Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 12
12___________________________
Jafnrétti milli landshluta:
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
Engin nauðsyn á sam-
einingu sveitarfélaga
Selfossi.
„ÞAÐ MÁ ekki vera meginatriði Brynleifur gat þess að Jöfnunar-
að sameina þurfi sveitarfélög til sjóður sveitarfélaga hefði verkað til
þess að efla vald á landsbyggð-
inni,“ sagði Hlöðver Þ. Hlöðvers-
son bóndi og formaður Samtaka
um jafnrétti milli landshluta á
fundi Suðurlandsdeildar samtak-
anna á Selfbssi.
Hlöðver sagði þingmenn gera sér
æ betri grein fyrir ólgu á lands-
byggðinni. Þetta sagði hann koma
fram í viðtölum hans við þingmenn.
Hann minnti á að í sveitarfélögum
úti á landi eru verðmæti úr sjó
margfalt meiri á mann en er í
Reykjavík.
Aðrir sem framsögu höfðu á
fundinum voru Brynleifur H.
Steingrímsson forseti bæjarstjómar
Selfoss, Magnús Finnbogason odd-
viti, A-Landeyjum og Sigurður
Helgason sýslumaður. I máli þeirra
ailra kom fram að þeir töldu nauð-
synlegt að efla sveitarfélögin.
§ármagnsflutnings á höfuðborgar-
svæðið og að forsvarsmenn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga hefðu
varið hagsmuni Reykjavíkur á
kostnað landsbyggðarinnar. Hann
sagði að rætt yrði um stofnun sér-
stakra samtaka utan höfuðborgar-
innar á aðalfundi Samtaka sunn-
lenskra sveitarfélaga í apríl.
Magnús Finnbogason oddviti
sagði litla samstillta einingu geta
gert meira en stóra ósamstillta ein-
ingu og sagði engan ávinning að
stækkun sveitarfélaga.
Sigurður Helgason sýslumaður
sagði nauðsynlegt að koma á fót
lýðræðislega kjömum héraðsþing-
um með sjálfstæðar tekjur. Slíkt
hefði verið gert í Danmörku 1970
og 1976 í Noregi. Við þetta fengu
ömtin og fylkin stóraukin verkefni.
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hlöðver Þ. Hlöðversson formaður í ræðustól, Gylfi Guðmundsson
fundarstjóri, Sighvatur Eiríksson fundarritari, Brynleifur H. Steingr-
ímsson og Sigurður Helgason sýslumaður.
Morgunblaðið/S verrir
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, og Páll P. Pálsson, hljómsveitarstjóri, að nutningi píanó-
konsertsins loknum.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Tönlist
Jón Ásgeirsson
Efnisskrá:
Þorkell Sigurbjömsson, Ríma
W.A. Mozart, Píanókonsert
K.491
D.Shostakovitsj, Sinfónía nr. 1,
op. 10
Einleikari: Anna Guðný Guð-
mundsdóttir
Stjómandi: Páll Pálsson
Síðustu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands fyrir páska
voru ágætlega vel lukkaðir. Þeir
hófust á ellefu ára gömlu verki
eftir Þorkel Sigurbjömsson, sem
hann nefnir Rímu ag að nokkru
er byggt á tónhugmyndum sóttum
í íslensk rímnalög. Hér er ekki
um þjóðlegt verk að ræða, heldur,
sé notuð smá líking, verk, sem
eru eins og það sé sprottið af
góðlátlegri hæðni eða jafnvel vor-
kunnsemi, vegna þess hve þjóð-
hátíðir séu hlægilegar. Þrátt fyrir
alvörulaust yfirbragð er Ríma
áheyrilegt verk.
