Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ1988 33 Scala & fyrstu áram sjöunda áratugarins. Dynjandi lófaklapp í lok sýningar á La Boheme. Eugenia Ratti, Herbert von Karajan, Mirella Freni og lengst til vinstri Luciano Pavarotti. Reykjavík i október 1980 — Ingólfur Guðbrandsson færir Ratti málverk að gjöf eftir islenskan listmálara. hana sér til fyrirmyndar. Á Scala er ekki rúm fyrir nema eina stjömu og það breytir engu hvað hún er góð — hún heidur áfram að vera hún Ratti litla! Hún skapar sér nýtt nafn á næstu árum baeði á Ítalíu og á söngferðum erlendis og kjmn- ist frægum leikhúsum, sjmgur á listahátíðum í Evrópu og Banda- ríkjunum. Á þessum árum breytist hún í fjörugan og opinskáan lista- mann en var áður bara efnileg söng- kona. Það se réð úrslitum um að hún tók smám saman kennsluna fram jrfír það að sjmgja á sviði var fyrst og fremst það að hún tók sönglistina alvarlega og lagði ekki allt kapp á að vera í sviðsljósinu. Það er ekki þar með sagt að hún hafí sagt skilið við áhejrendur. Hún heldur oft tónleika og nú er einmitt að koma út ný plata sem bætist í hóp margra athyglisverðra upptaka sem til eru með Eugeniu Ratti. Rödd hennar þykir njóta sín ein- staklega vel í verkum tónskáldsins Glauco Cataldo. Hún er enn fögur og hrífandi og hefur náð meiri fágun með árunum. Auk þess að kenna nemendum sínum söng, nýtur Eugenia Ratti þess að miðla þeim af eigin leik- hæfíleikum með það fyrir augum að þjálfa verðandi óperusöngvara á sem flestum sviðum. Eitt af því sem hún hefur fengist við með góðum árangri er leikstjóm og er hún rejmdar önnum kafin núna við að undirbúa sýningu á „Gæsinni frá Kaíró", óprentuðu gamanleikriti eftir Mozart. Óperan verður sett á svið í vor áður en sópransöngkonaii fer til íslands. Eugenia Ratti er bundin íslandi nánum tilfínninga- böndum og það er henni óblandin ánægja að koma þangað aftur og hitta fólk sem hún saknar og heim- sækja vinsæla staði. í Reykjavík búa fyrrverandi nem- endur hennar auk annarra vina. Af nemendum hennar sem nú eru orðnar góðar vinkonur hennar má nefna Höilu Margréti Ámadóttur, Jóhönnu G. Möller og Margréti Pálmadóttur. Því miður getur hún ekki hitt sína ástkæru vinkonu Unu Elefsen sem dó í blóma lífsins fyrir nokkmm árum. Eugenia Ratti mun aldrei glejrma því þegar Una fór með hana til Þingvalla og einhver spurði þær hvort útsýnið yfir hið foma Alþingi vekti ekki með þeim löngun til að syngja. Raunar hafði saga staðarins mikil áhrif á þær, þær vora gagnteknar af dularfull- um töfrum þessa helga staðar. í veislu skömmu síðar bað Una Eug- eniu um að sjmgja „Ég lít í anda liðna tíð“ án þess að gefa henni tíma til að lesa nótumar jrfír. Eug- enia söng með því að fylgja bara tónlistinni eftir og búa orðin til jafn- óðum. Eugenia Ratti vonast til að upp- lifa aftur hina undursamlegu dögun norðursins og hún er fegin að geta komið til íslands áður en ferða- mennimir fara að strejnna hingað í sínar skipulögðu ferðir. í dag er það kannski ekki eins mikið ævin- týri fyrir Eugeniu Ratti að koma hingað og áður, en hún hlakkar til að fínna aftur hinar hlýlegu móttök- ur liðinna ára og komast aftur í snertingu við íslenska náttúra. segja einungis „þetta venjulega blaðamannaslúður“. Af hveiju lét hún svona? Ratti telur að þetta hafí verið hennar aðferð við að hressa upp á sveiflukennt sjálfs- traust. Á meðan sýningar stóðu yfír á Grímudansleiknum, bauðst María til að taka Eugeniu í tíma en þessu einstæða boði hafnaði sú síðar- nefnda, að sumu leyti vegna þess