Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 86
—86 íkj 55:a:v .v: :í jíu:5uv?.i'.\] (f.aufiHcmzH MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 KORFUKNATTLEIKUR ÍBK á öðrum fæti í úrslitakeppnina! Á þessari mynd má sjá ástandið hjá Keflkvíkingum sem mæta Haukum í úrslitakeppni um íslandsmeistaratitilinn. Fimm leikmenn liðsins verða að styðja sig við hækjur og ekki útlit fyrir að þeir geti verið með gegn Haukum. Þó gera Keflvíkingar sér vonir um að Axel og Guðjón geti leikið. Á myndinni eru frá vinstri: Axel Nikulásson, Matti O: Stefánsson, Ólafur Gottskálksson, Guðjón Skúlason og Gylfí Þorkelsson. SPÁÐU / LÍÐIJV SP/LAÐU MEÐ Hægt erað spá í leikina símleiðis og greiða fyrir með kreditkorti. v Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. /r* Síminn er 688 322 IM ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaidar vinningsiíkur. Leíklr 26. mar* 1988 1 Charlton - Oxford 2 Chelsea - Southampton 3 Derby - Arsenal 4 Man. United - West Ham 5 Newcastle - Coventry 6 Norwich - Sheff. Wed. 7 Portsmouth - Q. P. R. 8 Tottenham - Nott'm Forest 9 Watford - Everton 10 Barnsley - Man. City 11 Bournemouth - Leeds 12 Plymouth - Blackburn Kastró og Dlego Maradona Maradona safnarí lið fyrir Kastró Argentínski „gulldrengurinn" Diego Maradona, vinnur nú að því að safna liði með bestu leik- mönnum Suður-Ameríku, til að leika vináttuleik á Brynja móti landsliði Kúbu. Tomerskrifar Leikurinn á að fara frá ltalíu fram á Kúbu 27. maí. Fyrir nokkrum mánuðum hittust þeir Maradona og Fidel Kastró, Kúbuleiðtogi, og ræddu meðal annars um knatt- spymu. Við það tækifæri lofaði Maradona Kúbuleiðtoganum að safna í lið til að leika vináttuleik, sem vonandi yrði til að auka áhuga Kúbumanna á knattspymu. Meðal þeirra sem Maradona hefur boð- ið að taka þátt í leiknum eru Nestor Clausen og Roberto Giusti sem leika með Independiente í Argentínu, Sergio Batista og Jorge Oguin sem leika með Argentinos Juniors og Jorge Valdando sem unnið hefur mikið með argentínska landsliðinu. Þá verða bræður Diegos, Hugo og Raoul, að sjálfsögðu með í lið- inu. Einnig hyggst Maradona reyna að fá Enzo Francescoli frá Uruguay, auk markvarðanna Ubaldos Matildo Fillols og Nerys Pumpidos. toóm FOLK ■ ÞÓRSARAR og FH-ingar fóru til Hollands í gær í æfinga- ferð og verða þar í viku. Liðin munu m.a. mæta belgíska liðinu Lokeren. ■ TÓMAS Guðjónsson tapaði fyrsta leik sínum í einstaklings- keppni f Evrópumótinu í borð- tennis í París. Hann mætti Frode Grini frá Noregi og tapaði 12:21, " 13:21 og 12:21. ■ ÍÞRÓTTAFÉLAG Kopavogs stendur fyrir fírmakeppni innan- húss 4. og 6. apríl. Leikið verður í íþróttahúsinu í Digranesi. Það óvenjulega við þessa keppni er að leikið verður á stór mörk (2x5 m) og í þeim munu standa markverðir. Fimm leikmenn eru í hveiju liði, þar af einn markvörður. Tekið er á móti þátttökutilkynningum í síma 19088 og 691172 (Logi) og 75209 og 622645 (Víðir). ■ FRAKKAR tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópukeppni landsliða U-21 árs, er þeir gerðu jafntefli við ftali, 2:2. Frakkar sigruðu í fyrri leiknum, 2:1. Frakk- ar mæta Englendingum í undan- úrslitum í apríl. ■ EINAR L. Þórisson, sem varð um síðustu helgi fyrsti íslands- meistarinn í golfhermi, og Ragnar Ólafsson úr GR, taka þátt í heims- meistaramótinu í golfhermi sem fer fram í Gleneagles f Skotlandi f byrjun apríl. H ALFREDO di Stefano, fyrr- ■"^im stjömuleikmaður Real Madrid á gullaldarárum félagsins, var rek- inn í vikunni sem þjálfari Valencia. Landi hans og fyrrum landsliðs- þjálfarí Argentínu, Cesar Luis Menotti, var einnig rekinn. Hann var rekinn frá Atletico Madrid, eftir að félagið hafði leikið sex leiki í röð án sigurs. ■ LE Havre, botnliðið i frönsku 1. deildarkeppninni, rak í vikunni þjálfara sinn Didier Notheaux, og var Pierre Mankowski ráðinn í staðinn. Mankowski, sem er 37 ára, lék með Teiti Þórðarsyni hjá Lens á sínum tíma. ■ LEEDS og Liverpool eiga ékki metið f ensku 1. deildarkeppn- inni. Félögin hafa náð þeim árangri að leika 29 leiki í röð án þess