Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 84
84 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 4 Úr bás Almenna bókafélagsins og Iceland Review. Frá vinstri: Sofía Wendler og Ingi- björg Sigurðardóttir. Snom á norska vfsu. „Bókafjársjóður handa öllum fjölskyldum sem eiga sér rætur og vini í Skandinavíu,“ segir f auglýsingunni nm þessa risavöxnu Heimskringluútgáfu. Bóka- sýningin * i Frankfurt II ■ýnJngarinnar Wolfgang Butt og aðstoðarstúlka hans í bás Butt-útgáfunnar f Frank- furt. SMÁÞJÓÐIR Á STÓRSÝIMINGU Geta þær átt erindi sem erfiði? Það virðist ekki há okkur íslendingum dagsdaglega að við erum fá og smá, en þegar við rekumst utan í stóra heiminn þá fer vart hjá því að í einni hugsýn flökri smæðin og fæðin að okkur. En þá er líka ágætt að vera á stað eins og á bókamessunni í Frankfurt. Þar erum við nefnilega ekki einir um stúfstilfínninguna. Stóru bræður okkar á Norð- urlöndum eru þar alveg jafn miklir útskæklar... og líka fyrrum heimsveldi eins og Spánn. Allir, sem ekki eru Þjóðverjar, Englending- ar eða Bandaríkjamenn eru nokkum veginn jafn utanveltu. Nokkum veginn ... kannski er það um of gróf einföldun að stilla þessum lönd- um upp sem hinum stóm á þessari samkomu en fjarri lagi er það ekki. Það leynir sér ekki að hér eru dönsk forlög á ferðinni og margir létu ekki bjóða sér það tvisvar að ganga milli rekkanna. Hér á eftir verður hugað að möguleikum eða ómöguleikum smáþjóða, hvemig þeim getur vegnað og íslenzkum bókum innan um tæplega 400 þús. titla. Á meðal norrænna bræðraþjóða Miðað við fólks^ölda og þrengslin hjá þeim stóru, var rólegt yfírbragð í norrænu básunum, sem lágu ágæt- lega við allri umferð samt sem áður. Við vorum þar engar homrekur eins og Kínvetjar og aðrar Asíuþjóðir, sem þrátt fyrir allt sitt landflæmi máttu þola að vera settir afsíðis í þessu þjóðasafni. Og innst inni af Norðurlandabásunum var einn íslenzkur bás með útsýni til Asíubás- anna. Sá bás var á vegum Almenna bókafélagsins og Iceland Review, var á homi og uppi á honum trónaði íslenzkur 17. júní fáni og sást víða að. Þar bar mest á bókum með lands- laginu okkar, rétt eins og ítalir skarta mest listaverkum sínum. Þessi tvö fyrirtæki hafa verið saman með bás á annan áratug, ein íslenzkra útgáfufyrirtækja. Stóru, norrænu forlögin voru þama hvert með sinn bás og þá myndarlega, forlög eins og sænska Bonniers, norski og danski Gyldend- al. Minni forlög með minni bása. Sum forlög slá sér saman um bása. Nokk- ur dönsk forlög höfðu farið þá leiðina og gerðu það á eftirtektarverðan og eftirminnilegan hátt. Fengu gott hom og höfðu útbúið sér vistaverur á danska, huggulega vísu. Þeir eru líka heppnir að fánalitir þeirra skulu vera jafti augnvekjandi og þeir em. Auðvelt að láta taka eftir sér í rauðu og hvítu. En fánalitir eða ekki, það verður ekki af þeim skafíð að þeir eru einstaklega lagnir við að gleðja augað. „Danir eru nú alltaf Danir," sagði einn ágætur spænskur útgef- andi, þegar danski glæsibásinn barst í tal. í þessum bási voru fulltrúar danska bókaútgefendasambandsins. Af útgefendum þar má nefna Politik- ens Forlag og Rhodos-útgáfuna, sem hefur meðal annars gefíð út Frosk- manninn eftir Guð.berg Bergsson. Á þessum slóðum virtist vera mest umferð innlendra manna, mest af norrænu fólki þama á ferðinni þó ekki væri það einhlítt að sjálfsögðu. Það er nokkuð misjafnt hvursu upp- litsdjarfír nágrannar okkar eru þegar kemur að því að halda eigin bókum að öðrum þjóðum. Eins og eðlilegt er, er helzt og mest þýtt innan Norð- urlandanna, en það er fleirum en okkur sem hefur gengið treglega með landvinninga utan þeirra. Verð- launahöfundur