Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKDAGUR 26. MARZ 1988
Garður:
Vilja fá aftur sinn
hluta úr landnámi
Steinunnar gömlu
Á BORGARAFUNDI í Samkomuhúsinu sl. þriðjudag kom fram tillaga
frá einum fundarmanna þess efnis að hreppsnefnd Gerðahrepps færi
enn á ný af stað með mál sem hefir verið Garðmönnum þymir í aug-
um um langt árabil. Málsatvik voru þau að 4. maí 1966 var ákveðið
með lögum að skerða land Gerðahrepps Keflvíkingum til handa þar
sem þeir töldu sig vanta land undir íbúðarbyggð. Þrátt fyrir að nú
séu liðin 22 ár síðan þetta gerðist bólar ekkert á íbúðarbyggðinni,
en aftur á móti hefir mikið vatn runnið til sjávar sfðan. Á þessu svæði
í landnámi Steinunnar gömlu eru hin landsfræga Helguvíkurhöfn og
kirkjugarður.
Ályktunin var svohljóðandi:
„Borgarafundur í Garði haldinn
22. marz 1988 hvetur hreppsnefnd
Gerðahrepps til þess að leita allra
leiða til að endurheimta hluta lands
þess er af hreppnum var tekið með
lögum á árinu 1966.
Fundurinn hefur þá í huga land-
svæði neðan Garðsvegar, þ.e. neðan
kirkjugarðs í suð-austur frá núver-
andi mörkum Gerðahrepps og
Keflavíkur, u.þ.b. 300 metra inn
fyrir Sandgerðisveg, þaðan beint í
sjó fram suð-austan við Helguvík."
Til að setja þetta í mál sem allir
skilja er hér um að ræða svæðið frá
golfvellinum í Leiru í átt til Keflavík-
ur, en fyrir lagabreytinguna 1966
tilheyrðu yztu húsin í Keflavík
Gerðahreppi.
Ályktunin var samþykkt sam-
hljóða á fundinum.
Finnbogi Bjömsson oddviti Gerða-
hrepps sagði að loknum fundi að
unnið yrði í þessu máli strax. Geng-
ið yrði á þingmenn kjördæmisins og
kannaður vilji þeirra á flutningi til-
lögu á Alþingi þessa efnis. Þeim
hefði verið sent bréf í fyrra þar sem
þeim var gerð grein fyrir málsatvik-
um.
— Arnór
Frá afhendingu nýju sjúkrabifreiðanna sl. laugardag. Morgunbiaðið/Þorkeil
Rauði kross Islands:
Fjórar sjúkra bifreiðir afhentar
RAUÐA kross-deildum Skaga-
fjarðar, Ólafsfjarðar, Fáskrúðs-
fjarðar og Suðurnesja voru ný-
lega afhentar nýjar sjúkrabif-
reiðar Bifreiðirnar eru af teg-
undinni Ford Econoline og allar
með fjórhjóladrifi nema sú sem
Suðurnesjadeildin fékk.
Jóhann Pétur Jónsson, deildar-
stjóri neyðarvama- og bifreiða-
deildar Rauða kross íslands, sagði
í samtali við Morgunblaðið að bif-
reiðimar með flórhjóladrifínu
hefðu kostað 2.100.000 en eins-
drifsbifreiðin 1.800.000. Með því
að kaupa bifreiðimar milliliðalaust
og fá ódýran flutning á þeim frá
Bandaríkjunum hefði hver bifreið
orðið um einni milljón króna ódýr-
ari en ella. Bifreiðakaupin hefðu
m.a. verið íjármögnuð með frjáls-
um framlögum og fé úr sérverk-
efnasjóði RKÍ sem t.d. fengi tekjur
af spilakössum RKÍ.
UPPLÖGÐ ÚTIVIST
FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA
B LAFJ ALLADAG U R
Á SKÍÐUM
Bláflallanefnd efnirtil sérstaks skíðadags í Blápium laugardaginn 26. mars.
Tilgangurinn er að vekja athygli á heilbrigðri útivist til plla og veita almenningi
kennslu í svigi og skíðagöngu.
Boðið verður upp á ókeypis kennslu í svigi og göngu í öllum hæfnisflokkum.
Allar skíðabrekkur og göngubrautir verða opnar ásamt öllum lyftum.
Sérstök bamagæsla verður á svæðinu. Svifdrekamenn munu sýna listir sínar og
Harmoníkufélagið leikur „skíðatónlist“.
Veitingar verða seldar á öllum kennslusvseðum.
Hátíðin hefst kl. 10:00 og stendurtil kl. 17:00.
FJÖLMENNUM í BLÁFJÖLL, GÆTUM FYLLSTU
VARKÁRNIJAFNT í AKSTRI, SEM Á SKÍÐUM.
BLAFJALLANEFND
Norræna húsið:
Finnskur leikhópur
sýnir í Dymbilviku
Finnski leikhópurinn Viirus
sýnir leikritið „Skarbránnaren"
Logskurðartækið, í Norræna
húsinu í dymbilviku. Höfundur
verksins er ungur Svii, Magnus
Dahlström, og flytjendur eru
ungir sænskumælandi Finnar.
Leikritið fjallar um Jonny og Ove
sem vinna við logsuðu. Þeir hittast
í búningsherbergi verksmiðjunnar
þar sem þeir vinna. Sú spuming
vaknar hvor þeirra hafi gleymt að
skrúfa fyrir gaskranann á logskurð-
artækinu. Samræður þeirra snúast
upp í valdabaráttu þeirra á milli.
Eða er það valdabarátta stórveld-
anna?
Viirushópurinn tók nýlega til
starfa og er Skarbránnaren annað
verkefni hópsins. Sýningar á verk-
inu verða þijár, þriðjudagskvöldið
29. mars kl. 20.30 önnur sýning
verður á Skírdag kl. 16 og þriðja
sýning laugardaginn 2. apríl kl. 16.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/Siguröur Jónsson
Nokkrar myndanna sem á sýningunni eru.
Selfoss:
Myndlistarfélag Árnes-
sýslu með árlega sýningu
Selfossi.
ÁRLEG samsýning Myndlistarfé-
lags Ámessýslu verður haldin i
Safnahúsinu á Selfossj dagana
26. mars til 4. apríl. Á sýning-
unni eru myndir eftir 13 félaga.
Sýning þessi er árlegur viðburður
og er nú haldin í áttunda sinn.
Félagar í Myndlistarfélagi Árnes-
sýslu eru 40 talsins. Sýningin er
opin klukkan 14—22 alla helgidaga
og klukkan 18—22 virka daga.
Þeir sem sýna eru Guðjón Sigfús-
son, Sigurður Einarsson, Svanhvít
Kjartansdóttir, Jón Magni Ólafsson,
Torel Malmo, Helga Guðmunds-
dóttir, Gunnar Granz, Signý Jör-
undsdóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir,
Gunnur Gunnarsdóttir, Rúnar
Gránz, Kristín Kalmansdóttir og
Þóra Siguijónsdóttir.
Sig. Jóns.