Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
51
Hugsum fyrst - skrifum svo
eftir Ragnar
Gunnarsson
í tilefni greinarskrifa Ara
Tryggvasonar í Mbl. 22. mars sl.
er þörf á að benda á eftirfarandi:
Félag áhugamanna um stjörnulíf-
fræði er hópur fólks sem leitar
sambands við framliðna á miðils-
fundum. Félagar þess vilja fræð-
ast um lífíð eftir dauðann og þyk-
ir þeim fengur í tilsögn og visku
um ýmis málefni þessa heims og
annars. Félagamir reyna að hafa
góð áhrif á umhverfí sitt meðal
annars með því að nefna sjúklinga
við framliðna lækna á fundum
þessum og hugsa sterkt til sjúkl-
inganna um leið í þeirri von að
þeim batni að einhverju leyti. Fé-
lagsmenn telja að Helgi Pjeturss
hafi haft rétt fyrir sér um eðli
lífsins og framhald þess en þó eru
skiptar skoðanir meðal þeirra um
sumar kenningar og hafa reyndar
nokkrir félagar lítið lesið Nýal.
Undirritaður telur t.d. sumt í bók-
um Helga ólíklegt, en honum
fínnst sennilegt að margar kenn-
ingar séu réttar. Félagar í FAS
líta sem sagt alls ekki á skrif
Helga sem heilagan sannleik og
er því út í bláinn hjá Ara að tala
í niðrandi tón um FÁS sem trúfé-
lag.
FÁS hefur allt of sjaldan hljóð-
ritað sambandsfundi og er rétt hjá
Ara að nauðsynlegt sé að hafa
þann háttinn á. Félagið hefur ekki
staðið fyrir neinum vísindalegum
rannsóknum og enginn hefur hald-
ið því fram, þannig að erfitt er
að átta sig á því hvaða ástæðu
Ari hefur til að spyrja um það.
Hins vegar væri gaman að geta
slíkt seinna því að rannsóknir hafa
sýnt — svo að eitthvað sé nefnt —
að ýmsar breytingar verða á miðli
þegar framliðinn maður talar í
gegnum hann. Hjartsláttur hægist
gjaman mjög, hitastig lækkar,
rafspenna yfír heilahvel breytist
o.s.fív., eins og í venjulegum'
svefni! (sbr. t.d. bókina PSI-Fálle
eftir H. Herlin — Bastei-Lúbbe
Verlag 1986).
Á Islandi starfar mjög hæfur
dulsálarfræðingur, dr. Erlendur
Haraldsson, kunnur í sinni grein
erlendis. Væri Tilraunafélaginu,
FÁS og reyndar öllum félögum
sem leita sambands við framliðna,
mikill akkur í að njóta aðstoðar
hans, eigi þess háttar rannsóknir
eftir að eiga sér stað. Geta má
þess til gamans, að á síðasta sam-
bandsfundi FÁS (21/3) var stadd-
ur bandarískur sálfræðingur, Co-
rolyn Swanson að nafni, sem feng-
ist hefur við dulsálarfræði en Er-
lendur Haraldsson benti henni á
félag okkar. Fékk hún okkur heim-
ilisfang sitt í Bandaríkjunum og
sagðist hafa áhuga á því að fylgj-
ast með starfí FÁS og kannski að
taka þátt i rannsóknum _ sejnna,
ef af þeim yrði, svo að FÁS er ef
til vill ekki alveg sofandi að þessu
leyti eins og Ari lætur á sér skilja
í skrifum sínum.
Undirritaður skrifaði grein þá,
sem birt var í Mbl. 15. mars sl.,
til að leiðrétta ærið hæpna um-
fjöllun um FN og FÁS í tímaritinu
Þjóðlífi. Það fór fyrir bijóstið á
ýmsum í FÁS, að telja mátti að
félagið hefði einhver tengsl við
félagið Norrænt mannkyn, en því
fer fjarri og fyrrum félögum Ára
Tryggvasonar í FÁS fínnst furðu-
Ragnar Gunnarsson
„Tilraunafélagfsmönn-
um f lyt ég- enn óskir
um að þeim farnist vel,
þrátt fyrir kuldaleg
skrif þeirra og kveðjur
engar.“
legt af honum að tala um ein-
hveija sprengingu sem undanfara
stofnunar FÁS. Morgunblaðs-
greinin getur aftur á móti varla
talist neikvæð skrif og óskaði und-
irritaður Tilraunafélagsmönnum
alls hins besta á þessum vett-
vangi. Greinarskrif Ara eru aftur
á móti í neikvæðum tón og ber
að harma sumt sem skrifað er.
Það skal ítrekað að FÁS er al-
gjörlega á móti mismunun kyn-
þátta og það er ódrengilegt af
Ara, einum af stoftiendum FÁS,
að bendla félagið við slíkt þó að
ekki geri hann það beinum orðum.
