Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 83 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. Hvað með barnið eftir að það fæðist? Kæri Velvakandi. Ég hringi vegna frumvarps um fóstureyðingar sem liggur fyrir á Alþingi. Mér er það hugleikið vegna eigin reynslu, en ég var 17 ára þegar ég átti mitt fyrsta og eina bam og fóstureyðing kom þá til greina. I þessu frumvarpi er sagt að líf sem kviknar í móður- kviði sé heilagt. Þama finnst mér skorta nokkuð yfirsýn og þá þeg- ar um óskilgetin böm er að ræða. Hvað með baraið þegar það er svo fætt? Þá virðist það ekki vera heilagt lengur. Er eitthvað frum- varp á þingi sem kveður á um a.m.k. helmings ábyrgð föður, en ætla mætti að málið varðaði þá ekki síður en mæðumar. Er eitt- hvað frumvarp fyrirliggjandi sem skyldar sveitarfélögin að hafa nægilegt dagvistanými? Ekki held ég það, þess vegna hygg ég að hér sé mikil tvöfeldni á ferð- inni. Kona sem varð ein- stæð móðir 17 ára. Skrýtnar mótsagnir Húmi hringdi og sagðist fremur undrandi á hinu mikla fylgi sem Kvennalistinn hefur samkvæmt nýrri skoðanakönnun DV. Húmi sagði: „Kvennalistinn kennir sig mikið við félagshyggju, en slíkur listi var um líkt leyti að tapa í háskólakosningum. Svo er einnig sagt að kvennaflokkurinn hafi fengið mikið fylgi vegna óánægju fólks með ríkisstjómina. Samt fékk stjómin meira fylgi í þessari könnun en í þeirri næstu á undan. Undarlegt að tama . ..“ Vegna skrífa um Austfirðing' Síminn hringdi og þessi orð voru sögð: „Maðurinn sem skrif- aði f Velvakanda og var óhress með fréttir af Austfirðingi er beð- inn að skríða fram úr skúmaskoti sínu og gefa sig fram. Hringja í síma 61164 eða 61158 og ræða við mig, Svein Auðbergsson, afa drengsins." Tapaði veski Ungur maður hringdi og sagð- ist hafa tapað gráu seðlaveski fyrir utan Hótel Borg laugardags- kvöldið 20. mars. Hann heitir fundarlaunum og er í sfma 32180. Kvikmynd um fjarhrif Þar sem hin rétta stefna lífsins er lengra á veg komin, munu fjar- hrifin vera öllum [jós og í raun hinn máttugasti fjarmiðill milli mannkynja hinna ýmsu hnatta. Til er kvikmynd sem heitir She- ena (mætti nota kvenmannsnafnið Sína á fslensku). Þetta er ævintýra- leg mynd og er látin gerast í Afríku. Sína er einskonar ókrýnd drottning yfir gresjum og frumskógum á sínu landsvæði og er ákveðin að veija þjóð sína og villt dýr merkurinnar fyrir aðsteðjandi hættum, sem hún veit, að yfir vofa. Hún býr yfir furðulegum 5ar_ hrifamætti. Með flarhrifum getur hún haft áhrif á einstök dýr og dýrahjarðir svo að þau hlýða henni, hvort heldur til að leita sér skjóls eða til að hjálpa fólki hennar. Á sama hátt getur hún haft ljaráhrif á vini sína, og bjargað þjóðflokki sínum undan illskeyttri árás óvina, sem ágimast ákveðinn málm, sem þama er að fínna í fjalli einu á hennar yfirráðasvæði. Margt er fagurt og hugnæmt í mynd þessari, en merkilegast það, sem snýr að fjarhrifunum. Vegna þeirra em dýrin og mennimir nán- ast sem ein heild. Bæði menn og dýr bera slfkan kærleika og hjálp- fýsi í bijósti hvert til annars. Hugs- un eins getur borist að flarhrifaleið- um til allra annarra. Verði einhver einn var við einhveija hættu, getur hann þegar gert öðmm aðvart með þessum hætti. En drottningin sjálf, Sína, skynjar allar aðstæður