Norðurlandaráðs í. ár, Herbjerg Wassmo er gefínn út af norska Gyldendal. Á siðasta degi sýningarinnar hafði útgáfurétturinn að bókinni Huset með den blinde glasveranden verið seldur til tíu landa, til fslands, Finnlands, Dan- merkur og Sviþjóðar auðvitað, en líka til V-Þýzkalands, Póllands, Spánar, Bandaríkjanna og Hollands og hún var þegar komin út í Frakklandi. En Gyldendal norski var ekki aðeins lag- inn að selja þennan nýja verðlauna- höfund. Knut Faldbakken, sem hefur verið þýddur á (slenzku, var iíka hjá þessu forlagi. Eina bók eftir hann hafði forlagið selt í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi, V- Þýzkalandi og Hollandi og aðra í Danmörku, Sviþjóð, Hollandi, V- Þýzkalandi, Búlgaríu, Rússlandi, Júgóslavíu og Tékkóslóvakíu. Eng- land og Bandaríkin em einkar erfíð viðureignar. Þessi myndarlega frammistaða norska Gyldendals var með því betra sem sást á þessum slóðum. Norður- landaþjóðimar virðast vera ötulli að kaupa en selja þama. Svo em ein- staka aðrir. Norsku útgefendur sjoppubókarinnar um ísfólkið vom auðvitað ekkert að liggja á því að þessar bækur hafa selst í 3V2 milljón eintaka, en reyndar mest innan Norð- urlandanna. Og ekki má gleyma Tuma-bókunum. Það er ekki aðeins að allir undir Qórtán ára aldri hér séu aldir upp undir handleiðslu Tuma, sem leikur við kisu, bakar, fer út og fleira gott. Tumi skaut upp kollinum hér og þar í Frankfurt, smiðaði þar til dæmis hús og bakaði kökur upp á spænsku. 0 Island og íslenzkar bækur — meira en landslagsmyndir Eins og áður er nefnt var þama aðeins einn íslenzkur bás, en hins vegar áttu flestar íslenzkar bóka- útgáfur fulltrúa þama, sumar marga. Þeir em þama einkum í kauphugleiðingum, renna haukfrán- um sjónum yfír rekkana i leit að gimilegum bókum til að þýða, eða hitta viðskiptaaðila og líta í kringum sig hjá þeim. Kaupsamböndin geta líka nýtzt til að selja bækur og útgáfu- réttur selzt ekki endilega á sýning- unni, heldur getur salan orðið í kjölfar hennar. Þama, eins og víðar, veltur mikið á persónulegum sam- böndum. En íslenzkar bækur stungu þaraa upp kollinum. Norðmenn hafa löngum reynt að eigna sér Snorra Sturluson og gerðu það hikstalaust þaraa. Buðu upp á fima ósmekklega og groddalega, enska útgáfu á verkum hans, mynd- skreytta og fullkomlega ólæsilega, enda vísast ekki hugsuð til lestrar heldur sem skrautmunur á banda- rísku og bóklausu heimili af norræn- um uppruna. Þó við afsölum okkur Snorra ekki fúslega, þá var lítil eftir- sjón ( að leyfa Norðmönnum að eiga þessa útgáfu. Snorri er samt sem áður okkar og við förum betur með hann en þetta, lesum hann meira að segja stundum. I þýzku deildinni var meira af ís- landi. Meðal ferðabóka gat að líta bók um ísland, hugsuð handa þeim sem hyggjast leggja leið sina hingað. En þama var líka undurfalleg myndabók frá íslandi, með lesmáli völdu úr fomritunum, sem Hubert Seelow hefur séð um. Iceland Revi- ew-útgáfan keypti réttinn að þessari bók hér, hyggjast gefa hana út með enskum texta. Hún kemur á markað seinni hluta vetrar en þeirri þýzku hefur þegar verið dreift hér. Ljós- myndimar eru uppistaðan í bókinni, textamir aðeins með þeim. Ljós- myndarinn Hans Siwik hefur lagt gjörva hönd á margt, því við hliðina á Islandsbókinni gat að lita aðra bók eftir hann, æsifallegar myndir frá kjötkveðjuhátíðinni i Feneyjum og viðtöl við þátttakendur. Kleinheinrich Verlag er lítil þýzk bókaútgáfa sem gefur einkum út kveðskap. Á sýningunni nú var kynnt undurfalleg útgáfa af Tímanum og vatninu eftir Stein Steinarr, Die Zeit und das Wasser í þýðingu Ma- ritu Bergsson. Öðm megin er (slenzki -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.