Anna Guðný Guðmundsdóttir
er góður píanóleikari og á að baki
margar góðar upptroðslur en það
mun vera í fyrsta sinn sem hún
kemur fram sem einleikari með
Sinfóníuhljómsveit íslands, það
undirritaður man best. C-Moll
píanókonsertinn, K491, má leika
á miklum hraða og með krafti en
hér var öllu stillt í hóf. Þrátt fyr-
ir það var mikil reisn yfir leik
Önnu og naut sín vel skýr og
hrynfastur leikur hennar. Það
væri sannarlega vel ráðið að fá
Önnu Guðnýju til að leika fleiri
af konsertum Mozarts, því frískur
leikur hennar á einkar vel við
„skáld lífsgleðinnar".
Síðasta verkið á efnisskránni,
„sú fyrsta" eftir Shostakovitsj, er
glæsilegt verk og var ágætlega
leikið undir stjóm Páls P. Pálsson-
ar. í þessu verki getur að heyra
margt af því sem tónskáldið náði
að útfæra svo meistaralega í
seinni verkum sínum, þó „sú
fyrsta" sé samt talin með bestu
verkum er Shostakovitsj samdi.
UMBÚÐALAUST
Létt strik og kímni
í Galleríi Gangskör sýnir
Lísbet Sveinsdóttir 30 litlar
teikningar og stendur sýningin
fram til 10. apríl.
Lisbet er annars meira þekkt
fyrir glerverk sín, en hún vinnur
iðulega í margs konar efni og
býr jafnvel til pappír og em þann-
ig nokkrar myndanna á sýning-
unni unnar á pappír gerðan af
listakonunni sjálfri.
Það er mikið líf og græskulaus
kímni í þessum myndum Lísbet-
ar, en þó virka þær meira sem
myndlýsingar flestar hveijar en
sem sjálfstæð verk og kalla þann-
ig eiginlega á texta sér til full-
tingis. Þetta em létt og lifandi
strik, sem segja manni sitthvað
af vettvangi lífsins og á stundum
með ástþmngnu ívafí, en ekki á
þann hátt að það hneyksli nokk-
um heilbrigðan mann eða konu.
Og að sjálfsögðu kemur fram
sitthvað, sem maður kannast við
úr nýlistum nútímans og sést
hefur á íslenzkum listavettvangi
t.d. í verkum Helga Friðjónsson-
ar. En Lísbet á sér þó persónuleg-
an streng sem víða bregður fyrir
og hún fær vonandi tækifæri til
að rækta enn betur í framtíð-
inni. í þessum myndum er nefni-
lega heilmikið af persónugerð
hennar eins og hún kemur fyrir
og því óþarfi fyrir hana að leita
í mal annarra.
Þetta em tilgerðarlaus og létt
verk og ákaflega notaleg í við-
kynningu.
Lísbet Sveinsdóttir
TEXTILVERK
Myndllst
Bragi Ásgeirsson
í FÍM-salnum á homi Garða-
strætis og Ránargötu sýnir Hall-
dóra Thoroddsen 8 textílverk til
3. apríl.
Verkin em unnin í blandaðri
tækni og em mjög ólík innbyrðis
og þó kennir maður vinnubrögð
sömu persónunnar á bak við þau.
Svona finnst mér þetta eiga að
vera, að hvert viðfangsefni leysi
úr læðingi nýja krafta, en séu ekki
seríuafkvæmi, til þess að þau virki
sem samstæðust hveiju sinni.
Það em átök í þessum mynd-
verkum Halldóm, en vel að merkja
hljóðlát átök leitandi listakonu.
Hún er að því leyti algjör and-
stæða stallsystra sinna Sigrúnar
og Lísbetar og fyrir vikið sennilega
ekki eins spennandi við fyrstu
kynni, en það er eins víst að mynd-
imar leyna á sér.
Þessi vinnubrögð era trúlega
ekki heldur að öllu leyti í takt við
hraða nútímans, en eiga fullkom-
lega sama rétt á sér auk þess að
vera mjög traustvekjandi.
En vinnubrögð Halldóm sýna
einnig, að hún mætti að ósekju
auka við nám sitt í frjálsum lista-
sköla erlendis, losa um og þróa
hugmyndir og njóta um leið hinnar
fullkomnustu vinnuaðstöðu.
