Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 11
11
af eplaediki út í vökvunarvatnið af
og til.
Vikur — brenndar leirkúlur
— og viðarkol
Vikur hefur þá eiginleika að
draga í sig vatn og geyma það í
sér nokkuð lengi, en vikurinn heldur
líka í sér lofti. Hann léttir því mold-
ina og greiðir fyrir rás lofts og
vatns að rótum plantnanna. En vik-
urinn getur líka dregið í sig áburð-
arsölt og oftast borgar sig að skola
nýjan vikur úr vel hreinu vatni áður
en hann er notaður á pottaplöntum-
ar. Brenndar leirkúlur — lecakúl-
ur eða leirgrús’ eru gerðar þannig
að þunnum leirgraut er blásið inn
í brennsluofn, við það blæs leirinn
út og harðnar í mismunandi stórar
kúlur, sem minna talsvert á vikur
og hafa svipaða eiginleika. Leirkúl-
umar hafa það þó fram yfír vikur-
inn að vera gjörsamlega óvirkt efni,
það er að leirkúlumar binda ekki í
sig áburð og molna ekki niður fyrir
tilverknað áburðarefnanna. Þess
vegna em þær mikið notaðar þegar
plöntumar em ræktaðar án moldar,
en gefín áburðarlausn í staðinn,
svonefnd vatnsrækt. Viðarkol em
mikið notuð í pottablómarækt
vegna þeirra eiginleika viðarkol-
anna að draga til sín og binda öll
efni sem of mikið er af í moldinni.
Þau stuðla þannig að betra jafn-
vægi. Þegar plöntur em ræktaðar
í heilum flátum — svo sem pottum
eða skálum með engu gati í botnin-
um er nauðsynlegt að setja um það
bil 1 sm lag af viðarkolum í botn-
inn. Það kemur í veg fyrir að mold-
in súmi og verði fúl. Enda þótt
plöntumar vinni megnið af því kol-
efni sem þær þurfa úr andrúmsloft-
inu, geta þær að nokkm magni
numið kolefni úr jarðveginum og
þá skemmir ekki fyrir að hafa ögn
af viðarkolsmylsnu í moldinni.
HH
Umsj.
Óskum öllum lesendum „Blóms
vikunnar" gleðilegra páska.
ÁB
samstarfsmenn, athyglisverðir
stflistar með góðar myndir að baki.
0g yfír öllu vakir Columbia Pict-
ures með ótæp fjárráð. En allt kem-
ur fyrir ekki. Einhver til að gæta
mín hefur sloppið úr gæslunni,
hvemig sem á hana er litið. í fyrsta
lagi skortir spennu, myndin .verður
öllu frekar tilraun í átt að róman-
tískri ástarsögu ' með harkalegu
ívafí. Við fylgjumst með þróun ást-
arævintýris forríkrar, hástéttar-
glæsikonu sem býr vjð Park Avenue
(þar sem íbúðarverð er með því
dýrasta á Jarðríki) og myndarlegrar
löggublókar úr niðumíddu hverfi í
Queens, sem ekki á bót fyrir bomna
á sér utan eiginkonu og bam. Þetta
er virkilega athyglisvert efni, þó
hvorki það sem myndin á að snúast
um né vel með farið. Við vitum
strax að þríhymingurinn endar ekki
nema á einn veg. Berenger er nefni-
lega myndarmaður og klár innvið
beinið, gæti hæglega fallið inní
snobbið við Central Park, með lítilli
skólun. Hans jarðbundna ektafrú
(Bracco) á sér hinsvegar fáa mögu-
leika. Berenger er ekki sú mann-
gerð sem yfirgefur barn og minni-
máttar spúsu. Einhver til að gæta
mín hefst á morði, síðan kemur
þokkalegt æsiatriði um miðja mynd
og lýkur svo loksins í smá hasar.
Ekki dugar þetta til hún geti kall-
ast spennumynd.
Það er við Scott og handrits-
höfundinn Franklin að sakast. Ekki
vantar að Scott dedúar að vanda
við myndefnið en gleymir spenn-
unni heima.. Hinsvegar er kvik-
myndatakan og yfírbragð myndar-
innar í öðmm gæðaflokki en inni-
haldið. Mimi Rogers (Gung Ho)
verður, sökum yfirvegaðs leiks og
glæsilegs, aristókratísks útlits,
þungamiðja myndarinnar, stelur
senunni frá Berenger, sem rétt einu
sinni á í erfíðleikum með að fylgja
eftir stjömuframmistöðu á tjaldinu.
