Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 67
67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
ir. Meðal annars af þeim sökum ei*
horft til eldis ýmissa sjávarlífvera,
bæði fiska og hryggleysingja, til
að auka enn sjávarvöruframleiðslu
og verðmætasköpun í landinu.
Þjóðartekjur sníða okkur, bæði
sem heild og einstaklingum,
lífskjarastakk. Þær ráðast nær al-
farið af tveimur þáttum:
• 1) þeim verðmætum sem tii
verða í þjóðarbúskapnum.
• 2) þeim viðskiptakjörum sem
við náum við umheiminn. Eða með
öðrum orðum: söluandvirði útflutn-
ings okkar og kaupmætti útflutn-
ingsteknanna.
Verðmætasköpunin, lífskjara-
ramminn, verður ekki til í kjara-
samningum, jafnvel þó stórt sé
fundað. Þar hafa hagnýtar rann-
sóknir hinsvegar stóru hlutverki að
gegna. Ekki sízt haf- og fiskirann-
sóknir. Það ættu íslendingar að
skilja öðrum betur.
Það er brýnt að stórefla rann-
sóknir á vettvangi fiskeldis til að
fyrirbyggja mistök og draga úr
líkum á sjúkdómum. Með öðrum
orðum: til að tryggja betur arð af
þessari nýju atvinnugrein.
Skylt er og að minna á athyglis-
vert rannsóknarverkefni Orkustofn-
unar á landgæðum með tilliti tii
fískeldis. Stofnunin hefur unnið að
svæðisbundinni úttekt á náttúruleg-
um skilyrðum til fískeldis, einkum
að því er varðar jarðvatn í þess
margvíslegustu myndum, kalt og
heitt, sem og jarðsjó. Mikil sér-
þekking á þessum sviðum er saman-
komin á Orkustofnun, sem byggir
á áratuga reynslu á jarðhita-, vatns-
afls- og neyzluvatnsrannsóknum.
IV
Alþingismenn róa stöku sinnum
í ræðustól þingsins á litlum kænum,
málefnalega séð, — í ferð án fyrir-
heits. Oftar en ekki er þó fjallað
um mál sem miklu varða, bæði
samtíð og framtíð. Haf- og fiski-
rannsóknir heyra þeim málaflokki
til.
Hér verða ekki settar fram full-
yrðingar um, hvem veg þeim rann-
sóknum verður bezt fyrir komið.
Þar um verða aðrir að fjalla.
Við bæjardyr þjóðarinnar bíður
ný öld, sú tuttugasta og fyrsta; öld
hraðfara tækniþróunar og marg-
háttaðrar nýrrar þekkingar. Fram
hjá því verður ekki horft að hag-
sæld og velferð fólks á þessari nýju
öld verður ekki sízt reist á rann-
sóknum og þekkingu, m.a. á vist-
kerfi láðs og lagar.
Það er í öllu falli ástæða til að
vekja athygli á þessu þingmáli Hjör-
leifs Guttormssonar og félaga. Það
kann að láta lítið yfír sér, fljótt á
litið. En „litla bflastöðin er nokkuð
stór“ segir í auglýsingu löngu lið-
innar tíðar. Það skiptir framtíðar-
máli, hvort hægt verður að segja
eitthvað hliðstætt um „lífskjör"
•andsmanna um og eftir aldamótin.
Að því þarf að vinna. „Ekki er ráð
nema í tíma sé tekið“.
Málþing
um
sálfræði
FÉLAG Sálfræðinema við Há-
skóla íslands gengst fyrir mál-
þingi á Hótel Borg í dag laugar-
dag. Fjallað verður um stöðu
sálfræðinnar í (slensku þjóðfé-
lagi.
Framsöguerindi flytja sálfræð-
ingamir Kristján Guðmundsson,
Sigríður Benediktsdóttir, Margrét
Bárðardóttir, Þorlákur Karlsson,
Emir Snorrason og Sölvína Konr-
áðs. Að lokinni framsögu verða
pallborðsumræður og fyrirspumir.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill. Málþingið hefst klukkan
13.30.
SÝNUM AEG HEIMILISTÆKI.
©BÚÐIN ÁRMÚLA 17a
BYGGINGAÞJÓNGSTA SÍMAR 84585-84461
Nýr sjúkra-
bíll til
Fáskrúðs-
fjarðar
Fáskrúðsfirði.
NÝR sjúkrabíll kom til Fáskrúðs-
fjarðar um síðustu helgi. Eigandi
han er Rauða kross-deild Fá-
skrúðsfjarðar. Bíllinn er af Ford
gerð með drifi á öllum hjólum.
Hann leysir af hólmi gamlan
Scout jeppa sem var í eigu Rauða
krossins og slysavarnafélaganna
á staðnum.
Sjúkrabíllinn var fluttur inn full-
búinn frá Bandaríkjunum af Rauða
krossi íslands. Rauði krossinn kost-
aði helming kaupverðsins en hinn
helminginn lögðu til fýrirtæki og
Nýr sjúkrabíll á Fáskrúðsfirði.
einstaklingar, bæði á Fáskrúðsfírði
og Stöðvarfírði, auk þess ' sem
hreppamir þrír sem standa að
OPNUM AFTUR EFTIR GAGNGERAR BREYTINGAR
ELDHÚSINNRÉTTINGAR — BAÐINNRÉTTINGAR — FATASKÁPAR
ÚTIHURÐIR — BÍLSKÚRSHURÐIR — SVALAHURÐIR
INNIHURÐIR — ARNAR OG MARGT FLEIRA.
Morgunblaðið/Albert Kemp
rekstri heilsugæslustöðvarinnar hér
lögðu fram fé til bflkaupanna.
Albert
AGFA+3
Allta f Gæðam yn di r
ÖRKIN/SlA