að hún var of stolt til þess og að sumu lejrti vegna þess að hún kunni ekki við það. Auðvitað lærði hún heilmikið af því einu að sjá og hlusta á hana. Eugenia heldur því fram að Callas hafi eyðilagt í sér röddina með megranarkúrum og háu tónamir hafí stundum líkst öskri en hún var líka mikilhæf leik- kona. Hæfni hennar til að lifa sig inn í persónumar sannaði ótvírætt að söngvarar syngja ekki með rödd- inni einni. Rödd hennar var ekki alltaf hljómfögur en hún hæfði allt- af hlutverkinu sem hún var að túlka, oft var hún dimm (scatolato) en það gerði hana einmitt svo lejmd- ardómsfulla og töfrandi. Helst mætti gagnrýna túlkun hennar á Rósínu. Callas var mjög dramatísk og hún var óviðjafnanleg í harm- leikjunum en í hlutverki Rósínu til- einkaði hún sér bamalega fram- komu og hrejrfingar hennar vora ekki eðlilegar. Hins vegar var túlk- un hennar á Violettu svo yfír- þyrmandi á æfingum að það lá við að Ratti fylltist skelfíngu. Allir stóðu í skugga þessa mikla persónu- leika, spænska söngkonan Malibran er ef til vill sú eina sem minnir á hana og óvíst er að nokkur eigi eftir að fæðast henni lík. Það eina sem óhætt er að fullyrða er að hún hefur reist sér óbrotgjaman minnis- varða. Það er óhugsandi að ná jafn langt og hún, mjög erfitt að líkja eftir henni og samanburður við hana er engum í hag. Þýðandi: Guðbjörn Sigurmundsson Morgunblaðið/RAX Á myndinni eru talið frá vinstri: Elsa S. Þorkelsdóttír, sem sætí á i íslenskri framkvæmdanefnd Norræna kvennaþingsins, Amdís Stein- þórsdóttír hjá Kvenréttindafélagi íslands og Guðrún Ágústsdóttír hjá Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Norræna kvennaþingið í Qsló: Þátttöku þarf að til— kynna fyrir 1. apríl ÞÁTTOKU í Norræna kvenna- þinginu í Osló, sem haldið verður dagana 30. júlí til 7. ágúst nk., þarf að tilkynna fjrrir 1. apríl nk. Ráðherranefnd Norðurlanda stendur fyrir þinginu í samvinnu við forsætisnefnd Norðurlanda- ráðs. Markmiðið með þinginu er að konur getí kynnst stöðu og viðhorfum annarra kvenna og þar verða m.a. umræður, fyrir- lestrar, tónleikar, leiksýningar og myndlistasýningar. Búist er við að þingið sæki 7 til 10 þúsund konur frá öllum Norður- löndunum, þar af 350 til 400 ís- lenskar konur, að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur hjá Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna. 248 íslenskar konur komast með leigu- flugi á ráðsteftiuna og kostar farið 11.500 krónur fram og til baka. Stofnaður hefur verið sérstakur ferðasjóður til að aðstoða konur við að komast á þingið og m.a. hafa sveitarfélög, ríki og fyrirtæki lagt fé í sjóðinn. Þeir, sem ætla að sækja þingið, þurfa að fylla út sérstök umsóknareyðublöð sem fást á skrif- stofu Jafnréttisráðs á Laugavegi 118d 4. hæð. þig um páskana Á Hótel Hvolsvelli finnur þú kyrrðina og tímann til að láta þér líða vel. Fyrir þá sem stunda útiveru; skemmtilegar gönguleiðir eða ferð í Þórsmörk. Auma vöðva og bak má mýkja í saunabaði eða nuddpotti og frísklegt útlit fœrð þú í Ijósalampanum. Á kvöldin lœtur þú okkur dekra við þlg í mat og drykk. Erillinn og streitan eru víðsfjarri þótt aðeins sé 1V2 stunda akstur frá Reykjavík. Þú tœrð frið á Hótel Hvolsvelli, njóttu hans. _________Páskatilboð_______________ Gisting í tvœr nœtur í tveggja manna herbergi auk morgunverðar, kr. 2.280.- fyrir manninn._ Leitið upplýsinga og pantið í símum 99-8187 og 99-8351. HOTEL HVOLSVÖLUJR Hlíðarvegi 7, 860 Hvolsælli símar (99) 8187 & 8351
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.