Og Bracco er lítið meira en fátæk-
leg útgáfa af Debru Winger. í það
heila tekið stórmeistaramistök.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
Atriði úr uppfærslu nemenda á rokksögunni.
Arshátíð grunn-
skólans á Blönduósi
Blönduósi.
NEMENDUR grunnskólans á
Blönduósi héldu sína árshátíð
föstudaginn 18. mars. Fjölmenni
var á árshátíðinni og höfðu
menn af góða skemmtun. Nem-
endur buðu upp á vandaða
skemmtidagskrá með tískusýn-
ingu, nýrri uppfærslu á Gullna
hliðinu og sögu rokksins.
Gullna hliðið eða Sálir Jónanna,
eins og leikverkið var kallað, fjall-
ar um hin sígildu átök milli góðs
og ills og hversu erfítt getur verið
að greina þar á milli. Krökkunum
tókst vel upp við flutning þessa
verks og lagði Oddur Bjömsson
krökkunum lið við þessa upp-
færslu.
Rokksýningin var „meiriháttar"
góð. Hún tók yfír þroskaferil í lífí
„Dúdda“, nánar tiltekið grunn-
skólaárin þegar rokkið var að ryðja
sér til rúms. Um tónlistina í þess-
ari sýningu sá hljómsveitin Ár-
bandið frá Blönduósi og stóð sig
veL
Árshátíð gmnnskólanema á
Blönduósi var vel heppnuð og vel
undirbúin og krökkunum til mikils
sóma og öðmm þeim sem að hátíð-
inni stóðu.
Rokkað með miklum tilþrifum.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Atriði úr „Sálum Jónanna" sem grunnskólanemar færðu upp á árs-
hátíð sinni.
Að ferðast um
Mið-Evrópu
Erlendar bækur
Guðmundur H. Frímannsson
Richard Bassett: A Guide to
Central Europe, Penguin, 1988.
Það er list að ferðast. Að ferðast
er ekki að fara á milli staða og
horfa blóðhlaupnum, skilningssljó-
um brennivínsaugum á það, sem
fyrir ber. Það er að sjá, skilja og
nema andrúmsloft og menningu
framandi landa. Það vita allir, að
þetta er hægara sagt en gert og
þarf oft lengri dvöl en tvær eða
þrjár vikur. En það má gera sér
hægara um vik með því að undirbúa
ferðalög, lesa sér til og kynna sér
það, sem í vændum er. Ef maður
hefur fyrir því, verða ferðalögin
sjálf miklu skemmtilegri og lær-
dómsríkari, en þetta tvennt fer yfir-
leitt saman.
Ferðamannaþjónusta er sá hluti
atvinnulífs, sem vex hvað hraðast
víða um heimsbyggðina þessi árin.
Frá því fyrir 1960 hefur síaukinn
fjöldi fólks lagt land undir fót bæði
á íslandi og annars staðar og hald-
ið til staða, sem venjulegt fólk hefði
ekki dreymt um að líta fyrir manns-
aldri. Þessi auknu ferðalög eru ein
af merkilegri staðreyndum um
breytingu á lífemi fólks á síðustu
áratugum. Hún fer saman við
aukna hagsæld á Vesturlöndum og
víðar. Það er ekki ljóst, hvort þessi
breyting mun hafa langvarandi
áhrif á sjónarmið og viðhorf al-
mennings til umheimsins. Við trú-
um því gjaman, að þeir, sem víða
hafa komið, kunni fleira fyrir sér,
séu víðsýnni og umburðarlyndari
en fólk flest. En málið er ekki svo
einfalt: Það er munur á því að ferð-
ast og ferðast.
Evrópa er merkileg heimsálfa og
okkur Evrópubúum mikilvægt að
skilja hana að einhveiju marki.
Fyrir þá, sem alizt hafa upp í kalda-
stríðinu og stúdentaóeirðum, þá er
mikilvægt að átta sig á, að Evrópa
hefur ekki verið mjög lengi skipt í
tvö áhrifasvæði. Það em mjög
sterkir þættir, sem móta líf fólks
beggja vegna jámtjaldsins, sem em
sameiginlegir. Það er ekki bara að
-ein þjóð, Þjóðveijar, væri klofin í
herðar niður með járntjaldinu, en
deilir sömu menningunni og tung-
unni. Fyrr á öldinni, eftir fyrri
heimsstyijöldina, var keisaradæmi
Habsborgara liðað sundur. Þetta
keisaradæmi hafði mótað líf fólks
í Mið-Evrópu öldum saman.
