Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 88
EIGIVA MIÐLUMN 27711 P I N G H 0 L_ T S S T R Æ T I 3 Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Porieifur Guómundsson, sölum. Þórólfur Halldórsson. löafr - Unnsteinn Beck hri.. simi 12320 FERSKLEIKI MESTA REYNIR LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Aðalfundur Iðnaðarbankans: Hlutafé verði auk- Jð um 40 milljónir Takmörkun á forkaupsrétti hluthafa Á AÐALFUNDI Iðnaðarbankans sem haldinn var í gær var sam- þykkt að auka hlutafé bankans um 40 milljónir króna. Til að auð- velda almenningi hlutafjárkaup í bankanum var samþykkt að hlut- hafar hafi aðeins forkaupsrétt til aukningar í hlutfalli við hlutafjár- eign sina en ekki gagnvart ónotuðum rétti annarra hluthafa. Bankaráði var falið að selja það sem eftir kann að standa af hluta- fjáraukningunni á almennum hlutabréfamarkaði. Þá var einnig ákveðið að greiða hluthöfum 9,5% arð. Ragnar Önundarson rakti í ræðu sinni ástæður þess að ákveðið var að leita nýrra leiða í hlutafjármál- um bankans. Æskilegt væri að hluthafar væru sem frjálsastir að bví hvort þeir tækju þátt í upp- byggingu bankans. Bankinn væri hins vegar í stöðugum vexti og til væru komnar lögbundnar kröfur um tiltekin eiginfjárhlutföll banka. Ennfremur væru arðgreiðslur bankans veruleg útborgun eða endurgreiðsla af eigin fé bankans, á sama tíma og voldugustu keppni- nautamir þurfa aldrei að greiða arð. Möguleikar til öflunar aukins hlutafjár gætu auk þess þýtt vissa yfirburði miðað við banka sem kki eru reknir í hlutafélagsform- inu, ef vel tækist til. Söluverð hlutabréfanna til hlut- hafa verður 1,5 falt nafnverð mið- að við 1. apríl 1988. Það sem eftir kann að standa, eftir að frestur til forkaupsréttar er liðinn, verður selt á almennum markaði á þvi nafnverði og lágmarkssölugengi sem Bankaráð ákveður. Ragnar Önundarson benti á að með þessu væri gætt jafnræðis milli eldri hlut- hafa sem kjósa að neyta forkaups- réttar og þeirra sem ekki nota rétt sinn. Einnig væri gætt jafnræðis milli eldri hluthafa og þeirra sem bætast í hópinn. Ragnar taldi ýmis rök vera fyrir því að láta reyna á hlutafjárútboð á þessum grundvelli. Hlutabréf í bankanum hefðu reynst arðbær fjárfesting. Almenn umræða og vaxandi áhugi væri fyrir hlutabréf- um og markaði með slík bréf auk þess sem nýjar dreifíleiðir væru að opnast sem væru verðbréfa- markaðimir. Þá væri varla vand- kvæðum bundið að óska eftir við viðskiptavini að þeir kaupi hlutafé ekki síst þar sem arðsemi eiginfjár hefði verið langt umfram útláns- vexti. Loks væri unnt að bjóða hiuthöfum hærri vexti, en núver- andi hluthafar nytu 1% hærri vaxta á Alreikningi bankans. UTGANGUR Morgunblaðið/Sverrir Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Elí Halldórsson, Elínbjörg Magnúsdóttir og Sigrún Clausen frá Verka- lýðsfélagi Akraness við komuna til Reykjavíkur i gærkvöldi. Úrslitaleikurinn í handbolta: Miðinná þúsund krónur MIKILL áhugi er á úrslitaleik íslandsmótsins í handknattleik, milli Vals og FH, sem verður í íþróttahúsi Vals næstkomandi miðvikudag og hafa Valsmenn ákveðið að aðgangseyrir verði 1.000 krónur í stað 250 króna venjulega. „Við viijum ljúka mótinu á heimavelli. Við verðum auðvitað fyrir nokkrum tekjumissi við það að leika í eigin húsi frekar en í Laugardalshöll, þar sem mun fleiri áhorfendur komast fyrir, og ákváð- um því að hækka miðaverðið. Það má því segja að 250 krónur séu fyrir miðann en afgangurinn sé styrkur til Vals,“ sagði Þórður Sig- urðsson, formaður handknattleiks- deildar Vals, í samtali við Morgun- blaðið. Nýir kjarasamningar undimtaðir á Akureyri Fulltrúar þriggja verkalýðsfélaga gengu af fundi fyrir undirritun Akureyri. Frá Huga ólafssyni, blaðamanni NÝIR kjarasamningar milli full- trúa vinnuveitenda og flestra þeirra verkalýðsfélaga, sem enn áttu ósamið, var undirritaður á miðnætti í nótt í Alþýðuhúsinu á Akureyri eftir nær 40 stunda samfellda samningalotu. Fulltrú- ar þriggja verkalýðsfélaga, Verkalýðsfélags Akraness, Morgunblaðið/Kr.Ben Það er leikur að læra SÝNING á verkum nemenda Grunnskóla Grindavíkur hefst í gamla leikfimisalnum í dag. Á sýningunni verða ýmis verk nem- enda, en hún er í tilefni þess að 100 ár eru frá því barna- fræðsla hófst í Grindavík. Mikil gaðværð ríkti við undirbúning- inn og sannaðist þá, að það er leikur að læra. Sjá nánari frásögn á bls. 51 í dag Morgunblaðsins. Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Snótar í Vestmannaeyjum gengu út af samningafundi rétt fyrir klukkan 18 í gær vegna ágreinings um launaliðinn og hyggjast félögin þijú vera í sam- floti í áframhaldandi viðræðum. Samningamir kveða á um sömu upphafshækkun, að lágmarki krón- ur 2.025, og sömu áfanga hækkan- ir og samningamir við iðnverkafólk og verslunarmenn. Gildistíminn er einnig hinn sami, til 10. apríl á næsta ári. Felld voru niður ákvæði VMSÍ-samningsins um sveigjanleg- an vinnutíma. Fastlaunasamningar voru gerðir við fleiri hópa en VMSÍ-samningunum og samið var um auknar starfsaldurshækkanir. Nú er 11% munur á hæstu og lægstu launum í fiskvinnslu, en sérhæfður fiskvinnslumaður hefur nú 38.350 krónur í föst laun á mánuði eftir 10 ára starf á sama stað. Eftirvinna var felld niður, samið var um ýmis réttindamál og gengið var frá íjölda sérkjarasamn- inga. „Þessir samningar em máiamiðl- un, sem byggðist á því, að hvorki samningsaðilar né þjóðfélagið vildu átök af því tagi, sem voru í uppsigl- ingu. Ég met það svo, að það hefði skapast hættulegt ástand í landinu, ef samningar hefðu ekki náðst,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. „Samninganefndir Verk'alýðs- félaganna töldu að ekki yrði lengra komist á þessu stigi og að rétt væri að bera þessa niðurstöðu und- ir félögin," sagði Hrafnkell A. Jóns- son, formaður Verkamannafélags- ins Árvarkurs á Eskifírði. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði að félögin þijú hefðu neitað tilboði vinnuveitenda sem fól i sér að lægstu laun færu upp í 32.350 krónur á mánuði og hæstu laun í 38.350 krónur á mánuði. Öll verka- lýðsfélögin hefðu hins vegar sett fram kröfu í fyrrinótt um að lægstu laun yrðu 33.975 krónur á mánuði og hæstu laun 42.446 krónur. „Við getum ekki sætt okkur við að hám- arkslaun nái ekki 40.000, eftir að talað hafði verið um að lágmarks- laun þyrftu að ná þeirri tölu,“ sagði Sigrún Clausen, formaður Verka- lýðsfélags Akraness. Vilborg Þorsteinsdóttir, formað- ur Verkakvennafélagsins Snótar, sagði að óráðið væri um framhald viðræðna, en verkstjómin í þessum málum væri nú, sem áður, í höndum ríkissáttasemjara. Hún sagði að félögin þijú, sem gengu út, ætluðu að vera í samfloti í áframhaldandi viðræðum, en ekkert væri ákveðið hvort, eða hvenær verkfall Snótar, sem frestað var fyrir rúmri viku, kæmi til framkvæmda á ný. „Það umboð, sem Snótarkonur komu með sýndist svo bundið að ógerlegt virtist að þær gætu skrifað undir kjarasamninga. En hins vegar er svo um hnúta búið, að Snót og hin félögin tvö geta gerst aðilar að þessum samningum," sagði Þórar- inn V. Þórarinsson. Þurfum vinnufríð fyr- ir innbyrðis deilum - segir forsætisráðherraum stj órnarsamstarf ið ÞORSTEINN Pálsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, ávarpaði í gær aukaþing Sambands ungra Sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum en það ber yfirskriftina „Frá hugmynd- um til framkvæmda" og um 130 fulltrúar víðs vegar að af landinu sækja það. Forsætisráðherra vék m.a. að samstarfi flokkanna þriggja í ríkisstjórn og gagnrýndi harðlega þætti í innviðum stj órnarsamstarf sins. ,Það er nauðsynlegt," sagði Þorsteinn Pálsson, „ef ríkisstjórn- in á að geta sýnt þann trúnað, sem ætlast verður til, að komið verði í veg fyrir að áframhald verði á þeim deilum sem menn hafa áþreifanlega orðið varir við að undanfömu. Það er óhjá- kvæmilegt, ef ríkisstjómin á að ná árangri, og það hefur engan tilgang að sitja í ríkisstjórn ef menn fá ekki vinnufrið fyrir inn- byrðis deilum. Það er mikill ábyrgðarhluti að efna til deilna, draga okkur inn í vandamál ann- arra þjóða þegar við þurfum sjálf á öllu okkar afli að halda,“ sagði Þorsteinn. Verkefnisstjómir hafa unnið að undirbúningi ályktana fyrir auka- þing SUS en þar er ij'allað um ýmis atriði í stefnumótun Sjálf- stæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.