að taka. Burnley á metið. Félagið lék 30 leiki í röð án þess að tapa keppn- istímabilið 1920-1921. I BLACKPOOL festi kaup á Larry May frá Sheffield Wednes- day á 120 þús. sterlingspund á miðvikudaginn. Þá seldi Sheffield Wednesday Wayne Jakobs til Hull á 25 þús. pund. ■ KÓPA VOGSSKÓLI sigraði í úrslitakeppni skólamótsins í blaki sem haldin var á Húsavík sl. helgi. Kópavogsskóli sigraði bæði í pilta- *~jftksg stúlknaflokki. Sigrar Bjami tíunda árið í röð? Islandsmeistaramótið í júdó fer fram í íþrottahúsi Kennarahá- skóla íslands í dag. Mesta at- hygli vekur keppnin í opnum flokki, en þar hefíir Bjami Frið- riksson sigrað níu ár í röð. „Markmiðið. er að sigra 10 ár í röð,“ sagði Bjami við Morgun- blaðið að mótinu ioknu í fyrra og í gær var sama hljóð í brons- hafanum frá síðustu Ólympíuleik- um. „Undirbúningurinn miðast fyrst og fremst við Ólympíuieik- ana f haust, en ég hef æft vel, er í ágætu formi og ætla að vetja titilinn. Sigurður Hauksson, Halldór Hafsteinsson og Amar Marteinsson verða erfiðastir og þeir stefna einnig að sigri," bætti Bjami við. Bjami hefur einnig sigrað níu sinnum í +95 kg flokki og sigri hann í báðum flokkum í dag verða íslandsmeistaratitlamir orðnir 20,' sem er einsdæmi í júdó á íslandi. JÚDÓ KNATTSPYRNA — Um helgina Handknattlelkur Undanúrslit bikark. karla KR-Valur.su. kl. 18.30 Fram-UBK.su. kl. 21.15 Bikark. kvenna Fram-Stjaman..su. 21.45 Valur-KR.su. kl. 18.00 Körfuknattleikur Úrvalsdeild UMFG-lR su. kl. 20.00 Valur-KR su. kl. 20.00 Haukar-UBK..........su. kl. 20.00 ÍBK-Þór.............su. kl. 20.00 1. deild karia lau. kl. 14.00 1. deild kvenna UMFN-UMFG ....lau. kl. 14.00 ÍBK-KR su. ki. 21.30 ÍS-Haukar...........má. kl. 20.00 Knattspyma Reykjavíkurmótið Fram-ÍR............má. kl. 20.30 Stóra bikarkeppnin Selfoss-Njarðvík.....lau. kl. 14 Júdó íslandsmeistaramótið íslandsmeistaramótið í júdó fer fram í fþróttahúsi Kennaraháskóla íslands í dag. Mótið hefst klukkan 10, en keppt verður í öllum karlaflokkum. Keppni í opnum flokki hefst milli klukkan 13 og 14 og stefnir Bjami Friðriksson að sigri tíunda árið í röð. Keppendur, sem taka þátt í Norður- landamótinu, verða valdir eftir mótið. Keila Úrslit íslandsmótsins Úrslit í einstaklingskeppni íslands- mótsins í keilu fara fram í keilusaln- um við Öskjuhiíð í dag. Fimm efstu keppendur í karla- og kvennaflokki leika til úrslita og hefst keppnin klukkan 12. Blak Úrslit bikarkeppni karla ÍS-Þróttur........lau. kl. 15.30 Úrslit bikarkeppni kvenna Víkingur-Þróttur..lau. kl. 17.00 íþróttlr fatlaðra íslandsmót í boccia, borð- tennis, bogfimi og lyfting- um í dag klukkan 9.30 hefst einstaklingskeppni í 1. og 2. deild í boccia í Laugar- dalshöll, en úrslitakeppni í 1. - 4. deild hefjast klukkan 13.30 og klukkan 15 í u- flokki. Keppni í einliðaleik i borðtennis byijar klukkan 14.30 í dag, en f tvíliðaleik og opnum flokki klukkan 16.30. Keppni í bogfimi hefst klukkan 14 í dag og fer fram að Hátúni 10. A morgun hefst keppni í Laug- ardalshöll klukkan 9.30 í borðtennis, klukkan 12.30 í boccia og klukkan 15.30 í lyftingum. Keppendur verða 148 frá 12 íþróttafélögum. SkfAI Reykjavlkurmót ( 30 km sklða- göngu verður haldlð l Skálafelll I dag og hefst klukkan 14 I um- sjón sklðadeildar Hrannar. % Sund Meistaramót fslands I sundi innan- húss Mótið fer fram I Vestmannaeyjum um helgina og verður keppt I öllum ólympísku greinunum. I dag hefst keppni í undanrásum klukkan 9, en klukkan 8.30 á morgun. Úrslit byrja klukkan 1G báða dagana. Að mótinu loknu verður valið nýtt landslið I sundi. Frjálsar Hvammstangalilaup USVH Hlaupið hefst klukkan 14 í dag við félagsheimilið á Hvammstanga. Karl- ar hlaupa 8 km, konur, drengir óg sveinar hlaupa 4,5 km, telpur, piltar, stelpur og strákar 1,5 km. Badminton IJnglingameistaramót TBR Mótið fer fram i húsum TBR um helgina og hefst keppni klukkan 14 í dag og á morgun. Keppt vcrður I einliða- og tvfliðaleik í pilta-, stúlkna-, drengja-, telpna-, sveina-, meyja-, hnokka- og tátuflokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.