Richard Bassett ætti ekki að
koma þeim ókunnuglega fyrir sjón-
ir, sem lesa endmm og sinnum
brezka vikublaðið The Spectator
eða The Times, brezka dagblaðið.
'Hann ritar fréttir og fréttaskýring-
ar í þessi blöð og gerir það skemmti-
lega, er ritfær í bezta lagi og fróð-
ur um Mið-Evrópu og Balkanskag-
ann. Nú hefur hann ritað bók til
leiðsagnar ferðamönnum um Mið-
Evrópu.
Sú Mið-Evrópa, sem Bassett lýs-
ir, er keisaradæmi Habsborgara.
Hún nær yfír Austurríki, Ungveija-
land, Tékkóslóvakíu, syðsta hluta
Póllands, vestasta hluta Rúmeníu,
norðurhluta Júgóslavíu og nokkurt
svæði nyrzt á Italíu. Hann telur að
enn megi sjá sömu menninguna á
öllu þessu svæði í húsagerð, matar-
æði, viðhorfum fólks og menningar-
arfí. Auðvitað hafa ólík svæði sín
sérkenni, sem hann reynir að koma
til skila, um leið og hann dregur
fram þau samkenni, sem finna má
á öllu þessu svæði. Það er kunnara
en frá þurfi að segja, að þessum
löndum hefur famazt misjafnlega
síðustu áratugina: Tékkóslóvakía
enn undir jámhæl stalínismans,
Rúmenía nánast algerlega í rúst
eftir áralanga stjóm Ceausescu,
umtalsverð efnahagsleg velgengni
í Ungveijalandi og Austurríki held-
ur enn töluverðu af keisaralegum
glæsileik sínum. Þrátt fyrir ólík
örlög má enn sjá ýmis merki um
löngu liðinn tíma, sem sýnir sameig-
inlegan arf. Á öllu þessu svæði em
menjar um viðburði í sögu Evrópu.
Bassett bendir á góða matstaði
og veitingastaði, hvað sé merkileg-
ast að skoða á hveijum stað og
tengir staði og byggingar við sög-
una. Fyrir þá, sem hyggja á ferða-
lög til Mið-Evrópu, er vart hægt
að fá nytsamari bók.
SIMAR 21150-21370
einkasölu er að koma meöal annarra eigna:
Endurbyggð sérhæð
SOLUSTJ LARUS Þ VALOIMARS
LOGM JOh ÞOROARSON HDL
rétt við Landspítalann. Nánar tiitekið 1. hæð 4ra herb. um 105 fm.
Öll nýendurbyggð. Sérinng. Sérhiti. Tvö góð kjherb. fylgja meö WC.
Góður bílskúr 25,2 fm. Laus 1. júní nk.
Með útsýni og siglingaaðstöðu
á fögrum útsýnisstaö á Álftanesi, steinhús ein hæð 155,5 fm nettó.
Vel byggt og vandað. Stór og góður bflskúr 42,7 fm nettó. Stór sjávar-
lóð meö frábærri sigllngaaðstöðu. Skuldlaus eign.
Vantar þig ódýra íbúð?
Getum boðið m.a. 3ja herb. þakhæð í Hafnarfiröi með miklu útsýni.
Langtímalán kr. 1,2 millj. fylgir. Laus 1. júní.
Ennfremur 2ja herb. litla kjib. við Njálsgötu meö sérhita og sérinng.
Laus fljótl.
3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir m.a. við:
Melabraut, Seltjarnarnes, Mávahlið, Öldugötu, Furugerði, Ásbraut,
Hraunhvamm Hf., Lindargötu. Vinsamlegast leitið nánari upþlýsinga.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
Margskonar eignaskipti mögul. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign.
Opið i dag, laugardag, AIMENNA
Ath. breyttan opntíma. FASTEI GHASAl AN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Selfoss - einbýlishús
Húseignin Miðtún 13 á Selfossi er til sölu. Æskileg eru skipti
á eign í Reykjavík. Húsið er þrjár hæðir, að grunpfleti um 90 fm.
Eigninni hefurverið mjög vel við haldið og erástand hennar gott.
Upplýsingar veitir:
Fasteignasalan Bakki sf.f
Tryggvagötu 2A, Selfossi, lögg. fasts., sími 99-1265,
Hlöðver Örn Rafnsson viðskfr. (heimasími 99-2394);