Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 15 ingum frá mæðrum sem þökkuðu mér fyrir að hafa skrifað um þetta og sumar. fengu jafnvel hugmynd- ina úr þessum bókum.“ Fullorðna fólkið í sögunum þínum er alltaf mjög skiln- ingsríkt og þolinmótt við börnin - góðir foreldrar. Er þetta ekki meðvitað? „Jú, þetta er viljandi. Þetta er eiginlega það eina sem ég get sagt að sé bæði meðvitað og viljandi í sögunum mínum. Ég ólst upp við það að böm voru ekki talin merki- legar persónur, ef þau spurðu ein- hvers fengu þau heimskulegt svar á borð við: þú ert bara bam. Þess vegna hef ég viljandi sýnt fullorðna fólkið í bókunum mínum sem skiln- ingsríkt og reynt að láta gagn- kvæma virðingu barna og fullorð- inna komast í gegn í öllum sam- tölum sem ég skrifa. Ég hef lagt mikla áherslu á þetta." Þú hefur áratuga reynslu af gerð útvarpsefnis fyrir börn. Finnst þér útvarp í Noregi hafa breyst mikið á þessum tíma? „Já, það hefur auðvitað gert það. Áður var aðeins ein útvarpsstöð og ekkert sjónvarp. Nú horfa allir á sjónvarp og útvarpsstöðvum hefur Qölgað. Fólk hlustar líka minna á útvarp en áður var. Ég held að þetta sé slæmt. Sérstaklega fyrir bömin. Þau hafa mjög gott af að byija að hlusta og síðan að horfa. Með sjónvarpinu er bara horft. Þú skilur hvað ég á við. Áður hlustaði fjölskyldan líka saman á útvarpið. Þetta hefur breyst. Þó er hlustað á útvarp á morgnana og ég finn að fólk hlustar á bamatímana mína engu síður en áður. Kannski ekki jafn margir en það er hlustað engu að síður. Ég hef meira segja fengið upphringingar frá öldmðu fólki sem biður mig að segja sér niðurlagið, það er svo hrætt um að vera horfið af sjónarsviðinu áður en sögu er lokið." Kanntu einhveija skýringu á vinsældum bókanna þinna? „Nei.“ Er munur á því að skrifa fyrir börn og fullorðna? „Ég hef ekki skrifað mikið fyrir fullorðna en svarið er engu að síður nei. Það er ekki neinn munur á því. Ég tek skrif mín alvarlega, þó það megi ekki misskilja þannig að bækumar séu grafalvarlegar. Ég reyni að minnsta kosti að láta kímnina ekki vera langt undan. Mér fínnst óskaplega gaman að skrifa þegar ég er byijuð. Það er óskap- lega erfítt að byija. En þegar ég er komin í gang með söguna er gaman að vinna. Persónumar lifna við inn í mér og ég leik þær allar jafnóðum og ég skrifa. Mér fínnst gott að vinna ein. Ég sakna þess reyndar að hafa ekki skrifað meira fyrir leikhús. Kannski fer ég að shúa mér að því af meiri krafti." Ef þú lítur til baka yfir þessar 36 bækur, hvað er þér efst í huga? „Ég er nú ekkert hrifin af því að líta til baka. En ef ég geri það nú samt þá sé ég að ég hef verið lifandi. Bækumar mínar eru til vitn- is um það og í hverri þeirra hef ég unnið með það sem mér var hug- leiknast á hveijum tíma. En áður en við hættum vil ég taka tvennt fram. Annað er það að maðurinn minn Johan hefur unnið mjög náið með mér og teiknað persónumar í bókum mínum eins og þær líta raunvemlega út í mínum huga. Hitt er það að ég er ekki svona viss í minni sök um bækumar mínar og verkin mín eins og mætti halda af þessu viðtali. Ég