Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Höfumtilsöluverkeftir- talinna listamanna: Brynhildur Þorgeirsdóttir Eggert Pétursson Erla Þórarinsdótir GeorgGuðni Grétar Reynisson GuðmundurThoroddsen Guðrún Tryggvadóttir HalldórAsgeirsson Helgi Friðjónsson Hulda Hákon Jón Axei Jón Sigurpálsson Jón Óskar Karl Kvaran KeesVisser Kristbergur Pétursson Kristinn Guðbrandur Harðarson Pétur Magnússon Pieter Holstein SigurðurGuðmundsson SigurðurÖrlygsson Stefán Axel Sóley Eiríksdóttir Steingrímur Eyfjörð Sveinn Bjömsson Tolli Tumi Magnússon Það besta í nútíma list. GALLERÍ SVART Á HVÍTU LAUFÁSVEGI 17. SÍML2 26 11 SÝNINGAR - LISTAVERKASALA Góðar stundir með MS sa/n- lokum -hvar og hvenær sem er. I Mjólkursamsalan Jóhann virtíst lítið þurfa að hafa fyrir sigrinum Skák Bragi Kristjánsson Alþjóðlega skákmótinu á Akur- eyri lauk á mánudagskvöld. Úrslit urðu: 1. Jóhann Hjartarson, 8 v. 2. Lev Polugajevskíj (Sov.), 7V2 v. 3. Margeir Pétursson, 7 v. 4.-5. Jón L. Ámason, 6V2 v. 4.-5. Mikhail Gurevits (Sov.), 6V2 v. 6.-7. Jonathan Tisdall (Nor.), 6 v. 6.-7. Andras Adjoran (Ungv.l), 6.v. 8.-9. Helgi Ólafsson, 5V2 v. 8.-9. Sergei Dolmatov (Sov.), 5V2 v. 10. Karl Þorsteins, 5 v. 11. Jónatan G. Viðarsson, IV2 v. 12. Ólafur Kristjánsson, 1 v. Jóhann vann verðskuldaðan sigur á mótinu. Hann virtist lítið þurfa að hafa fyrir sigrinum, var aðeins í erfíðleikum í skákinni við Gur- evits, en varðist vel og hélt jöfnu. Polugajevskíj, aldursforseti móts- ins, tefldi vandað eins og hans er von og vísa, og tapaði aðeins fyrir Jóhanni. Margeir tefldi af mikilli hörku, en nákvæmnina vantaði á stundum. Hann var eini keppand- inn, sem veitti Jóhanni einhveija keppni um efsta sætið. Margeir fór illa með unna stöðu gegn Tisdall í 10. umferð og tapaði baráttulaust fyrir Jóni L. í þeirri elleftu, og end- aði því í þriðja sæti. Jón L. og Gurevits tefldu misjafnt og upp- skáru eftir því. Tisdall tefldi af hörku og vann m.a. bæði Gurevits og Dolmatov, en öryggið vantaði, og því missti hann af stórmeistara- áfanga, sem hann hafði von um (7V2 v.). Adoijan teflir ekki til vinn- ings nema þegar hann neyðist til, og því er útkoman ekki betri. Helgi og Dolmatov komust aldrei í gang og virkuðu þreyttir. Karl barðist vel og vann m.a. Jón L. og Gurevits. Akureyringamir, Jón Garðar og Ólafur, áttu erfítt uppdráttar, eins og við var að búast. Þeir börðust vel og áttu mun meira í skákunum, en úrslit sýna. Mótshaldið var Akur- eyringum til mikils sóma. Undir stjóm formannsins ötula, Gylfa Þórhallssonar, lögðu meðlimir og velunnarar Skákfélags Akureyrar nótt við dag til þess, að mótið mætti ganga sem best. Skákfélags- blaðið kom út daglega með öllum skákum mótsins, og á skákstað vom skýringar í hliðarsal. Taflmennskan á mótinu var ein- hver sú skemmtilegasta, sem undir- ritaður hefur séð á alþjóðlegu móti á íslandi. Flestir keppendur börðust af hörku, en þó komu aldrei upp nein deilumál, sem dómarinn, Norð- maðurinn Amold Eikrem, og að- stoðarmaður hans, Albert Sigurðs- son, þurftu að fást við. Þetta mót sýnir, svo ekki verður um villst, að Akureyringar eru færir um að halda sterk alþjóðleg skákmót, og vonandi þurfa skákunnendur ekki að bíða of lengi eftir næsta móti. Við skulum að lokum sjá tvær skákir úr 9. umferð mótsins. Fyrst snyrtilegan sigur Jóhanns á Jóni Garðari og síðan mjög athyglis- verða skák Karls og Margeirs. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Jón Garðar Viðarsson Drottningarbragð 1. c4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. Rc3 - d5, 4. d4 — dxc4 Jón velur hvasst afbrigði, sem hefur verið vinsælt undanfarið. Al- gengast er að leika 4. — Be7 í stöð- unni. 5. e4 - Bb4, 6. Bg5 - c5, 7. e5 Jón var svo djarfur að nota sama afbrigði strax aftur í næstu um- ferð. Andstæðingur hans í þeirri skák, Sovétmaðurinn Gurevits, lék 7. Bxc4 og framhaldið varð 7. — cxd4, 8. Rxd4 — Bxc3+, 9. bxc3 — Da5, 10. Bb5+ (10. Bxf6l? - Dxc3+, 11. Kfl - Dxc4+ 12. Kgl - Rd7, 13. Hcl - Da6, 14. Bxg7 - Hg8, 15. Bh6! - Re5, 16. Dh5 - Da5, 17. Bf4 - Rc4, 18. Dxh7 með yfírburðastöðu fyrir hvít) 10. - Bd7, 11. Bxf6 - gxf6, 12. Db3 - 0-0, 13. 0-0 - Bxb5, 14. Rxb5 ar hótanir í stöðunni: Rxd4 o.s.frv. 13. Rxd4 — Bxc3, 14. bxc3 Eftir 14. Rxc6 — Bd7 kemur upp flókin og vandmetin staða. 14. - Da5 Svartur á tæplega betri leik, því eftir 14. - Bd7, 15. Rb5 - Hxg7, 16. Da3! verður fátt um vamir. 15. Rxc6 — Dxc3+ Ekki 15. — Dxa4,16. Hd8 mát! 16. Kbl - bxc6,17. Dxc6+ - Ke7 Jóhann Hjartarson. — Rc6 (alfræðibók um skákbyijanir telur svart standa heldur betur eft- ir 14. - Ra6!?) 15. c4 - Hfd8, 16. c5 — Hd2, 17. Rxf7 og hvítur náði betri stöðu. 7. — cxd4, 8. Da4+ — Rc6, 9. 0-0-0 h6!? Önnur leið er 9. — Bd7, 10. Re4 - Be7, 11. exf6 - gxf6, 12. Bh4 - Hc8, 13. Kbl - Ra5, 14. Dc2 - e5 með betra tafli fyrir hvít. 10. exf6 — hxg5, 11. fxg7 — Hg8, 12. h4! Jóhann er öllum hnútum kunnug- ur í þessari byijun. Síðasti leikur hans sást fyrst á skákmótinu, sem hann tefldi á í Linares í síðasta mánuði! Svartur má vel við una eftir 12. Rxd4 — Bxc3, 13. bxc3 — Da5, 14. Rxc6 — Dxc3+, 15. Kbl — bxc6, 16. Dxc6+ — Ke7, 17. Dd6+ - Kf6, 18. Hcl - De5, 19. Dxe5+ — Kxe5, 20. Bxc4 — Bb7, 21. f3 - Hxg7, 22. Hhel+ - Kf6, 23. Bb3?! — g4! o.s.frv. (Jusupov— Tukmakov, Skákþing Sovétríkj- anna 1987). 12. - g4 Erfitt er að benda á góðan leik fyrir svart, því hvítur hótar hxg5 ásamt Hh8 til viðbótar við venjuleg- Nú er komin upp lík staða og í skák Jusupovs og Tukmakovs, sem vitnað var í hér að framan. Eini munurinn er sá, að hvítur á peð á h4 og það ræður úrslitum! 18. Dc5+! - Ke8 III nauðsyn, því svartur verður mát eftir 18. — Kf6, 19. Dg5 (peð- ið á h4!) 19. Bxc4 - Bd7, 20. Hxd7! Einfaldast. Jóhann nær nú mikl- um uppskiptum, sem tryggja hon- um unnið endatafl. 20. - Hb8+, 21. Hb7! - Hxb7+, 22. Bb5+ - Hxb5+ Þvingað, því svarta drottningin er óvölduð. 23. Dxb5+ - Ke7, 24. Hcl - Dxg7, 25. Db4+! - Kf6, 26. Df4+ - Kg6, 27. Hc5! - f5 Sfðustu átta leikimir hafa allir verið þvingaðir, og nú kemur upp auðunnið endatafl fyrir hvít. 28. Dg5+ - Kh7, 29. Dh5+ - Dh6, 30. Hc7+ - Hg7, 31. Dxh6+ - Kxh6, 32. Hxg7 - Kxg7, 33. Fyrsti ferðaklúbbur fyrir aldraða stofnaður MIKLAR og örar breytingar á ferðamálum aldraðra hafa átt sér stað á undanförnum árum. Fjöldi ferðaskrifstofa býður nú upp á sérstakar ferðir fyrir aldr- aða, oft í samvinnu við félags- málastofnanir og styrktarfélög aldraðra. Nýlega