasmíðum. Hugur hans var fullur af alls konar áætlunum, sem hann sífellt reyndi að láta koma að hag- nýtu gagni. Riss hans af ýmiskonar vélauppgötvunum voru vinum hans hreinustu rúnir, en þeir litu á þetta sem fjarstæðukennda hugaróra sér- vitrings. Vart var við öðru að búast á 18. öld, þegar vísindalegir fordómar lifðu góðu lífi, að menn botnuðu til dæm- is nokkuð í uppdrætti að skipi, sem ásamt áhöfn sinni var ætlað að kafa undir yfirborð sjávar hvar sem þurfa þætti og gæti þannig valdið óvina- flota feiknatjóni. Hér voru sem sagt kafbátar nútímans komnir á kreik í hugarheimi þessa merkilega manns. Þá gerði hann áætlanir um það, hvemig flytja mætti skip yfir þurrt land og sá fyrir sér „loftbyssunni, sem gæti skotið sjötíu skotum, án þess að hana þyrfti að hlaða, og að ógleymdu „fljúgandi skipi", sem flutt gæti farþega gegnum loftið. Þessa síðustu uppfínningu, teikn- ingu af fljúgandi skipi sendi hann til fremsta eðlisfræðings Svíþjóðar. En sá góði maður botnaði hvorki upp né niður í „þessari bölvaðri vitleysu“, eins og hann kallaði það. Og hinn mikli vísindamaður tók að útskýra fyrir unga manninum, eins og drepg- hnokka, sem skilur ekki einföldustu hluti, að það væri jafnmikil fjarstæða að ætla sér að fljúga með tæknileg- um aðferðum, og að finna upp eilífð- arvél eða breyta eir í gull. Og hann sendi Emanuel langt bréf, þar sem hann þóttist sanna með ótal formúl- um og tölum, hvflík ógnarfjarstæða •það væri, þegar mönnum dytti í hug að fljúga í loftinu. Og eins og frumlegir hugsuðir allra tíma varð Swedenborg að lifa aleinn í draumaheimi sinum. En þetta voru draumar vísindamanns, sem gæddur var innri sýn og krafti spá- mannsins. En Swedenborg var einn hinna fáu hugsuða, sem grundvallaði þekkingu sína á trú. Sú var sannfæring hans, að ný svið, nýir heimar biðu þess að finnast, en til þess þyrftu bæði hugs- un og trú. Hér þyrfti að koma til hugarafl og trú manna, sem samein- uðu í sér skáldið og vísindamanninn. Þeir einir gætu brúað bilið milli heim- anna með því að breyta hugsun í sannreynd. Og það var einmitt þetta sem Swedenborg, afkvæmi trúarbragð- anna og fóstursonur vísindanna hefði í hyggju að reyna. Að lokum sneri þessi „eilífðarstúd- ent“ heim frá sannleiksleit sinni í framandi löndum. Hann var nú full- orðinn, en samt hafði hann ekkert fast starf. Faðir hans gerði nú lo- katilraun til þess að koma fastri jörð undir fætur þessa „reikula" sonar síns. Hann hagnýtti sér sambönd sín við sænsku hirðina og tókst að vekja athygli hins fræga konungs Karls XII á málinu. Konungur bauð Emanuel stöðu í ráðuneyti námamála og hinn ungi Swedenborg tók því. En um þetta leyti henti Sweden- borg ný reynsla, sem átti eftir áð hafa djúp áhrif á hann. Hann varð sem sagt logandi ástfanginn af dótt- ur hins fræga eðlisfræðings, sem hafði vakið hann svo hranalega af draumum sínum um mátt mannsins til þess að fljúga um loftin blá. Þótt hinn frægi maður hafi litið á uppfinningaáætlanir Emanuels sem barnaskap, þá sýndi hann samt að hann mat þekkingu hans og bauð honum hönd eldri dóttur sinnar. En hér fór sem oft endranær, að dóttir- in lét sig engu skifta þekkingarmat föður síns og lofaðist öðrum manni. En Emanuel flýtti sér að segja föður hennar, að hann tæki það ekki nærri sér. Það væri nefnilega yngri dóttir- in, sem hjarta hans þráði. Og gamli maðurinn var ekki seinn að leggja hjúskaparsáttmála fyrir hina ungu stúlku, sem var tæpra sextán ára gömul. Hann krafðist þess, að hún undirritaði trúlofun sína og Sweden- borgs. Og veslings stúlkan þorði ekki að andmæla og skrifaði skjálfandi undir. En hún unni öðrum manni. Tíminn leið og Swedenborg hugg- aði sig við það að lesa daglega þenn- an samning, sem tryggði honum að éignast hana einhvem tíma í framtí- ðinni. En einn morgunn var samning- urinn horfinn og fannst hvergi. Skýr- ingin var sú að bróðir hinnar örvænt- ingarfullu heitmeyjar hafði stolið samningnum og fært henni. Og þannig uppgötvaði ungi mað- urinn, sem hafði rannsakað hin tor- skildustu lögmál náttúrunnar, að hann botnaði ekkert í tilfinningalífi ungrar stúlku. Hún unni honum ekki. Það hafði því fremur verið vísinda- maðurinn í honum en dulhyggjumað- urinn, sem