er óskaplega fljót að skipta um skoðun og fá aðrar hugmyndir. Á morgun myndi ég kannski svara þér allt öðruvísi." Anne-Cath Vestly les úr verkum sínum á morgun í Norræna húsinu. Hún er löngu landsþekkt í Noregi fyrir frábæran lestur í útvarp á sögunum. Það er vafalaust ein skýr- ingin á ástsæld Norðmanna á bók- unum og höfundi þeirra. Mannleg hlýja og djúpur skilningur á smáu fólki jafnt sem stóm er önnur skýr- ing. Texti: Hávar Siguijónsson milli sókna. Fundurinn ályktaði, að framlög til fámennra sókna og fá- tækra kirkna skyldi fara um hendur héraðssjóða prófastsdæmanna, þ.e. heimamenn viti best hvar skórinn kreppir. Rætt var um skipan prófasta í embætti og starfsreglur þar að lút- andi. I ályktun um málið segir m.a.: „...þegar biskup setur prófast styðj- ist hann við hefð í því sambandi, en einnig er æskilegt að embætti hans kanni hug sóknarprestanna í prófastsdæminu." A prófastafundinum var kynnt samstarf kirkna á Norðurlöndunum og kirkna í SADCC löndunum, en það em löndin sem liggja að S- Afríku. Norðurlöndin em að he§a umfangsmikla þróunaraðstoð við þau lönd. Prófastar landsins em 15 að tölu og em þeir tilnefndir af prestum hvers prófastsdæmis. A þessum prófastafundi vom tveir nýir pró- fastar settir í embætti, þeir sr. Flosi Magnússon prófastur Barðstrend- inga og sr. Guðni Þór Ólafsson pró- fastur Húnvetninga. Við setning- una aðstoðuðu þeir sr. Sigmar Torfason og sr. Þorleifur Kjartan Kristmundsson. Prófastar landsins að lokinni setningu prófastafundarins í Dómkirkj- unni. I fremstu röð eru talið frá vinstri: Sr. ólafur Skúlason dómpró- fastur og vígslubiskup Skálholtsstiftis, sr. Guðni Þór Ólafsson Húna- vatnsprófastsdæmi, biskupinn yfir íslandi herra Pétur Sigurgeirs- son, sr. Flosi Magnússon Barðastrandarprófastsdæmi og sr. Sigurð- ur Guðmundsson vigslubiskup Hólastiftis. í miðröð eru frá vinstri: Sr. Baldur Vilhelmsson sttur prófastu Isafjarðarprófastsdæmis, sr. Ingiberg J. Hannesson Snæf.- og Dalaprófastsdæmi, sr. Sigmar Torfason Múlaprófastsdæmi, sr. Þorleifur K. Kristmundsson, sr. Örn Friðriksson Þingeyjarprófastsdæmi og sr. Tómas Guðmundsson Arnesprófastsdæmi. I öftustu röð eru frá vinstri: Sr. Bragi Friðriks- son Kjalarnesprófastsdæmi, sr. Birgir Snægjörnsson Eyjafjarðar- prófastsdæmi, sr. Hjálmar Jónsson Skagafjarðarprófastsdæmi, sr. Jón E. Einarsson Borgarfjarðarprófastsdæmi og sr. Sváfnir Svein- bjarnarson Rangárvallaprófastsdæmi. Á myndina vantar sr. Fjalarr Siguijónsson í Skaftafellsprófastsdæmi. PRDTT- MARKAÐDRH í dag seljum við nokkra notaða bíla af ýmsum gerðum í okkar eigu MEÐ VERULEGUM AFSLÆTTI. Þú kemur, velur þér bíl og semur við sölumenn okkar um verð og greiðslukjör - SVO EINFALT ER ÞAÐII Opið í dag frá kl. 1—5 maszaa 3 BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99 Til fermingargjafa Bakpokar, svefnpokar og tjöld Dæmi um verð: Góður bakpoki og svefnpoki, verð frá kr. 4.495,- Eyjarslóð 7, Reykjavík - Póslhólf 1659 Sími 621780 - Heimasími 72070 SEGLAGERÐIN ÆGÍR -io° c +15°C varmabil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.