var stofnaður klúbbur 60, fyrsti ferðaklúbbur- inn sem sérhæfir sig í þjónustu við landsmenn 60 ára og eldri. VéUu vel, veldv Wang WANG Heimilistæki hf, Sætúni 8,105 Rvík Sími: 91-6915 00 Hann er stofnaður í tilefni 10 ára afmælis ferðaskrifstofunnar Atlantik. Aðalráðgjafi hans er Þórir Guðbergsson, félagsráð- gjafi hjá Félagsmálastofnun Reykj avíkurborgar og var hann inntur eftir tildrögunum að stofnun klúbbsins. „Fyrst og fremst er það þörfín fyrir skipulega sérhæfða ferðaþjón- ustu fyrir aldraða," sagði Þórir. „Huga þarf að hreyfimöguleikum og útvistaþáttum og gera eldra fólki kleift að dveljast við skemmtun, tómstundir, holla útivist, fjölbreytt fæðuval og samveru með góðum vinum. í öðm lagi er brýnt að lækka verð á þessum ferðum og í þriðja lagi að tryggja öiyggi. í sólarlanda- ferðunum er íslenskur hjúkmnar- fræðingur með í för en þar sem læknisþjónusta er trygg, koma samnorrænar sjúkratiyggingar til góða. Þá tel ég ekki síður nauðsyn- legt að ferðum verði fjölgað og þáttakendum í hverri fækkað. Þannig nýtur fólk betri þjónustu sérstaklega ef um sérþarfír er að ræðaog kynnist fremur innbyrðis." Þórir sagði að þar sem ferðalag- ið varaði ekki einungis frá brottför til komu, legði klúbburinn áherslu á kynningarstarf. Og eftir heim- komuna væri einnig nauðsynlegt og gott að hittast til að rifja upp ferðalagið. „Samvinna Félagsmálastofnana Kópavogs og Reykjavíkur við ferða- skirfstofur um ferðir ætlaðar öldr- uðum hófust fyrir áratug. Þá mynd- aðist þegar lq'ami sem vill fara aft- ur á sama stað. Klúbburinn leggur megináherslu á að bjóða upp á sem flölbreytilegastar ferðir. Við mun- um að sjálfsögðu benda fólki á aðr- ar ferðir ef við getum ekki boðið þær sérferðir sem það vill.“ Þegar hafa verið ákveðnar 4 ferðir til Mallorka með klúbbnum á þessu ári. Verður fyrsta ferðin far- in 13. apríl en sú síðasta 11. nóv- ember. Þórir sagði strauminn liggja til sólarlanda í bili en kvaðst þess fullviss að innan fárra ára ætti það eftir að breytast. Þá væri vel hugs- anlegt að efna til ferða til fjarlæg- ari landa. „Ferðir innanlands yfír sumar- mánuðina þarf einnig að auka,“ sagði Þórir. „Klúbburinn mun eiga samvinnu við Ferðaþjónustu bænda og fleiri aðila. Því ættu allir að geta ferðast um landið sem það vilja og dvalist hjá góðu fólki, jafn- vel í heimahögunum." Á kynningarfundi sem klúbbur- inn hélt á Hótel Sögu fyrir skömmu voru einnig kynnt fasteignavið- skipti og búskipti á efri árum. Telur MorgunblaðiS/Emilla Þórir Guðbergsson, aðalráðgjafi klúbbs 60. Þórir þau vel eiga heima í ferða- klúbb þar sem marga hafi dreymt um meiri Qárráð á efri árum, til að auka möguleika á að ferðast til ýmissa draumastaða við eins örugg- ar aðstæður og mögulegt sé. Eðli- legt sé því að fólk reyni að treysta flárhag sinn. Því sé nauðsynlegt að fólk geri sér nákvæma grein fyrir fjárráðum sínum og hvaða möguleika það hafí til að láta drauma sína rætast. Allt of margir verði að draga seglin saman þegar launavinnu er hætt. „Ráðgjöf við ferðaþjónustu þarf helst að vera á sem breiðustu sviði, hvort sem um er að ræða beinan kostnað við ferðalög eða spamað á öðrum svið- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.