Helgi Fjeturss hætti sér kannski
„á hálan ís“ (eins og Ari segir) í
skrifum sínum um kynþætti, því
að sumum þykja slík mál viðkvæm
og þarf ekki mikið til að misskilja
í þeim efnum, en þeir sem grannt
lesa sjá að Helgi varar við kyn-
þáttafordómum meðal annars í
þessari setningu: „ ... þá munu
hvítir menn læra að líta öðrum
augum hina lituðu frændur
sína, og sjá hversu þeir verða
að styðja að framsókn þeirra,
ef þeir vilja ekki btjóta á móti
tilgangi lífsins ...“ Þetta dæmi
tekur af öll tvímæli um skoðanir
Helga á þessum málum, þrátt fyr-
ir að í sumum tilvikum riti hann
óvarlega um kynþætti.
Brýn þörf er á að minnast þess,
að atriði þessi eru lítilvæg í fræð-
um Helga. Hið slæma við þessi
blaðaskrif undanfarið er að fólk,
sem ekki þekkir Nýal, gæti haldið
að þjóðernismál séu aðalatriði í
ritverki Helga. Því er mjög á ann-
an veg farið. Aðalatriði er þetta:
Helgj Fjeturss var framúrskarandi
vísindamaður og brautryðjandi í
jarðfræði, þrátt fyrir skamma
starfsævi á því sviði. Hann fékkst
við að kanna með aðferðum vísind-
anna, að svo miklu leyti sem það
var hægt, þann heim sem er flest-
um hulinn. Hann áleit sig hafa
uppgötvað, að það sem menn
hyggja líf í andaheimi sé í raun líf
á öðrum hnöttum og að lífsamband
sé hnatta á milli. Sofandi maður,
sagði hann, fær í draumi samband
við vakandi mann sem oftast er
íbúi annars hnattar. Margt annað
sagði Helgi, sumt stórmerkilegt.
Kenningar þessar hafa verið um-
deildar en þjóðkunnir menn hafa
hrifíst af þeim og skrifað um þær
og höfund þeirra. Nefna má menn
eins og Ásgeir Ásgeirsson forseta,
Jónas Jónsson frá Hriflu, prófessor
Magnús Jónsson ráðherra, pró-
fessor Guðna Jónsson, Bjarna
Jónsson frá Vogi, Árna Óla og
skáldin Þorstein Erlingsson, Jakob
Jóh. Smára og Jóhannes úr Kötl-
um. Stephan G. Stephansson orti
til Helga:
Ráðinna raka
rimum studdan,
reistir þú stigann til stjama.
Viti, er sér vonar
veg-gengt þangað,
beinir þú styrkustu stöfum.
Gleymum þessu ekki í umræðu
um Helga Fjeturss og látum ekki
aukaatriði skyggja á það sem verð-
ugt er til vegsemda.
Tilraunafélagsmönnum flyt ég
enn óskir um að þeim famist vel,
þrátt fyrir kuldaleg skrif þeirra og
kveðjur engar. Yrði ég manna fegn-
astur ef sambandstilraunir við
framliðna ykjust til muna og kynn-
ing á heimspeki Helga Pjeturss og
má líta á Tilraunafélagið sem vísi
að slíku. Félögin ættu að beina orku
sinni í að efla starf sitt í stað þess
að vera að hnýta hvort í annað.
Höfundur er formaður Félags
áhugamanna um stjörnulíffræði.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Strákamir eru að vinna verkefni um fuglalif í Grindavík og nágrenni.
Nemendur unnu líkan af bænum sem sett verður upp á sýningunni í dag.
Hundrað ár liðin frá
því barnafræðsla
hófst í Grindavík
Grindavík.
Á ÞESSU ári eru liðin 100 ár
frá þvi að bamafræðsla hófst
í Grindavík og var upphaf að
reglulegu skólahaldi á staðn-
um. Forgöngumaður um
bamakennsluna var sr. Oddur
V. Gíslason sem var sóknar-
prestur í Grindavík 1878—1894
og þjóðkunnur fyrir brautryðj-
andastarf í slysavörnum og
fleiri menningar- og nytjamál-
um. Fyrsti kennarinn var Pétur
Guðmundsson sem ættaður var
frá Langholti í Flóa.
í tilefni af afmælinu verður
opnuð mikil sýning í dag í gamla
leikfímisalnum á verkum nemenda
Grunnskóla Grindavíkur og byijar
sýningin á hátíðardagskrá þar sem
flutt verða ávörp, hljóðfæraleikur
og kórsöngur. Sýningin verður
síðan opin yfir helgina og seinni
partinn í næstu viku. Að sögn
Halldórs Ingvasonar skólastjóra
grunnskólans hefur skólinn verið
undirlagður alla vikuna í vinnu
nemenda að sýningunni sem teng-
ist afmæli skólans og Grindavík.
Kr.Ben.
Grunnskóli Grindavíkur.