Hún er nefnilega að velta svo
mörgu fyrir sér, sem þarf tíma og
næði til að vinna úr, og þó nær
hún sannfærandi árangri í ýmsum
verkum svo sem „Svörtu götin" (2)
og „Stigi" (3).
Halldóra Thoroddsen við eitt
verka sinna í FÍM-salnum.
Þær em duglegar og framtaks-
samar ungu konumar, sem em að
hasla sér völl á myndlistarsviði um
þessar mundir. í gamla daga létu
ungir sér nægja að halda sýningar
á þriggja til fimm ára fresti og
þótti fyrra fallið til nokkurra af-
reka, en nú em árlegar sýningar
ungs listafólks næsta algengar og
sumir láta það ekki einu sinni
nægja.
Gamla spakmælið, mnnið frá
W. Somerseth Maugham, kemur
þannig oft upp í hugann, en hann
sagði á hátindi ferils síns: „Þegar
ég var ungur, vildi ég helst skrifa
bækur mínar beint á setningarvél-
ina, en varð að láta mér nægja rit-
vél, núna nota ég blýant...“
Maugham hefði vafalítið orði án-
ægður, hefði hann haft tölvu til
handargagns þegar hann var ung-
ur, en þá er heldur ekki víst að
heimurinn hefði eignast hinn eina,
sanna og sérstæða rithöfund W.
Somerseth Maugham.
í dag skrifa ungir rithöfundar á
tölvur, sem eykur afköstin til allra
muna svo og gæði handrita, og
ungum málurum liggur mörgum
hveijum svo á, að varla hafa dyr
skólastofnananna lokað, en þeir em
famir að sýna út um allar trissur.
Kannski er það af hinu góða að
hrista upp í hugmyndum og birtast
sem endurekapaður á hverri sýn-
ingu og hæfir e.t.v. hraða nútímans
og þeirri uppstokkun gilda, sem á
sér hvarvetna stað í tækniheimin-
um svo og á hinum alþjóðlega lista-
markaði. En um leið er listin að
vÍ8su marki orðin að flölþjóðlegum
iðnaði, sem skírekotar ekki endi-
lega til persónueinkenna og vilja
til að gera hlutina öðmvísi en allir
aðrir, heldur vera samkvæmur því
sem aðrir em að gera og er í náð-
inni f augnablikinu.
Slíkar hugleiðingar einskorðast
engan veginn við sýningu Sigrún-
ar Harðardóttur í hinum glæsi-
Sigrún Harðardóttir
lega sýningarsal Nýhöfn í Hafnar-
stræti, en þær þrengdu sér fast á
við skoðun hennar.
Sigrún málar af miklum þrótti
og tjáir sig umbúðalaust. Þannig
nær hún miklu lífi í útfærelu mynda
sinna og er vafalítið skapmann-
eskja af litameðferðinni að dæma.
Áhrif sumra myndanna em sterk
í fyrstu, en svo koma fljótlega fram
andlitsform í þeim, sem á stundum
leynast á yfirborðinu líkt og felu-
myndir. Þau reynast svo vera hrá
og ólöguleg í teikningu og em að
mínu mati öldungis óþörf, vegna
þess að litrænn krafturinn og
hiynjandin bera myndimar fylli-
lega uppi.
Sigrún virðist neftiilega hafa
pereónulega litaáferð og pepsil-
skrift, sem er aðal mynda hennar,
svo sem kemur fram í myndunum
„í lífsins ólgusjó" nr. 2 á skrá, og
enn frekar í stóm myndinni „Fúga“
(18). í þessum myndum, eins og
raunar öðmm á sýningunni, hefur
hún málað blautt I blautt á frískleg-
an og allsérstæðan hátt.
En þrátt fyrir þetta er eins og
eitthvað vanti á sýninguna og í
heildina virkar hún full hrá og létt-
unnin.