nær og fjær í iandi sínu, fyrir fjarhrifa- boð frá þegnum sfnum, mönnum og dýmm, og tekst með eigin fjar- hrifamætti að stjóma öllum þannig, að komist verði frá bráðri hættu, og bregðast við á réttan hátt. Sjálf verður hún einnig að leggja sig í hina mestu Iffshættu til að bjarga fólki sfnu, en með hjálp þess og dýranna tekst loks að yfirvinna aðsteðjandi ógnir. Óvenjulegt mun vera að þessi þáttur tilvemnnar, fjarhrifín, sé gerður að viðfangsefni í kvikmynd, enda líklega flestir á þeirri skoðun að slíkt afl sé ekki til. Hitt mun þó sönnu nær, að §ar- hrifamátturinn er eitt af undir- stöðuatríðum tilvemnnar, þótt við jarðarmenn kunnum enn lítt með að fara. En f öðmm stöðum alheims, þar sem hin rétta stefna lífsins er lengra á veg komin, munu flarhrifin vera öllum ljós og f raun hinn máttug- asti flarmiðill, ekki aðeins milli manna á einhveijum hnetti heldur einnig og ekki sfst á milli mann- kjmja hinna ýmsu hnatta. Sam- skipti að fjarhrifaleiðum munu vera algeng mjög á milli byggðra hnatta öllum til farsældar. Fjarlægðir munu þar engin hindmn vera. Jafnvel heimsóknir milli hnatta munu algengar vera, hjá framfara- mannkynjum og koma hamfarir þar til sögunnar, en þær munu að sjálfeögðu vera einn þáttur §ar- hrifanna frá einum huga til annars. Sambandseðli lffeins mun vera sá þáttur tilverunnar, sem í sér felur lausnir allra örðugleika. Ingvar Agnarsson Söngvakeppnin hneyksli út í gegn Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættínum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur tíl — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga tíl föstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptmgar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistía og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni tíl þáttar- ins, þó að höfundur óaki nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því tíl lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir látí niwn hlut ekki eftir liggja hér f dálkunum. Kæri Velvakandi. Ég verð að segja að ég er afar hneyksluð á þessarí söngvakeppni sem alltaf setur allt á annan endann hér á landi. Við emm fátæk þjóð og Rfkisútvarpið er að manni skilst févana, samt er flanað út í þessa keppni sem er ekkert nema kostn- aðurinn og peningaausturinn. En það sem sló mig kannski mest þama á mánudagskvöldið var að það skyldi vera boðið upp á vín í sjón- varpssal og þama stóð fólkið fyrir framan alþjóð reykjandi og drekk- andi. Ég veit ekki betur en það sé hreinlega bannað. Eða hvað? Við þetta vildi ég bæta, að verð- launin em að mínu viti alltof há. Og að lokum. Það var til háborinn- ar skammar hvemig þessi piltur sem sigraði veittist að fyrri sigur- lögum og rakkaði þau niður sem mest hann mátti. Finnst mér það ekki lofa góðu um framhaldið þegar til Dyflinnar kemur. Húsmóðir í Hlíðunum Fermingarúrin KARL LAGERFELD RARIS Yfir 500 gerðir af úrum verð frá kr. 2.000.- P pierre cardin paris Kaupin eru best, þar sem þjónustan er mést dcft cg Cskap Laugavegi 70 - Sími: 2 49 30 Delma - Seiko - Citizen - Orient - Casio - Pierpoint PIANOLEIKARINN TONY KAYV Toný leikur fyrir matargesti og skemmtir bar á 4.11«^ >.uocicu 10. P Sigtún 38, 105 Reykjavik Sími 689000 v"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.