athugaði hana. Og eins og ungra manna er siður strengdi Swedenborg þess heit að verða aldr- ei ástfanginn aftur. En sá var munur- inn, að hann hélt heit sitt. Ekki var þetta hinum tilfinninga- næma unga manni sársaukalaust. Hann átti jafnvel erfítt með að vinna. En viljasterkur maður lætur ástar- sorgir ekki buga sig; síst af öllu, þegar hann er að vinna að verk- fræðilegum áætlunum um það, hvemig eigi að flytja galeiður kon- ungs yfir þurrt land, byggja skurði, rannsaka málmauð jarðar og ofaná allt þetta með áætlun um að skrifa heimspeki alheimsins. Þegar hér er komið sögu hafði föður Emanuels verið veitt sæti í lávarðadeildinni. Þetta opnaði nýja möguleika fyrir hinn unga mann, ef hann færði sér stjómmálaaðstöðu föður síns í nyt. En hann hirti ekk- ert um það. Hann hélt áfram að vera auðmjúkur nemandi og nafnlaus ráð- gjafi í tæknimálum. Hann kaus held- ur að skrifa ritgerðir um óendanleik- ann, en telja atkvæði. Stundum fékk hann leyfi ríkisstjómarinnar til þess að ferðast til útlanda í rannsóknaer- indum. Honum hafði verið boðin prófessorsstaða við Uppsalaháskóla, en hafnað henni sökum þess, að hann vildi vera óhindraður af þröngum kröfum kennslusjónarmiða. Hugur hans hafnaði fangelsi kennslustofunnar. Gáfur þessa manns .létu sér ekkert í heiminum óviðkomandi. Hann var jafnstórkost- lega ósvífinn í forvitni sinni og ofur- menni endurreisnartímabilsins, Leonardo da Vinci. Hann var með nefið niðrí öllu. Á ferðalögum sínum heimsótti hann bókasöfn, málverka- söfn og hvers konar söfn önnur; kirkjur, klaustur, heilsuhæli og leik- hús. Já, leiksviðið var honum jafn- heilagt og kirkjan. Hann unni verk- um skálda engu síður en Guðs orði. Það var bjart yfír þessum manni. Hann var heilbrigður á sál og líkama. Samúð hans umvafði allt og einnig bjartsýni hans um endanleg örlög mannsins. Þessi bjartsýni átti rætur sínar að relq'a til trúar hans á tak- markalausa hæfíleika mannlegs hug- ar, sem nútímavísindin undirstrika nú daglega. Swedenborg orðar þetta skemmtilega: „Ævintýrum mannsins eru engin.takmörk sett. Þegar Kól- umbus fann leiðina til nýja megin- landsins sigldi hann ekki einungis gegnum vötn og vinda Atlantsála, heldur vötn og vinda síns sterka og leitandi vilja." Og hvað Swedenborg . sjálfan snerti náði hann nú einnig nýjum áfanga í sinni leit. Hann tekur að efast um fullkomleik vísindanna, eins og þau voru. Það virtist næstum því eðlilegt að láta sér koma til hugar að finna upp einhvers konar æðri vísindi. Vfsindi sem séu vísindum ofar. Hann tekur nú að leggja frumdrög að Hagfræði dýrarfkisins — sem er víðtæk rannsókn á mannlegum líkama, þar sem dregnar eru saman niðurstöður líffærafræðinga um taugar, vöðva, bein og blóð. En Swedenborg á engan sinn líka. Hann lætur hér ekki staðar numið. Honum nægir ekki að lýsa í vísindarann- sóknum sínum. Hann verður einnig að túlka. Allt í æðra tilgangi. Hann sagði: „Ég ætla að rannsaka bæði frá líkamlegu og heimspekilegu sjón- armiði alla líffærabyggingu líkamans með þekkingu á sálinni sem lokatak- mark.“ Hann ætlaði sér því hvorki meira né minna en að rannsaka hreyfingar andans á sama hátt og Harvey hafði uppgötvað hringrás blóðsins. Hann taldi allt verk vísindamanna fortí- ðarinnar undirbúning þessarar miklu leitar, eða eins og hann orðaði það: „Tími er til þess kominn að láta úr höfn og sigla útá opið haf.“ Hér var leitað orsaka hlutanna; reynt að finna hvar lífsaflið á aðset- ur. Orðalag þessa verks var ætlað vísindamönnum, en boðskapurinn leitendum í andlegum efnum. Honum var fullljóst hve djarfur hann var. Hinir lærðu kynnu að hlæja að niður- stöðum hans. Það var satt að segja stórhættulegt á þessari öld Alexand- ers Popes að tala opinberlega um mannssálina. Swedenborg hefur vað- ið fyrir neðan sig. Fremst á bók sína skrifar hann tilvitnun í Stóu-heim- spekinginn Seneca: „Sá sem ber fyr- ir bijósti fólk sinnar eigin aldar, kem- ur aðeins fáum að gagni. Mörg þús- und ár, margar kjmslóðir eiga enn eftir að koma: Hafið það í huga.“ Nú komum við að einu furðulega fyrirbæri, sem sögur fara af. Hugur Swedenborgs opnast eins og eggja- skum og sólbirta annars heims brýst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.